Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 13
Fjórar árþúsundir merktar á sama stofni. Tveim þúsund árum fyrir Krists burð óx viðarteinungur þessi úr grasi, þar sem merkið 1 er. Talan 2 stendur við árið um 500 f. Kr, eða á sama tíma og Darios Persakonungur herjaði á Grikki. Talan 3 stendur við árið 828, eða nær hálfri öld áður en Ingólfur Arnar- son settist að á íslandi, og loks er talan 4 sett við hring ársins 1957, þegar tréð var höggvið. Myndin sýnir ljóslega, hvemig stofn- arnir vaxa hver utan á annan að kalla má. flestur annar gróður skrælnar með öllu sakir þurrka. En þetta er ekki einungis reynsla með broddfuruna, heldur virðist hið sama eiga sér stað með þá einstaklinga af ýmsum öðrum trjátegundum þar vestra, sem óvana- lega háum aldri ná. En þar í Californíu eru margar teg- undir trjáa, sem mjög verða gamlar, þótt langt standi þær að baki þessum methöfum ellinnar. En um brodd- furuna er það staðreynd, að hvar sem veruleg svæði eru vaxin henni, þá eru þar vitanlega, sem í öðrum skógum, tré af ýmsum aldri, en ekki þýðir að leita hinna mjög gömlu trjáa annars staðar en þar, sem þurrast er og veðurnæmast. En vöxturinn er hægfara. Viðarteinung- ar með einungis nokkurra þumlunga gildan stofn að þvermáli, geta verið nokkur hundruð ára gamlir. Um alllangt skeið hafa amerískir vísindamenn lagt mikið kapp á að leita uppi gömul tré, því að í árhring- um þeirra má að verulegu leyti lesa árferði liðinna alda. Einkum er þetta mikilvægt í þeim héröðum, sem eru þurrviðrasöm og sveiflur í úrkomunni tíðar. Fom- fræðingar hafa einnig fylgst með þessum rannsóknum af kappi, því að fátt hefir reynzt öruggara, til að ákveða aldur ýmissa fornleifa, en samanburður við árhringa gamalla trjáa, sem enn lifa. Má nefna sem dæmi, að í gömlum rústum Indíána finnast oft viðarleifar, en sam- anburður árhringa þeirra og núlifandi trjáa, sýnir oft, svo ekki verður um villzt, hvenær trén í Indíánabýl- unum hafa verið felld. Til þess að rannsaka aldur trjáa er ekki lengur nauð- synlegt að fella þau. Með einskonar bor er náð út grönn- um viðarkjarna frá berki og inn að merg trésins, og síðan er aldurinn lesinn af borkjamanum. Oft er nauð- synlegt að taka borkjarna úr mörgum trjám til saman- burðar. Hafa starfsaðferðir við árhringalestur tekið miklum framförum hin síðari ár, og er hann nú tal- inn fullkomlega öruggur, bæði til að ákvarða aldur trjáa, og einnig til að lesa af þeim sveiflur í árferði. Um mörg undanfarin úr hafa vísindamenn frá Ari- zona-háskóla í Tucson fengizt við þessar rannsóknir, og hefir maður að nafni E. Schidman veitt þeim for- stöðu. Hafði þeim smámsaman með rannsókn ýmissa gamalla trjáa tekizt að rekja með fullkominni ná- kvæmni sveiflur í árferði, og einkum þó úrkomu, um 1600 ár aftur í tímann. Laust eftir 1950 vakti brodd- furan athygli þeirra, og þá var hafin skipuleg leit að hinum elztu trjám af þeirri tegund. Árið 1956 höfðu vísindamennirnir komizt svo á sporið, að þeir þótt- ust geta sagt með fullkominni vissu, að til væru brodd- furutré meira en 4000 ára gömul í Inyo-þjóðgarðinum. Og loks gerðist það s. 1. sumar, að þar fannst heilt skógarsvæði, sem finnendurnir hafa kennt við öldung- inn Methúsalem í Biblíunni, þar sem eru hópar af brodd- furum, sem náð hafa 2000—4000 ára aldri. Þótt rannsóknaraðferðirnar séu fullkomnar, er það ekki eins létt og í fljótu bragði gæti virzt að kanna aldur þessara ævagömlu trjáa. Því er ekki að heilsa, að stofn þeirra sé heill og samfelldur, heldur er hann að öllum jafnaði rifinn, veðraður og svo kræklóttur, að líkast er því, að hver stofninn hafi vaxið utan á annan. Verður oft að taka heila röð af borkjörnum, hvern á eftir öðrum, til þess að endingu að ná inn að miðju trésins. Vænlegast er að ná góðum árangri, ef unnt er að komast að rótarhálsi trésins. Með því að þreifa sig áfram hefir þó vísindamönnunum tekizt að ráða aldurs- gátu þessara margkræklóttu kalviða. Það hefir lengi verið almenn skoðun manna, að feyki- stór tré hljóti einnig að vera mjög gömul. Svo þarf þó Kanna&ur aldur trés. Litla tréð, sem verið er að bora í, er 700 ára gamalt. Stofninn er aðeins 3 þumlungar að þvermáli, og hæðin um einn metri. Heima er bezt 195

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.