Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 24
SJÖTTI HLUTI „Mér er nú ekki trúað fyrir svo miklu. Nær væri, að Stefán í Þúfum vissi það. Hann var orðinn svo mikill vinur maddömunnar seinustu dagana, sem hún var hér á Hofi,“ sagði Kristján. „Það var víst alltaf góð vinátta milli þeirra bæja, eins og allra hér í Torfunni. Maddaman hefur þá treyst Stefáni þetta bezt af landsetunum, að fela honum að sjá um reiðhestinn hans séra Jóns sáluga.“ Þá kom Geirlaug auga á Rósu við húrdyrnar. „Hér er kaffi, Rósa mín. Ætlarðu ekki að fá þér sopa með okkur?“ sagði hún. „Ég kem nú bara alveg pakksödd frá Þúfum,“ sagði Rósa en færði sig þó inn úr dyrunum. Kristján sneri sér snögglega við í sætinu og brosti framan í unnustu sína. Honum þótti miður, ef hún hefði heyrt samtalið. „Ég hélt þú sætir við orgelið," sagði hann. Rósa fékk sér hálfan bolla af kaffi til að drekka þeim til samlætis. Svo fór hún að tala við Gerðu, til að bæta fyrir tómlætið, sem hún hafði sýnt henni frammi í bæj- ardyrunum. „Mér heyrðist þú eitthvað vera að minnast á reið- hestinn hans pabba sáluga. Hvað var gert við hann?“ „Ég veit ekkert um hann annað en það, að Anna í Þúfum sótti hann fram á Sel í fyrradag og sagði, að pabbi sinn ætti að hugsa um hann í sumar og slá hann af í haust,“ svaraði Gerða. Rósa ræskti sig. Hann settist enn einu sinni í hálsinn á henni, þessi harði og beiski kökkur. Hún varð að reyna að láta hann ekki buga sig. — Hún fór að masa um það við Geirlaugu, hvað drengurinn í Þúfum væri skemmtilegur og laglegur, og hvað gömlu hjónunum þætti vænt um hann, vegna þess að þau eignuðust aldrei neinn son. „Hann er nú svo sem ekki ófélegur í sjón, manntetrið hann Stefán,“ sagði Gerða. „Og Lauga er bráðlagleg, eins og hinar systumar.“ „Ef ekkert væri nú lakara við hann en það,“ sagði Kristján. „Já, það hefur verið hnýtt í hann og hans skoðanir, en það er þó ekkert annað en heilagur sannleikur, sem hann heldur fram. Hvaða líf er þetta, sem við fátæk- lingarnir lifum, hjá því, sem þeir lifa, sem við vinnum hjá. Maður þrælaði myrkranna á milli fyrir því, sem maður fékk að éta. Ég tel það varla, þó að maður fengi nokkrar spjarir utan á sig og plögg á fæturna. Þetta var nú, þegar maður var í vinnumennskunni. Svo byrjaði maður að eiga sitt eigið heimili alveg eignalaus, og þá byrjar sama hörmungin, að þræla hjá öðrum til að hafa ofan í sig, og verður að vanrækja krakkana og heim- ilið.“ „Þú ert búin að læra af Stefáni, það er auðheyrt,“ sagði Kristján og skellihló. „Nú er ég að hugsa um að fara fram á það að fá annan strákinn hjá ykkur fyrir smala í sumar. Siggi er orðinn allt of gamall og dug- legur til að sitja yfir sárafáum ám. Hann getur hjálpað svo mikið til við heyskapinn.“ „Um það segi ég ekkert nú strax. Þú ert að byrja bú- skapinn, og maður veit ekkert um, hvernig er að vinna hjá þér,“ svaraði hún. „Þar sem unglingar eru á hverjum bæ hér í Torf- unni, myndi þeim ekkert muna um að passa svona tutt- ugu ær fyrir mig,“ sagði Kristján. „Þetta hlýtur að vera leikur fyrir þá, að sitja hjá. Varla hefði verið haft á móti því, ef presthjónin hefðu farið fram á það við ykkur.“ „Ólíklegt þykir mér það,“ sagði Gerða, „en það er nú svona. Þau eru horfin, og mér er næst að halda að við fáum seint eins vinsæla nágranna og þau voru.“ Svo þakkaði Gerða fyrir kaffið og fór heim. Rósu fannst sár broddur í hverri setningu, sem hún hafði sagt. Á hvítasunnudag var messað á Hofi. Þá settu þau Rósa og Kristján upp hringana, en því fylgdi engin við- höfn önnur en sú, að allir fengu kaffi með góðu brauði. Kónumar höfðu nóg til að skrafa um sín á milli á eftir. Þær sögðu, að það hefði víst ekki ætlað að ganga vel að hún setti upp hringinn fyrr en hægt væri að drífa upp ball, en strákurinn, sem spilað hafði á harm- oníkuna á jólunum sællar minningar, hafði flutzt burtu úr kaupstaðnum. Og enginn gat þó dansað án spilara! 206 Heima er bezt /

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.