Heima er bezt - 01.10.1957, Blaðsíða 8
stæður. Sáu aðrir bátar einnig hvalinn, en hirtu eigi
um, héldu það vera „sker“ en ekki skepnu. Þetta var
fullorðin steypireyður — með allra stærstu hvölum. Var
þetta byrjun á þeirri miklu auðsæld Eggerts, er æ virt-
ist aukast, þrátt fyrir óvenjulegt örlæti hans og hjálp-
semi við snauða menn. Sjálfur var Eggert fæddur og
uppalinn í sárustu fátækt.
Gamiir
kunnmgjar
eftir Jóh. Ásgeirsson
Formaður nokkur sat við stýri í ósjó miklum. Var
hann mikill neftóbaksmaður, en átti óhægt um
vik að fá sér í nefið. Hann barðist lengi á móti
ástríðunni, en loks gat hann ekki stillt sig lengur
og kvað um leið:
Nú er ekki í nefið grand,
nálgast tekur sorgarvað.
Þótt það kosti líf og land,
leita verð ég bauknum að.
(Þjóðs. Ól. Davíðss.)
Skipinu hvolfdi, og fórust allir, nema einn, er komst
á kjöl.
Vísu þessa hef ég kunnað frá því að ég man fyrst
eftir, að ég færi að læra vísur. Tildrög hennar eru
skráð í Þjóðs. Ól. Davíðssonar, og segir svo þar: „Jón
Jónsson var lausamaður að Skörðugili í Skagafirði, á
fyrri hluta þessarar aldar. Jón var kallaður að auknefni
„Skarði“. Fjáður var hann ekki, en hest átti hann þó
afar góðan, rauðskjóttan að lit, sem enn er kunnur í
Skagafirði og kallaður var Skarða-Skjóni. Um hann og
Jón var þetta kveðið:
Þófa ljóna þýðastur
þýtur um frónið harða,
er hann Skjóni auðþektur
undir Jóni — Skarða.“
Þá koma hér þrjár vísur, gamlir húsgangar, sem oft
voru kveðnar í Laxárdal, fyrir 25—30 árum:
Kaffið henni kemur bezt,
kalt svo enni hlýni.
Laufa-spenni langar mest
að hfa á brennivíni.
Vísa þessi er úr Þórðar rímum, eftir Hallgrím Jónsson:
Við skulum tveir á hólmi hér
hefja geira messu,
þó ei fleiri fylgi mér
firðar eiri þessu.
Þessi síðasta vísa er eftir Jón á Víðimýri:
Fyrir allt mitt ferðalag
fæ ég litla borgun.
Nú má ekki drekka í dag,
ef duga skal á morgun.
Ein var sú vísa, eftir Sigurð Breiðfjörð, sem oftar var
kveðin en flestar aðrar eftir hann í Dölum. Og sérstak-
lega var það þó einn maður öðrum fremur, sem kvað
hana oftast. Það var Hjörtur sterki á Skarði, eins og
hann var venjulega kallaður á sínum yngri árum, þegar
hann var á Skarði á Skarðsströnd.
Hann tuggði mikið, og spýtti þá oft mórauðu, eins og
það var orðað, og sagði þá oft „karl minn“, því það er
máltæki hans. En þegar hann hallaði sér upp í rúmið
í rökkrinu á kvöldin, þá kvað hann sína uppáhalds vísu:
Hvals um vaðal vekja rið
vindar aðalbornir.
Holgómaðar hrína við
hrannarstaða nomir.
Önnur vísa, eftir Breiðfjörð, kemur í hugann, sem
margir kunna, en með hana var ekki eins oft farið:
Viðkvæmnin er vanda-kind,
veik og kvik sem skarið,
veldur bæði sælu og synd,
svo sem með er farið.
Þá verður getið hér nokkra vísna, sem kunnar eru í
Dalasýslu, einkum á Skarðsströnd. Og styðst ég að
mestu um tildrög þeirra við æfisögu Magnúsar Ketils-
sonar sýslumanns, ritaða af Þorsteini Þorsteinssyni, fyrr-
verandi sýslumanni Dalamanna.
Brynjólfur Bjarnason, ríka, og Ingibjörg Pálsdóttir
bjuggu í Fagradal. Um þau var þetta kveðið:
328 Heima er bezt