Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 11
Og Solveig litla vefur báðum handleggjunum um hálsinn á gömlu konunni. „Skilaðu kveðju til mömmu þinnar og segðu henni, að ég hafi fyrirgefið drengnum hennar.“ Solla ætlar að fara aftur, en Gerða býður henni sæti. „Eitthvað verð ég að fá að gera þér gott, barnið mitt, „og ef til vill á ég eitthvað til að sýna þér.“ Þegar Solla hefur þegið góðgerðir, þá opnar Gerða kommóðuna sína. Barninu finnst það horfa inn í töfra- heim. Hún Gerða átti svo margt fallegt í skúffunum. Einn kassa opnar hún ekki. En barninu verður því meira starsýnt á hann. Ofan á lokið eru límdir alla vega iitir kuðungar og smáskeljar. Gerða tekur eftir augna- ráði litlu stúlkunnar og lýkur upp kassanum. „Þetta eru bamagullin mín. Mér voru gefin þau,“ segir hún með lotningu. Solla litla þorir ekki að snerta á neinu þeirra. Það eru undurfagrir hörpudiskar og kóralskeljar, kuðungar og fleira. „Nú hef ég víst ekki fleira að sýna þér,“ segir gamla konan. Solla þakkar fyrir sig. En augu hennar hvíla án afláts á skáp úti í horni — rétt eins og hún byggist við að hann lykist upp og út úr honum svifi dásamlegt ævintýri. Gerða les í huga hennar, gengur að skápnum og opnar hann. Barnið rekur upp undrunaróp. Skápurinn er fullur af bókum. Hún horfir á þær um stund og spyr svo hik- andi: „Hefur þú lesið allar þessar bækur?“ „Já, Solla litla. Tíminn líður fljótar, hafi maður góða bók að líta í.“ „Þú hlýtur þá að kunna voða mikið af sögum. Viltu ekki segja mér eina. Það hefur enginn sagt mér sögu, síðan amma dó.“ Það er söknuður í rödd litlu stúlk- unnar og bæn í augunum. Gerða horfir hlýlega á hana og segir: „Seztu þá hérna hjá mér, og ég skal segja þér stutt ævintýri.“ Þær setjast, og Gerða tekur til máls: „Á sólgylltri klöpp við hafið sitja tvö börn. Hugur og Ósk heita þau. Þau leika að skínandi gimsteinum og gullhörpudiskum, sem Ægir konungur hefur gefið þeim. Hugur býr til kórónu úr gimsteinunum og krýnir Ósk litlu með henni. — Nú ertu drottningin mín, segir hann. Og Ósk litla raðar gulldiskunum sínum á klöppina, því að nú halda þau brúðkaup sitt. Og á klöppinni þeirra er alltaf sumar. Sólin gengur þar aldrei undir. Stundum sitja börnin og horfa til hallar Ægis. Þau hlusta hugfangin á hljómana, sem berast þaðan, þegar hirðdansinn er stiginn. Ægir konungur á beztu dans- meyjar, sem finnast. Og er þær hafa skemmt konungi, er skap hans svo létt, að hann sendir bömunum ný men upp að klöppinni. Og bömunum þykir vænt um kon- unginn sinn, — en ennþá vænna þykir þeim þó hvom um annað. Tíminn líður, og börnin verða stór. Hugur gerist víkingur. Hann ber af öllum víkingum konungs, og konungurinn fær honum skrautlegri og betri skip en nokkmm hinna. Eitt sinn, þegar hann er ferðbúinn að sigla, kemur hann að máli við Ósk. Kveðst hann muni verða lengi að heiman og biður hana að gleyma sér ekki. — Þér gæti ég aldrei gleymt, Hugur, svarar hún. — Viltu þá gefa mér hjarta þitt, áður en ég fer? spyr hann. Hún svarar: — Það hef ég gert fyrir löngu. Og víkingurinn fagri hallar henni að brjósti sínu. Nú er hún orðin drottningin hans. Þegar skipið hans fer í víking, stendur Ósk á klöpp- inni og veifar, unz gullin seglin hverfa við hafsbrún. En þegar hún snýr heim aftur, gengur Ægir kon- ungur til móts við hana. Hann býður henni arm sinn og biður hana að ganga í höll sína. — Drottning mín skaltu verða, segir hann. — Eigi get ég það, herra, segir hún. Ég er heitin yðar hraustasta víkingi. — Þá mun það Hugur vera, segir konungur. — Víst er svo, svarar hún. Konungurinn segir: — Eigi að síður skalt þú verða drottning mín. En Hugur skal minn æðsti maður verða. Hún svarar: — Eigi er það yður sæmandi, herra, að víkingur yðar eigi hjarta drottningarinnar, og skulið þér því annars staðar leita. Þá reiddist Ægir konungur, og rödd hans var ógn- þrungin, er hann mælti: — Gangir þú ekki að boði mínu, skal Hugur deyja. En gefir þú mér hjarta þitt, bjarg- arðu lífi hans. Ósk svarar: — Eigi get ég gefið það, sem er annars eign. En vilji Hugur með því kaupa sér líf, er það á hans valdi. Konungur segir: — Þá gerum við Hugur út um það, er hann kemur úr víldng. Síðan gekk konungur í burtu, en Ósk gekk aftur út á klöppina við hafið. Tíminn leið, og loks kom Hugur úr víking. Ósk ætlaði þegar að ganga til fundar við hann, en Ægir konungur kom þá í móti henni og mælti: — Nem þú staðar og heyr mál mitt. Þið Hugur hafið nú bæði misboðið mér. En eigi lét ég þó taka hann af lífi, heldur skuluð þið bæði í álögum vera, þar til kærleikur mann- anna leysir ykkur af þeim, og mun það seint verða. Þú skalt svo ófrýn verða, að forðist þig allir, fordæmi og hæði. En Hugur skal ár eftir ár sigla um höfin — að leita þín, — en þekkja þig ekki. Aftur á móti skalt þú þekkja hann, og hvar sem þú sérð á gullofin segl á sjónum, mun þar Hugur vera. Einnig legg ég það á þig, að þú sjáir mig á hverjum degi og heyrir rödd mína. Að svo mæltu gekk konungur á burt. En Ósk breytt- ist svo, sem hann hafði um mælt. Ár eftir ár gekk hún á milli mannanna í leit að kær- leikanum, sem átti að leysa hana úr álögunum. En hann var hvergi að finna. Allir hæddu hana og fordæmdu. Á hverjum degi, er hún horfði út á hafið eftir gull- Framhald. á bls. 197. Heima er bezt 193

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.