Heima er bezt - 01.10.1957, Blaðsíða 6
Skipum kennar lilekktist aldrei á
eftir J. M. Eggertsson
INNGANGUR.
Veturinn 1914—15, á fyrsta ári heimsstyrjaldar-
innar fyrri, var ég, sem þetta rita, til heimilis
að Arngerðareyri við ísafjarðardjúp. Þar var
þá miðstöð margra vega, bæði á sjó og landi,
eins og þar er reyndar enn, þótt samgöngur séu nú
miklu fullkomnari og á annan hátt en þá var.
Gestagnauð var mikil á Arngerðareyri, þar var póst-
og símastöð, endastöð Djúpbátsins og verzlunarstaður,
er sótt var til úr öðrum sýslum yfir heiðar og fjall-
vegi.
Síðla þetta haust, 1914, gisti að Arngerðareyri aldr-
aður maður norðan úr Strandasýslu. Fékk hann gist-
ing í rúmi á dyralofti, þar sem ég hafði svefnból.
Maðurinn virtist fróður og minnugur, og sagði hann
mér margt úr sínu byggðarlagi.
Meðal annars bar á góma slysfarir, er orðið höfðu
á sjó þá um sumarið og haustið, bæði við Breiðafjörð
og á Ströndum norður. — „Það sér á,u mælti hann.
„Nú eru fleytur Gunnu fótalausu ekki lengur við
líði. — Skipwn hennar hlekktist aldrei á!“
„Hvað ertu að segja, maður?“ varð mér að orði:
„Atti fótalaus kona fjölda skipa?“
„Nei,“ svaraði sögumaðurinn. „Ég hef ekki hevrt
þess getið, að hún hafi sjálf átt bát, en hún smíðaði
báta og skip fyrir aðra, meira að segja hákarlaskip.
Það voru vönduðustu fleytur, sem þekkst hafa á
Ströndum. Hún smiðaði 38 báta og skip. En nú eru
þeir úr sögunni, enda svo langt um Iiðið.“
Ég nefni hér ekki nafn sögumannsins, því hann bað
mig þess, að nefna sig ekki í sambandi við söguna.
Menn voru svo undarlega varkárir á Vestfjörðum áður
fyrri — þó ekki án undantekninga — að beiðast þess að
hafa ekkert eftir sér, nefna sig ekki sem heimildar-
mann eða sögumann. Ekki veit ég, hvort þetta er ein-
kennandi fyrir Vestfirði eina, en svona var það iðu-
lega í mínti ungdæmi, ef menn héldu að ætti að skrá-
setja eitthvað eftir þeim.
Sögumaður minn mundi vel Gunnu fótalausu, síð-
ustu ár hennar. Hann var drengur um tíu ára aldur,
er hún dó, og var á annan hátt nákominn henni, með
því hann ólst upp á sama heimili og hún dvaldi síðustu
árin. Er hér farið eftir sögusögn þessa manns, frum-
atriðum, er ég hripaði upp þá strax um nóttina, enda
þótt unglingur væri, þreyttur af löngu og erfiðu dags-
verki og svefnþurfi. En ég varð allur að „augum og
eyrum“, eins og sagt var, svo mjög fannst mér til um
frásögn þessa.
Síðan hef ég borið þessa fyrstu uppskrift mína
saman við ýmsar aðrar heimildir, kirkjubækur, annála
og fræðimenn. Ég hef vandlega borið saman öll gögn,
valið og hafnað, og aðeins tekið það eitt í frásögn
mína hér, eftir nákvæman samanburð, er sannast virð-
ist og réttast.
Kemur svo frásögnin. Fyrirsögnin er sú sama og
fyrst var sett:
Örkumla kona,
frægasti skipasmiður á Ströndum.
Smíðaði 38 báta og skip.
„Skipum hennar hlekktist aldrei á.“
Svo bar til að morgni, aðrir segja að kvöldi, þess
9. marz 1785 — í Móðuharðindunum svo nefndu — að
skinhorað stúlkubarn í sundurtættum fatalörfum og að
nokkru hálfnakið kemur skríðandi heim í hlaðvarp-
ann að bænum Brekku í Gilsfirði, en það er sá bær,
er næstur er Steinadalsheiði, er liggur á milli Breiða-
fjarðar að sunnan og Strandasýslu að norðan. Barnið
var skaðkalið og nær dauða en lífi; en fyrsta bón
þessa aðframkomna stéilkubarns, eftir að hafa tekizt að
gera sig skiljanlega, var, að beiðast hjálpar til handa
móður sinni, er hún hafi orðið að yfirgefa ósjálfbjarga
uppi á heiði. Þær hafi lagt af stað að norðan, úr Kolla-
firði á Ströndum, fyrir þrem sólarhringum, svangar
og klæðlitlar, en fengið áhlaupabyl á heiðinni með
hörkufrosti, — enda var þetta í miðgóu 1785, — eins og
framan er sagt í Móðurharðindunum — mestu harðind-
um, sem yfir fsland hafa gengið.
Móðirin fannst síðar á Steinadalsheiði, þá löngu látin,
en dótturinni var hjúkrað á Brekku, eftir því sem föng
voru til á þeim hörmungatímum. Varð hún að lokum
grædd að öðru leyti en því, að htin missti framan af
báðum fótum upp í ristarlið. Stúlkubarn þetta hét Guð-
rún Bjarnadóttir og mun hafa verið um 13 ára aldur,
er þetta skeði. Var hún eftir þetta nefnd „Gunna fóta-
lausa“ og varð kona fjörgömul. Hún andaðist 4. febrúar
1859 að Reykjanesi í Víkursveit á Ströndum, 88 ára
að aldri.
Eftir að hún var gróin kalsáranna, eru munnmæli,
nokkurn veginn áreiðanleg, að hún hafi lent út í
326 Heima er bezt