Heima er bezt - 01.10.1957, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.10.1957, Blaðsíða 13
og endurbætt, vélakostur góður, hús öll byggð af steini og hin myndarlegustu. Sjálfur er Sæmundur enn hinn vörpulegasti maður, þó kominn sé fast að sjötugu, og hefur þó hvergi hlíft sér um dagana. Slíkir menn sem hann, gera hverja meðal jörð að stórbýli á skömmum tíma. Eftir að hafa þegið góðar veitingar á Kletti og staðið við góða stund, var aftur stigið inn í bílinn og ekið sem leið liggur út með Kollafirði, og ekki stoppað fyrr en á Skálanesi. — Tvær jarðir í Kollafirði eru í eyði, Seljaland og Galtará. Á hinum mun vel búið. — Eg hafði heyrt, að vegurinn á þessum slóðum væri ekki góður litlum bílum, en það reyndist á annan veg. Þar sem fyrir 15—20 árum voru djúpar moldargötur og urðir á milli, mýraslörk og keldur nær ófærar hestum, og maður fór uppfyrir hvern skinnsokkinn á fætur öðr- um, með fjárrekstra á dimmum haustkvöldum, var nú kominn hlemmivegur og versta áin brúuð. Slíkt voru mikil viðbrigði. — Gísli Jónsson, fyrv. þingmaður, var mikill talsmaður Barðstrendinga í vega- og samgöngu- málum öllum, og ber sýslan þess ljós merki. Á Skálanesi býr Jón E. Jónsson, sonur Sigurlínu Bjarnadóttur og Jóns Einarssonar, er þar bjuggu í mínu ungdæmi. — Sigurlínu og Jóns hef ég minnst lítillega annars staðar, og sleppa þau því við allt umtal hér. Frá Skálanesi er fögur útsýn út um Breiðafjörð, evjar og nes, og róma það margir ferðamenn. Jörðin er ein af þeim, er miklum breytingum hefur tekið á síðustu árum. í stað gamla, skakka torfbæjarins, með húsi undir baðstofulofti, sem oft var svo þéttskipað um göngur og réttir á haustin, að mikið lag og aðgæslu þurfti til að geta snúið sér við, án þess að til árekstrar kæmi, er nú komið myndarlegt steinhús. Það stendur rétt fram- an við grunn gamla bæjarins, þar sem fyrrurn var kálgarður og hlaða. í hlöðunni var oft legið um nætur, þegar bærinn var orðinn yfirfullur, og flogist á fram undir morgun í stað þess að sofa. Og úr garðinum var étin mörg falleg gulrófan, frjáls eða stolin, eftir því, sem á stóð. Hvort tveggja var horfið, hlaðan og garður- inn, og saknaði ég vina í stað. Tún var stórt og gott Skálanes (vetrarmynd). Nýja húsið. Skálaneshyrna i baksýn. Gamli bœrinn á Skálanesi. Yfir beeinn sést á hraunjaðarinn. Skálanesi, að þeirra tíma hætti, en þýft var það og bratt. Nú var hvergi sýnileg þúfa í túninu, og sjálf- sagt er það 2/s pörtum stærra en fyrir 15—20 árum. Allt eru þetta verk Jóns, og má það furðulegt kallast, því maðurinn er ekki hraustur og getur oft ekki gengið til vinnu tímum saman. En viljinn dregur hálft hlass. Löngum hefur Skálanes verið í þjóðbraut, og svo er enn. Bílvegurinn liggur um túnið. Meðan Gufdælir sóttu verzlun í Flatey á árabátum, var venjulega lagt upp frá Skálanesi. Þar var alltaf bátur. Nú er sú tíð úti, og margt hefur breyzt. Gufdælir eru að mestu hættir að verzla í Flatey. Bílvegurinn um sýsluna hefur losað þá við tímafrekar og oft erfiðar eyjaferðir. Og á Skálanesi er að rísa upp verzlun, útibú frá kaupfélagi Króksfjarðar. Virðist nú sem hægast muni vera fyrir Inneyinga að verzla þar, því verzlun í Flatey dregst óðum saman. Skammt austan við túnið á Skálanesi, hefur endur fyrir löngu fallið stórt stykki úr fjallinu og myndað hraun, er runnið hefur til sjávar við norðanvert mynni Þorskafjarðar. Austan hraunsins, í góðu skjóli, er gam- alt akurland. Það heitir Maríutröð, og minnir á akur- yrkju og helgi Maríu meyjar á þessum slóðum. Lengra inn á hlíðinni fellur Kraká úr fjallinu. Austan hennar, niður við sjóinn, heitir Melanes. Þar hefur nýlega verið rudd flugbraut, og hefur hinn góðkunni flugmaður, Björn Pálsson, sótt þangað nokkra sjúklinga úr Gufu- dalssveit og næstu sveitum, er fljótlega hafa þurft að komast undir læknishendur. í nesinu eru líka leifar af ævafornri mannabyggð. Kunnugir telja, að þarna hafi ekki getað verið um býli að ræða. — En ef að það er rétt, sem gamlar sagnir herma, að papar hafi búið á Kollabúðum við Þorskafjarðarbotn, og bærinn dragi nafn af hreysum þeirra, þá geta þeir eins hafa verið þarna. Svo virðist sem þarna hafi verið einhverjir kofar, innan allmikilla torfgarða. Líka sést fyrir naust- um eða hrófum við sjóinn. Allt er þetta óljóst nokkuð, en leynir sér þó ekki, að um mannaverk er að ræða. — Kemur þessi umbúnaður ekki illa heim við lýsingar dr. Jóns Jóhannessonar á bústöðum Papanna, í hinni nýju íslendingasögu (bls. 18). Heima er bezt 333

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.