Heima er bezt - 01.10.1957, Blaðsíða 7
Breiðafjarðareyjar, til smiðs nokkurs, og verið þar
næstu árin. Og með því Gunna fótalausa var afburða
kjarkgóð og dugmikil að eðlisfari og völundur að hag-
leik, hafi hún lært í Eyjum sjósókn og smíðar — eink-
um skipasmíðar, er hún gerði að nokkru að ævistarfi
sínu. Voru skip hennar eftirsótt, og þóttu frábær að
vandaðri smíði og frágangi.
Er þessi tápmilda, örkumla kona eini kvenskipasmið-
ur á Islandi, er sögur herma fyrr og síðar.
Forsaga Gunnu fótalausu er á eftirfarandi leið:
Árið 1784 bjuggu að Þrúðardal í Kollafirði í
Strandasýslu hjónin Bjarni Pétursson, sagður: „lítill fyrir
sér“, „ólæs“, „ærlegur“, og kona hans, Valgerður Snorra-
dóttir, ásmt börnum þeirra: Guðmundi, Guðrúnu og
Snorra, og eru börnin talin hér eftir aldri.
Um þetta leyti féll allur búpeningur þeirra, líkt og
fleiri fátæklinga í Móðuharðindunum. Eftir var þó ein
kýr, kostagripur, og eitthvert fóður áttu þau handa
henni. En ekki gat öll fjölskyldan lifað af dropanum
úr þessari kú einni saman. Varð það því að ráði þeirra
hjónanna að slíta samvistum, meðan hallærið væri sem
mest, og færi Bjarni með drengina báða í verstöðvarnar
suður undir Jökul, en þær mæðgurnar, Valgerður og
Guðrún, skyldu vera eftir heima og reyna að draga
fram lífið á mjólkurdropanum úr kúnni, ásamt litlu af
fjallagrösum og fjörugróðri, eða hverju því, er til næð-
ist. Fer Bjarni brott með synina, en þær mæðgur verða
eftir í kotinu ásamt kúnni. Fer þessu fram allt til út-
mánaða, en þá er fóður kýrinnar að þrotum komið. —
Eigandi Þrúðardals var Andrés ríki Sigmundsson að
Skriðnesenni í Bitru. Segir sagan, að þegar eigandinn
frétti um ástandið í kotinu, hafi hann brugðið við og
tekið kúna af þeim mæðgum upp í jarðarkúgildin, sem
fallin voru, en mæðgurnar hrakizt á vergang. Lögðu
þær suður Steinadalsheiði um háveturinn, svangar og
klæðlitlar, með þeim afleiðingum, sem áður er sagt.
Var talið að Valgerður, sem þá var 48 ára, er hún varð
úti, hafi ætlað að freista þess að komast í verstöðv-
arnar suður undir Jökul, þangað sem maður hennar
var áður farinn með synina; þar var síðasta þrauta-
lending hungraðs förufólks í nánd við fiskifangið.
Smíða-Gunna eða Gunna fótalausa fluttist aftur
norður á Strandir um aldamótin 1800. Guðmundur
bróðir hennar var þá orðinn bóndi að Finnbogastöðum
í Trékyllisvík, og þangað fer hún, en Snorri, yngri
bróðirinn, dó í harðindunum. Vann Guðrún að smíð-
um eftir að hún kom þangað norður, en þó mest að
skipasmíðum. En vorið 1805, þann 19. maí, giftist hún
Magnúsi nokkrum Jónssyni, ekkjumanni, og fóru þau
að búa í tvíbýli að Munaðarnesi við Ingólfsfjörð. Vann
Guðrún jafnan við smíðar jafnhliða búskapnum, og
mátti með sanni um hana segja, að hún væri allt í senn:
fyrirvinnan, bóndinn og húsfreyjan, því Magnús, mað-
ur hennar, var heilsulaus og lítt vinnufær. Hann and-
aðist eftir 5 ára sambúð, úr „Iangvarandi innvortis mein-
semdum“, segir í kirkjubókum Ámes-prestakalls. Hef-
ur Guðrún sennilega gifst honum til að vinna fyrir hon-
um og létta honum lífið í veikindum hans. Ekki varð
þeim barna auðið. Eftir það bjó Guðrún lengi með
ráðsmanni, Jóni Einarssyni að nafni, er reyndist henni
vel. Og hjá Sigurði, syni Jóns, er bjó að Reykjanesi í
Árneshreppi, dó hún háöldruð, og var þá komin í
kör, og sjón og heyrn löngu þorrin. Þó er hún sögð
til síðustu stundar „lifa af sínu“ og „vel átti hím fyrir
útför sinni“, var það sjaldgæft, og má einstakt heita
um karlægt og örkumla gamalmenni á þeim tímum.
