Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 29
HEIMA __________ n- BÓKAHILLAN Ólafía Jóhannsdóttir: Rit I—II. Reykjavík 1957. Hlaðbúð. Bókaútgáfan Hlaðbúð hefur heiðrað minningu hinnar merku konu ólafíu Jóhannsdóttur á verðugan hátt með útgáfu þessari. Bókin er að ytri gerð ein hin fegursta, sem út var gefin á árinu, eins og títt er um bækur Hlaðbúðar. Bjarni Benediktsson ritstjóri skrifar þar alllanga ritgerð um Ólafíu og rit hennar. Er hún sam- in af samúð og skilningi á starfi og hugsunarferli hinnar merku konu. Sigurður Baldursson hefur samið nokkrar skýringargreinar við ævisöguna. Rit ólafíu, sem hér eru prentuð, eru tvö: ævisaga hennar, Frd myrkri til Ijóss, og frásagnirnar Aumastar allra, þar sem hún rekur minningar sínar frá starfinu í ósló meðal vandræðakvenna borg- arinnar. Hefur sú bók verið gefin út erlendis í mörgum útgáfum. Ólafía hefur búið yfir ágætri frásagnargáfu. Hún segir látlaust frá, en svo má kalla, að hvert atvik og mynd, er hún bregður upp, verði lesandanum ógleymanleg. Vil ég þar sérstaklega benda á bernskuminningar hennar og suma þætti bókarinnar Aumastar allra, þótt ólíkt sé efnið. En þó er frásögnin ekki meginstyrkur rita hennar, heldur hinn merkilégi persónuleiki, sem stendur að baki viðburðunum, trúarhiti hennar, einbeitni og manngöfgi er svo einstætt. Vafalaust mun marga greina á við ólafxu í trúar- skoðunum hennar, og þeir eiga erfitt með að átta sig á því, hvers vegna hún tekur þessa stefnu, og í sjálfu sér gefur ævisagan þar ekki nægjanlegt svar til fulls skilnings. En allt um það hljóta þó hinir sömu að dást að því, hvernig hún lifði i samræmi við trúar- skoðanir sxnar og fórnaði lífi sínu fyrir þær hugsjónir, sem henni voru helgastar, og þá hljóta menn og fyrst og fremst að dást að mannúð hennar og hjálpfýsi. í ritum ólafíu Jóhannsdóttur kynn- ist lesandinn óvanalegri persónu, furðulegri trúar- og lífsreynslu, en jafnframt leiðir höfundurinn honum fyrir sjónir nokkra harm- leiki mannlegs lífs svo minnilega, að fá stórskáld myndu betur gera. Guðmundur Friðfinnsson: Leikur blær að laufi. Reykjavík 1957. ísafoldarprentsmiðja. Það er ýmislegt líkt með þeim sýslungunum, Guðrúnu frá Lundi og Guðmundi Friðfinnssyni. Bæði hafa tekið sér fyrir hendur að skrifa sögur í hjáverkum frá önnum dagsins, og báðum hefur tek- iit að ná hjarta lesenda sinna. Guðmundur vakti fyrst á sér athygli með snjöllum barnabókum, Bjössa á Tréstööum og síðar Jónsa i Koti. Þá var og fyrstu skáldsögu hans, Mœtti lifs og moldar, tekið með þeim ágætum, að fátítt er. Hin nýja saga er um margt lík hinni fyrri. Höfundur hefur þægilegan frásagnarstfl, sums staðar þó óþarflega langdreginn. Hann nær sér vel niðri í ljóðrænum lýsingum; einkum eru margar náttúrulýsingar hans með ágætum og sýna bæði næmt auga og ágæta frásagnargáfu. Aftur á móti virðist mér mannlýsingarnar oft takast miður. Fólkið verður stundum nær því að vera fágaðar myndir, eins og vér vildum hafa það, en eins og það raunverulega er. Annars er atburðaröð sögunnar eðlileg, og höf. bindur enda á hana á skemmtilegan og frumlegan hátt. Af persónum sögunnar þykir mér Jón gamli ríki raunsannastur. Hann er virðulegur full- trúi hins gamla tíma, sjálfum sér