Heima er bezt - 01.10.1957, Blaðsíða 19
ætlaði um koll að keyra. Kynnir var vakandi sem fyrr
og skoraði nú á alla viðstadda að leggja fé í kosninga-
sjóðinn, 25 cent eða meira. Voru nöfn hinna fyrstu, er
greiddu gjaldið, hrópuð upp, en allra fvrstur varð strák-
hnokki einn, á að gizka 10 ára að aldri. Var honum lyft
hátt yfir mannfjöldann, svo að allir fengi séð áhuga
æskunnar.
Adlai Stevenson er myndarlegur maður, gáfulegur og
geðþekkur á svip. Dálítið var hann þreytulegur, sem
vænta mátti. Rödd hans var sterk en samt þýð og við-
felldin. Ræðu sína flutti hann með ágætum, svo að hvert
orð hitti í mark. En ekki þótti mér hún efnismikil að
sama skapi og hún var vel samin og flutt. Virtist hún
einkum sniðin til þess að ganga í eyru fjöldans. All-
harðorður var hann í garð andstæðinganna, en kurteis
og laus við skammir. Hann sagði meðal annars, að í
utanríkismálum væru Bandaríkjamenn alltaf að tapa,
norðan frá íslandi og suður til Japans. Ekki kvað hann
andstæðinga sína rökræða málin, öll þeirra málfærsla
væri fólgin í orðunum: „Treystið Ike og spyrjið einsk-
is!“ Oft brá hann á glens og gamanyrði, og var því tekið
með almennum fögnuði. Þótt ræða Stevensons væri
skemmtileg, og hann fengi góðan hljómgrunn meðal
áheyrenda sinna, þótti mér þó, sem honum mundi láta
betur að flytja efnismeira mál og rökfastara, en minna
af slagorðum og gamanmálum. Að ræðunni lokinni ætl-
aði fagnaðarlátunum aldrei að linna. Síðan fluttu full-
trúar ýmissa þjóðabrota ræður og ávörp. Voru flestir
þeirra litaðir, og mæltist mörgum þeirra vel. Sumir
færðu Stevenson gjafir. Þannig kom fulltrúi Kínverja,
sem var kona, með gríðarmikla köku. Þótti mér það
allskrýtið og varð hugsað heim, hvernig það mundi líta
út, ef t. d. forystumenn stjórnmálaflokkanna væru að
halda fund hé'r norður á Akureyri, og einhverjar hefð-
arfrúr bæjarins kæmu arkandi upp á leiksviðið með tert-
ur og annað góðgæti og færðu þeim. Eg held, að ýmsir
mundu brosa í kampinn við þá athöfn. Ollum ræðu-
mönnunum þakkaði Stevenson með handabandi og
ræðustúfum. Mælti hann þar á ýmsum tungum. Þótti
mér fundur þessi fróðlegur og skemmtilegur og hygg
hann muni gefa nokkra hugmynd um, hvernig slíkir
fjöldafundir fara fram þar vestur frá. Auðsætt var, að
þeir, sem stjórnuðu fundarhaldinu, kunnu mjög vel að
hagnýta sér bæði hljómlist og upphrópanir til sefjunar
múgsins, sem á hlýddi.
En fyrst ég er farinn að ræða um kosningarnar, er
bezt að segja þá sögu til enda, eins og ég kynntist henni.
Síðustu dagana fyrir kjördag dvaldist ég í Palo Alto,
sem síðar scgir. Ekki varð þar vart mikils kosninga-
undirbúnings. A degi hverjum snæddi ég hádegisverð
með 6—10 starfsmönnum við Carnegie Institution. Voru
þeir af báðum flokkum, en aldrei var minnzt á kosning-
arnar. Rætt var þar um alla heima og geima, um Súez-
málið, hörmungarnar í Ungverjalandi, en á forseta-
kjörið minntist enginn maður. Fór ég að lokum að hafa
orð á því, að mér kæmi það undarlega fyrir sjónir, hve
fáorðir menn væru um slíka hluti, en var svarað því, að
ekki væri siðvenja að ræða mikið um slíkt.
Hooverturninn.
Um fleira var kosið en forsetann einan. Samtímis var
kosið í ríldsstjórn Californíu og bæði á Californíuþing
og sambandsþingið í Washington. Auk þess fór frarn
þjóðaratkvæðagreiðsla um ýmis lagaboð og ákvæði.
Bæklingur var sendur í húsin, þar sem skýrt var á hlut-
lausan hátt, um hvað lagaákvæði þau fjölluðu, sem
greiða skyldi atkvæði um. Og eitt kvöldið, er ég dvald-
ist þar, fór ég ásamt gestgjafa mínum, dr. Clausen, á
fund, þar sem verið var að skýra fyrir fólkinu, hvað
kosið væri um. Höfðu tvær konur þar framsögu og
svöruðu spurningum fundarmanna. Var fundurinn all-
ur með fræðslusniði en laus við áróður fyrir einni stefnu
eða flokki.
Loks rann kjördagurinn upp. Ekki sást á ytra borði
bæjarlífsins í Palo Alto, að nokkuð óvanalegt væri á
ferðum. Bærinn var jafn rólegur og vant var. Kjörstaðir
voru margir. Einn þeirra var í næsta húsi við það, sem
ég bjó í, fyrir þá götu eða nágrennið. Fór ég þangað
ásamt dr. Clausen. Kosið var í heimahúsum. I beztu
stofunni var kjörstjórnin, skipuð fimm konum, en kosið
var í annarri stofu og kjörklefar aðgreindir með tjöld-
um. Engir umboðsmenn flokka eða kosningaskrifstofa
sáust þar, og enginn bílaakstur var sjáanlegur. Kjörseðl-
Heima er bezt 339