Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 23
Þeim fannst þær vera of fínar í svona ferð. Nanna hafði haft nóg að gera um morguninn, að þurka upp silfurmuni og borðbúnað allan, og koma öllu á sinn stað. Maud hafði farið upp í kirkjugarð, og þar hafði litla Jenný lagt blóm á leiði hinnar látnu föðursystur sinnar og nöfnu. Þar hafði Maud, hljóð og alvarleg, í fyrsta sinni sagt litlu Jenný frá frænku hennar, sem dó svo ung. Litli óvitinn horfði á alvarlegt andlit móður sinn- ar og virtist hlusta. Klukkan um fjögur hafði svo Maud skilið litlu stúlk- una eftir hjá frú Terhorst, og þar ætlaði hún að borða um kvöldið. „Veiztu, hvað við ætlum að gera?“ sagði Lilja. „Við ætlum að ganga fyrst niður að skóla, og sjá þegar stúlk- urnar koma út.“ „Samþykkt. — Samþykkt,“ hrópaði Maud glöð. Eftir litla stund stóðu þessar fjórar, fínu frúr og ungfrúr við dyrnar á sínum gamla skóla. Einn kennarinn stóð við útidyrnar og kvaddi stúlk- umar með handabandi, eins og þar var venja. „Eruð þér að sækja einhvern nemanda, frú,“ spurði kennslukonan, er Nanna tyllti sér á tá og leit yfir hóp- inn. Sannarlega hljómaði orðið frú vel. „Nei, nei,“ svaraði Nanna kurteislega. „Við komum bara að gamni okkar.“ Fjöldi ungra stúlkna streymdi út um skóladyrnar og góndu forvitnislega á þessar fjórar, ókunnu „dömur“, sem stóðu við dyrnar. Ungfrú Príor leit út í skóladyrnar. Fyrst tók hún ekki eftir gestunum, en svo sá hún þær vel. Hún hneigði sig fálega. „Hneigið ykkur djúpt,“ hvíslaði Nanna. Þær hneygðu sig allar djúpt og hátíðlega. Þær nutu þess, að vera ekki á skólabekk í dag. Andlit ungfrú Príor hvarf úr dyrunum, en kom strax í ljós aftur, og nú hafði ungfrúin jafnað sig eftir hina óvæntu gestkomu. Hún sneri sér að Jóhönnu og sagði kurteis og lítillát: „Eruð þér að bíða eftir ein- hverjum, Jóhanna.“ Og Jóhanna svaraði samstundis, og var óþarflega hátíðleg: „Nei, þakka yður fyrir, en frúin þarna,“ hún benti á Nönnu, „bíður eftir systur sinni, en það lítur út fyrir að hún sé farin.“ Jóhanna lagði sterka áherzlu á orðið frú, þegar hún benti á Nönnu. „Verið þér sælar, ungfrú Príor. — Komið þið, stúlk- ur mínar.“ „Nú eru það kökurnar. — Ég borga,“ tónaði Jó- hanna. „Ætli þær þekki okkur enn þá,“ sagði Maud. — Jú, vissulega þekktu þær sína gömlu viðskiptavini. Sú slétta var fyrir innan borðið. Hún tók þeim eins og þær hefðu verið þar daginn áður, og þekkti þær allar. Nú er langt síðan ungfrúrnar hafa verið hér,“ sagði hún glaðlega, eins og hún vildi bjóða þær velkomnar. Þær þurftu ekki að nefna kökutegundirnar. „Þessar venjulegu,“ sagði sú slétta. „Náttúrlega,“ svaraði Jó- hanna hlæjandi. Sú hrokkna kom líka fram og ýtti til þeirra stólum. Þær voru nú of stórar til að sitja upp á borðinu. Maud horfði á blett á veggnum, þar sem málningin var skemmd. Þar var uppáhalds sæti Jennýjar. En hún sagði ekki neitt. „Manstu eftir því, og manstu eftir því,“ hljómaði glaðlega í litlu búðinni. — Kökurnar vöktu upp gamlar minningar. Gamlar skopsögur og snilliyrði flugu um búðina. Gleðin varð hávær. — Nanna lyfti köku hátt, — hana vantaði glas, og hélt svolátandi ræðu: „Kæru frúr og ungfrúr. Leyfið mér að borða þessa köku, til minningar um gamla og nýja vináttu og órjúf- andi tryggð. Látum þessi órjúfandi vináttubönd aldrei slitna, og gefum öðrum þannig gott eftirdæmi. — Vin áttan lifi!“ „Samband okkar lifi,“ hrópuðu allar í einum kór. Sú slétta og sú hrokkna drógu sig í hlé. Nanna lauk við kökuna. „Hve margar hefurðu borðað?“ spurði Jóhanna. „Þetta var sú fimmta,“ var svarið. „Alveg eins og áður,“ sögðu hinar. Endir. • « • VILLI Heima er bezt 205

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.