Heima er bezt - 01.10.1957, Blaðsíða 27
Höfundur: TOP NAEFF . Þýðandi STEFÁN JÓNSSON, námsstjóri
SKÓLASAGA FRÁ HOLLANDI
ELLEFTI HLUTI
OG
YINSTÚLKUR
HENNAR
Nú myndu vinstúlkur hennar ávarpa hana alveg eins
og áður: Vertu sæl, Jóhanna! — Góða nótt, Jóhanna.
Nú var bezt að fara snemrna að hátta. — Jóhanna
ákvað að brenna myndina af liðsforingjanum strax og
hún kæmi upp. — Hún sagðist vera slæm í höfðinu og
bauð öllum góða nótt. — „Góða nótt, herra liðsfor-
ingi,“ sagði hún og tók lauslega í hönd van Gelder.
„Ég heiti Hermann,“ leiðrétti hann kurteislega.
„Sofðu nú vel, kæri sessunautur og dansfélagi.“
Saman-tvinnuð blótsyrði voru nær því hrokkin af
vörum Jóhönnu, en hún stillti sig og gekk út úr stof-
unni, virðuleg og prúð, eins og hún átti vanda til. —
En þegar hún kom út á ganginn, og stofuhurðin hafði
lokast á hæla henni, sneri hún sér við, steytti hnefann
í áttina að dyrunum, hvíslaði með samanbitnum tönn-
um: „Þú ættir ekki að reyna aftur að senda þinni „elsku-
legu borðdömu“ annan blómavönd, þegar þú átt
við Sesselju, en ekki mig, svikarinn þinn.
VII.
ÁÆTLANIR UM FRAMTÍÐINA
Þótt Jóhönnu þætti þetta allt mjög leitt, og þótt hún
fyriryrði sig fyrir barnaskapinn þá flýtti hún sér í skól-
ann næsta dag, og áður en hringt var í kennslustund,
hafði hún sagt vinstúlkum sínum frá trúlofun systur
sinnar með hvíslandi, dulmögnuðum orðaflaumi. Þetta
var þung raun fyrir hina ástsjúku, vonsviknu ungmey,
og ekki bætti Lilja úr fyrir henni, er hún hreytti út úr
sér óþarflega hátt, með uppgerðar vorkunnsemi:
„Það var verst, að þú vissir þetta ekki fyrr. Þú hefðir
þá getað sagt, að myndin innan í úrinu, sem þú barst
við brjóst þitt, væri af mági þínum en ekki föður-
bróður!“
Annars var allur þessi dagur Jóhönnu þungur í skauti.
Þegar hún kom heim úr skólanum, var í undirbúningi
matarveizla heima hjá henni til heiðurs hjónaefnunum.
Veizluföngin voru keypt í veitingahúsi í næstu götu,
og illa b.á Jóhönnu, þegar hún þekkti þjóninn, sem
veitingahúsið hafði sent með veizlukostinum til að ganga
um beina. Það var sá sami og gengið hafði um beina
hjá Berends-fjölskyldunni á dansleiknum fræga, og það
var einmitt hann, sem seinna hafði fundið úrið hennar
með myndina af Gelder liðsforingja undir afturlokinu.
Og enn eitt óhappið þennan dag, er myndasmiður-
inn sendi heim myndina af Jóhönnu. Allir sögðu að
myndin líktist henni, en vegna hárgreiðslunnar væri
hún alltof fullorðinsleg í útliti.
Með hverjum deginum, sem leið, hlýnaði í lofti.
Vorið var komið, og sumarið í nánd. Sólskinið og veð-
urblíðan hafði áhrif á unglingana. Þeir urðu fráhverfir
skólunum og stunduðu námið af minni áhuga, en á
kyrrum, köldum vetrarkvöldum. Varla leið sá dagur,
að ekki kæmi eitthvað fyrir í skólanum. Marga þurfti
að áminna, og oft varð einhver stúlkan að „sitja eftir“.
Þetta snerti þó ekki Jennýju. Hún sat þetta vor í
kennslustundunum, kyrrlát og hugsandi. Tónlistarskól-
inn átti hug hennar allan. Hún stundaði þar námið
af áhuga og tók ágætum framförum. Hún var svo þakk-
lát guði og hamingjusöm, vegna sönggáfunnar, að allir
erfiðleikar gleymdust.
Eitt kvöld, er hún kom heim af söngæfingu, þar sem
áheyrendur höfðu setið hrifnir og hugfangnir og hrós-
að henni á eftir, kraup hún á bæði kné, er hún kom inn
í herbergið sitt, og þakkaði guði af hrærðu hjarta fyrir
að hafa gefið sér söngrödd. Litlu síðar skrifaði hún
bróður sínum bréf, en nú leið að þeim tíma, sem áætlað
var að hann kæmi heim. í því bréfi sagði hún meðal-
annars þetta:
„Kæri bróðir! Ég hlakka til, þegar þú kemur heim.
Það er nokkuð, sem ég má ekki segja þér, sem á að
koma þér á óvart, er þú kemur heim. Ég get varla
þagað yfir því. — Heyrðu! Hvernig fyndist þér það,
að eiga systur, sem yrði fræg? — Nei, ég má ekki
segja meira. Ég verð víst að vera enn eitt árið í skól-
anum. Er það ekki leiðinlegt? En ég verð víst að sætta
mig við það, eins og aðrir.“
Heima er bezt 347