Kemur þar til ráðdeild hennar, vit og forsjálni, enda
fær hún þann vitnisburð í kirkjubókum af sálusorgur-
um þeirra tíma, að hún sé: „skörungleg“, „forstöndug“,
„vinnusöm“, „ráðvönd“, „góðgerðarsöm“, hreinlýnd“,
„sannsögul“, „ráðrík“, „stórlynd“. Er óvíða í íslenzkri
mannlýsing, ræðu eða riti, hægt að merkja meiri þrótt
og glæsibrag, eins og yfir öllu lífi og starfi þessa ein-
stæða, örkumla gamalmennis, skipasmiðsins Gunnu
fótalausu.
VIÐAUKI.
Það var forfaðir minn, langafi Þóru í Skógum, ömmu
minnar og jafnframt fósturfaðir hennar, Eggert Olafs-
son, Hergilseyjarbóndi, sem kenndi Gunnu fótalausu
skipasmíðar. Hún var ein meðal þess þjáða og deyjandi
fólks, sem Eggert Hergilseyjarbóndi sótti til lands
vorið 1785 og flutti út í Oddbjarnarsker, sem er forn
veiðistöð í Breiðafjarðareyjum og liggur undir Her-
gil'sey. Bjó Eggert urn fólkið í verbúðunum, hjúkraði
því sjálfur, annaðist það og nærði, því hann var talinn
læknir góður á þeim tíma:
„Hann flutti til sín ráðþrota fimmtíu menn
og föðurlega eigin hendi nærði.“
Séra Matthías skáld frá Skógum, föðurbróðir minn,
segir af þessu í eftirfarandi orðurn: „Móðir mín sagði
oss börnum söguna um fátæka fólkið, sem Eggert hjálp-
aði. Hann hafði sjálfur sótt það upp á Reykjanes. Það
var í Móðuharðindunum. Flutti hann það út í Odd-
bjarnarsker og kom því niður í verbúðunum, og bann-
aði öllum að skamta því mat, nema sér sjálfum. Rétt-
ist það síðan við, og dó enginn af því, og í vertíðar-
lokin flutti hann þá aftur á land, er það kusu, en hinir
fengu vistir og vinnu í eyjunum, því þar var þá ár-
gæzka.“
Eggert var talinn afbragðs læknir og græðari á sín-
um tíma, enda þótt ólærður væri, er því ekki ólíklegt,
að Eggert hafi gætt Guðrúnar og tekið af henni þá
hluta fótanna, er ónýtir voru. Það kom oft fyrir, að
ólærðir menn yrðu að taka skemmda limi af fólld, með-
an ekki var annars völ.
Eggert var með afbrigðum fjölhæfur maður og hag-
ur. Fjórtan ára gamall smíðaði hann fyrsta bátinn, var
það tveggjamannafar, og réri hann því úr Oddbjarnar-
skeri næsta vor við annan mann, en var sjálfur for-
maðurinn. í fyrzta róðrinum fundu þeir nýdauða
steypireyði á floti, og fengu róið hana upp í Skerið,
með því að straumur lá með þeim og sérstaklega hag-
Heima er bezt 327