samkvæmur til hinztu stundar. Guðrún frá Lundi: Ölduföll. Reykjavík 1957. Leiftxtr. Guðrún frá Lundi hefur fyrir löngu tekið sér fastan sess xireðal íslenzkra rithöfunda, og þaðan verður henni ekki haggað. Lesend- urnir hafa án áróðurs og samtaka kjörið hana sem vinsælasta rit- höfundinn, eftir því sem skýrslur alménningsbókasafnanna sýna. Og þeim vinsældum breytir hvorki last né lof þeirra, sem um bækur rita. í ölduföllum hefur höf. valið sjávarþorp fyrir vettvang sögu sinnar, og unglingar koma þar öllu meira við sögu en í eldri bók- um höf. Frásögnin er sem fyrr lifandi og fellur sem hægur, breið- ur straumur, og persónurnar koma fram, sjálfum sér líkar frá upp- hafi til enda. Sennilega liggja vinsældir Guðrúnar frá Lundi frem- ur öðru í því, að hún gjörþekkir sögufólk sitt og umhverfi þess og lýsir því og lífi þess án úti'xrdúra og heimspekilegra hugleið- inga. Sagan rennur áfram sitt skeið, líkt og líf flestra manna. Þetta þekkja lesendurnir. Þeim verður þegar í stað hlýtt til sögu- hetjanna og vilja vita um afdrif þeirra, rétt eins og við fylgjumst með lífi og störfum nágranna okkar. Og höf. varast furðuvel öfg- ar og ýkjur. Ef til vill fegrar hún dálítið mannlxfið á stöku stað, en mönnum er nú einu sinni svo farið, að þeir kjósa heldur hið fagra í sögum en hið ljóta. Af því hafa menn nóg fyrir. Af einstökum köflum bókarinnar er meðalasókn Bensa bezti kaflinn, og er vafasamt, hvort höf. hefur tekizt annars staðar betur í fyrri sögum sínum. Zacharias Topelius: Sögur herlæknisins I—III. Matthías Jochumsson þýddi. Reykjavík 1957. ísafoldarprentsmiðja. Fáar bækur eru mér minnisstæðari frá bernskuárum mínum en Sögur herlæknisins. Ég minnist þess enn, hversu ungir og gamlir biðu hvers nýs bindis með óþreyju og lásu sögurnar aftur og aft- ur. Söguhetjurnar fengu sæti í hug manna við hlið kappanna úr Islendinga sögum, og ég held satt að segja, að mörgum hafi fund- izt eitthvað skylt með þessu tvennu. Vafalxtið er, að frásagnar- stíll síra Matthxasar hefur átt sinn þátt í þessu. Og nú eru Sögur herlæknisins komnar út að nýju í þremur gildum bindum, og er útgáfa þessi myndum skreytt, svo sem verið hafa hinar beztu útgáfur sagna þessara á sænsku. Eins og kunnugt er, fjalla Sögur herlæknisins öðrum þræði um þjóðarsögu Finna og Svía um nær tveggja alda skeið (17.—18. öld). Þar er jöfnum höndum skýrt frá ýmsum af örlagaríkustu atburð- unum x sögu Evrópu og skálduðum smáævintýrum söguhetjanna. Lesandinn er leiddur inn í viðhafnarsali Svíakonunga og háaðals- ins sænska og finnska, en einnig meðal óbreyttra hermanna á víg- völlunum og finnskra bænda og borgara. Vera má, að sumum þyki frásagnirnar nú vera um of tilfinningasamar og rómantískar, en ekki trúi ég samt öðru, en að Sögur herlæknisins finni enn hljóm- grunn meðal íslenzkra lesenda. Höfundurinn var eitt af höfuðskáldum Finna, og handbragð Matthíasar hefur gefið sögunum svo rammislenzkan blæ, að oft gleymist, að um þýðingu sé að ræða. Þess vegna ber að fagna því, að ritverk þetta, sem tveir af höfuðskörungum í norrænum bók- menntum háfa um fjallað, skuli nú vera á ný fáanlegt í búningi, sem því hæfir. St. Std. Heima er bezt 211

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.