Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 2
A ferð og flugi Hverju sinni, er vorar, er eins og fólkið verði gripið óróleika, og þá hefjast ferðalög manna, ekki aðeins um landið sjálft, heldur einnig út yfir pollinn. Þegar snemma á útmánuðum taka ferðaskrifstofurnar að aug- lýsa hópferðir og fyrirgreiðslu til allra mögulegra landa, en mest beinist þó straumurinn yfir til megin- lands Evrópu og allt suður að Miðjarðarhafi. Svo er aðsóknin mikil að utanferðum á sumrin, að venjulega kemst ekki nema nokkur hluti þeirra, sem æskir að komast með. Farþegarúm á skipum eru pöntuð upp með margra mánaða fyrirvara, og flugvélar fljúga full- hlaðnar farþegum næstum því daglega allt sumarið. Að vísu eru einnig í þessum hópi útlendingar, sem leita hingað til lands, en mikill meiri hlutinn eru íslend- ingar, og miklu flestir þeirra í skemmtierindum. Allt er þetta ævintýri líkast. Vér þurfum ekki að hverfa ýkjalangt aftur í tímann, þegar næstum því mátti telja á fingrum sér þá íslendinga, sem farið höfðu til Parísar, að ekki sé talað um Italíufara. Ferð til Suður- landa var næstum því jafnfjarlæg í hugum almennings og ævintýraheimur „Þúsund og einnar nætur“. Breyting sú, er orðið hefir, er á marga lund gleði- efni. Útþrá og menntalöngun hefur löngum verið Is- lendingum í blóð borin. En að unnt skuli vera að full- nægja þeirri þörf eins og nú gerist, ber vitni um bætt- an efnahag og afkomu þjóðarinnar. Ferðalöngunin hefir ætíð verið fyrir hendi. Einangrunin hefir aldrei verið eðli íslendingsins, þótt þjóðin hlyti að búa við hana öldum saman, sakir fátæktar og legu Iandsins. En allt um það var ísland aldrei fyllilega einangrað. Hingað bárust ómarnir af menningu hins mikla heims, þótt margt af því gengi að vísu fyrst í gegnum danskan hljómgjafa. En nú er öldin önnur. „Nú þora menn um þvera jörð að þreyta skeið, Til Ameríku og Indía- lands er opin Ieið.“ En þótt vér hljótum að fagna því, að svo stór hópur þjóðarinnar, sem raun ber vitni um, skuli geta veitt sér þær unaðssemdir og menntun, sem ferðalög meðal fram- andi þjóða óneitanlega eru, þá hlýtur einnig sú spurn- ing að vakna, hvort allt sé með felldu um þessi ferða- lög? Hvort þau veiti þjóðinni jafnmikið og þau kosta hana, og hvort ekki væri unnt að afla sér jafnmikillar ánægju og menningarauka, og af þeim fæst, með öðrum hætti, sem þjóðinni væri ódýrari, og að minnsta kosti krefðist ekki greiðslu í erlendum gjaldeyri, sem vér öflum oss með súrum sveita, og alltaf er brýn þörf fyrir til þeirra framkvæmda, sem vinna þarf til þess, að tryggja tilveru vora í landinu og skapa oss bætt lífsskilyrði. Öld vor er einkennd af eirðarleysi og hraða. Oft kennum vér Ameríkumönnum um hraðann, en sennilega eru Evrópumenn þar engu betri. Ameríka varð ein- ungis fyrri til að skapa hraða í framkvæmdum, og er ekki bundin á klafa ýmissa erfðavenja, eins og Evrópu- þjóðirnar. En ekki tjáir að sakast um hver upphafinu valdi. Eirðarleysið, flugið úr einum stað í annan, er staðreynd austan hafs og vestan, og vér íslendingar er- um þar engin undantekning né eftirbátur. Ég fæ ekki varizt þeirri hugsun, að mörg þessi ferðalög séu fremur sprottin af þessu eirðarleysi tímans, en beinni löngun til að afla sér menningar eða víkka sjóndeildarhring- inn. Ekki er þó hægt að saka þá aðila, sem skipuleggja ferðir. Áætlanir allar virðast gerðar af vandvirkni og þekkingu. En þótt slíkt sé mikilvægt, er það eitt ekki nóg. Spurningin er, hvað vilja menn sjá og heyra, því að allt annað fer fyrir ofan garð og neðan. Það hefir stundum verið sagt um ýmsa þá ferðalanga, sem ekki þekkja aura sinna tal, en ferðast fyrir fordildar sakir, að þeim nægi, ef þeir geti merkt við, við þá staði í ferðahandbókunum, sem taldir eru frægastir og sér- kennilegastir. Vonandi hendir slíkt ekki íslenzka ferða- menn. Fyrir nokkru síðan var smáletursgrein í stærsta blaði landsins, þar sem rætt var um utanfarir, og mjög rómað, hversu gott væri að ferðast á Spáni, sakir hinna ódýru vína, sem jafnvel væru veitt ókeypis á gistihús- unum, þegar vel áraði um uppskeru. Blaðamanninum fannst ekki nema eðlilegt, að slíkir staðir væru keppi- kefli íslenzkra ferðamanna. Enda þótt dropinn sé dýr hér heima, skulum vér samt vona, að menn leggi ekki á sig löng ferðalög í þeim tilgangi einum saman. Það mun vera nokkurn veginn alþjóðlegt éinkenni ferðamanna, að þeir eru síkaupandi, bæði þarfa hluti og óþarfa. fslendingar eru þar engir eftirbátar, enda er venjulega úr fleira að velja og vörur ódýrari handan við pollinn en hér heima. Mörgum finnst áreiðanlega eitt meginmarkmið ferðalags til útlanda sé það að heim- sækja tískubúðir og vöruhús. Smekkur manna er misjafn, sem betur fer. Einum geðjast þetta, öðrum hitt. Þessvegna verður það, sem menn sækja í ferðalaginu jafnfjölbreytilegt og menn- irnir eru. En eitt skulum vér hafa hugfast. Utanfarir eru ekki með öllu einkamál hvers einstaklings. Gjald- eyririnn, sem þau kosta, er að nokkru leyti sameign 184 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.