Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 15
Háttað í björtu Framhald af bls. 188. ———————————— Pabbi lagði sjaldan mikið til mála. Hann var árrisull og vildi gjarnan sofna snemma. Hafði ekki gert víðreist út fyrir fjallahringinn kringum sveitina sína. Borinn og bamfæddur á þessum bæ og ól þar allan sinn aldur, en lét fátt fram hjá sér fara, sem talizt gat til fróðleiks eða skemmtunar. Hann var 17 ára, þegar brann í Sveina- gjá, og fór, eins og fleiri, austur, til að sjá þær hamfarir. Einnig var hann einn af fjómm ungum mönnum, sem fór um hávetur með föggur sínar og tjöld á sleðum suður í Dyngjufjöll, þegar eldamir brannu þar 1874, og skoðuðu Oskju, sem þá var í smíðum hjá máttarvöld- unum. Þá hafði hann verið á þjóðhátíðinni á Akureyri, þegar Helgi magri var leikinn, verzlaði við Preða og Laxdal og kunni vel að vera með Bakkusi án skandala, fara í hestakaup og gleðjast með glöðum. Þetta var allt gott innlegg í kvöldræður. Mamma sagði okkur frá bernsku sinni á Haganesi og æskuáram á Skútustöðum, samtímafólki á því fjölmenna heimili og fólki frá liðinni tíð, sem móðir hennar og fóstra höfðu sagt henni frá. Hún lýsti félagslífi, skóla- haldi og vakningaröldu, sem gekk yfir um 1880. Sagði okkur frá dvöl sinni á Laugalandi og ferðasöguna þang- að, og talaði um menn og konur, sem hún hafði kynnzt í Eyjafirði. Vinnumaðurinn, bróðir mömmu, var búfræðingur frá Olafsdal og átti sína sögu og minningar frá því merka menningarheimili. Þá var konan hans, hreppstjóradóttir úr Strandasýslu, með sínar minningar og sagnir um merka menn og siðu og háttu síns héraðs. Þannig var alþýðufræðsla þessarar kynslóðar, sem nú er bráðum horfin sýnum, tengiliðurinn milli fortíðar og nútíðar. Rökkrið er orðið að myrkri. Fólkið þagnar og sofnar. Lítil stúlka liggur lengi vakandi í rúmi sínu undir skar- súð. Hún hefur hlustað með athygli á tal fólksins og hugsar mikið um allt, sem það hefur séð og lifað. Hana dreymir vökudrauma, og hún ætlar að ferðast víða, læra margt og kynnast mörgu, þegar hún er orðin stór. Steingerður Framhald af bls. 193. ■ ofnu seglunum, hillti upp höll Ægis, og rödd hans dun- aði í eyram hennar. Stundum sá hún gullofnu seglin. Þá hljóp hún fram á malarkambinn. En í því hurfu þau bak við bárufald. Þá hló Ægir konungur, svo að fjöragrjótið nötraði. Og Ósk hélt áfram að ganga milli mannanna. Að lok- um var þrek hennar á þrotum. Þá leit hún enn út á hafið. Hún sá Ægi konung og heyrði rödd hans, — og hún sá meira. Gullofin segl blikuðu við ströndina. Hún tók viðbragð og hljóp niður í flæðarmálið, en í því hurfu seglin, og Ægir konungur hló dátt í höll sinni. Þá var Ósk allri lokið. Hún fleygði sér niður í fjöru- grjótið og grét. Lítil stúlka hafði setið í fjörunni og leikið sér að skeljum og kuðungum. Nú stóð hún á fætur og strauk Ósk um vangana. — Lofaðu mér að reyna að hjálpa þér á fætur, sagði hún og rétti fram báðar litlu hendurnar sínar. Þá rofnuðu álögin, og Ósk sat aftur á sólroðnu klöpp- inni við hafið. Skip með gullroðnum seglum vaggaðist mjúklega framan við klöppina. í lyftingu stóð Hugur víkingur í gullinni skikkju, og undan gullhjálminum flóðu gullnir lokkar niður á herð- arnar. Víkingurinn stökk upp á klöppina og hrópaði: — Óskin mín! Loksins hef ég fundið þig aftur. Hann tók hana í faðm sér og bar hana út í skipið. Og vindurinn fyllti seglin og bar þau heim í ríkið hans. Nú var hann orðinn konungur. Valdi Ægis var lokið. Þegar litla stúlkan rétti Ósk hendurnar, hafði hann sprungið í höll sinni...“ Gerða þagnar og starir fram undan sér. „Er nú ævintýrið búið?“ spyr Solveig litla. „Já,“ svarar Gerða. „En hvað það var gott að Ósk losnaði úr álögunum og vondi kóngurinn sprakk,“ segir barnið. Gerða lítur á hana og svarar: „Já, en það var litlu stúlkunni að þakka. Mundu það, að litlar hendur geta brotið hlekki, en því aðeins, að sá sé góður, sem á þær.“ „Ég skal muna það, Gerða mín,“ segir Iitla stúlkan. Svo leggur hún hendurnar um hálsinn á gömlu konunni og kyssir hana fyrir söguna. Þegar hún svo Ioks er ferðbúin, segir hún: „Má ég ekki koma oftar til þín. Viltu ekki segja mér sögu aftur?“ Gerða brosir: „Jú, Solla mín. Komdu eins oft og þú vilt. Ef til vill man Gerða gamla eitthvað til að segja þér.“ Pah logar í fjallinu Norður í Vestur-Grænlandi er fjall, sem logað hefur í um 30 ár. Fyrst, er eldsins varð vart, hugðu menn, að um eldgos væri að ræða, en við athugun kom í ljós, að kviknað hafði í olíubornum leirsteini og kolalögum, sennilega vegna nún- ings frá skriðufalli. Fjallið liggur afsíðis, svo að fáir leggja þangað leiðir sínar, enda er ekki hættulaust að fara þar um. Svo er heitt á yfir- borðinu, að ómögulegt er að standa kyrr, og sífellt er hætta á að jörðin skríði fram og maður grafist í glóandi grjót og ösku. Eldurinn er að vísu niðri í jörðinni, en við og við hrynja hin brenndu lög niður, svo að nýtt súrefni berst að eldinum. Er því óvíst með öllu, hvenær slokknar í glæðun- um. Minnast má þess í þessu sambandi, að í fornum ritum íslenzkum er talað um Eisunes (eisa = eldur) á þessum slóð- um á Grænlandi. . Heima er bezt 197

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.