Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 22
Höfundur: TOP NAEFF . Þýðandi STEFÁN JÓNSSON, námsstjóri BKhJJ SKÓLASAGA FRÁ HOLLANDI OG VIN STÚLKUR HENNAR SEXTÁNDI HLUTI Þegar staðið var upp frá matnum, fylgdi allur hópur- inn litlu stúlkunni til sængur. Þá var hún orðin svo hrifin af Andrési, að hann einn mátti leggja hana í rúmið og breiða ofan á hana. „Það er ánægjulegt, að þið skuluð vera eins og heima hjá ykkur,“ sagði Nanna hlæjandi, þegar hún sá að gest- irnir dreifðu sér um stofurnar og létu fara vel um sig. Karlmennirnir fóru inn í skrifstofu húsbóndans og kveiktu sér í vindlingum. Frú Terhorst fór inn í svefn- herbergi hjónanna, og ætlaði að hvíla sig stundarkorn, en hinar konurnar gengu inn í stofuna aftur. „Gaman er að við skulum vera hér saman, eins og í gamla daga, þótt skarð sé í hópinn,“ sagði Maud. „Stundum á ég bágt með að átta mig á því, að við skulum allar vera miklu eldri en þegar við gengum í skóla saman.“ „Mér finnst ég ekkert vera eldri en þá,“ sagði Nanna. „Og ég get ennþá stungið mér kollhnís,“ sagði Lilja. „Ég reyndi það einn morguninn, heima hjá mér í garð- inum, þegar enginn var nærstaddur." „Það er ekki kvenlegt,“ sagði Jóhanna, „engillinn". „Þú gazt aldrei lært það,“ sagði Lilja stríðin. „Þú varst eitthvað svo stíf. Þú gazt ekkert svoleiðis lært. Þú lærðir ekki að synda og ekki að róa. Ekkert slíkt.“ „Nei. Það er rétt,“ viðurkenndi Jóhanna. „En mig langaði aldrei til þess.“ Og hún huggaði sig við það, að kollsteypur og svoleiðis fíflalæti voru alls ekki lengur í móð. „Þú þarft víst að heimsækja marga hér, Maud,“ sagði Lilja. „Já, fjölda fólks.“ „Ætlarðu að koma til fósturforeldra Jennýjar?" „Nei, að gröf hennar,“ svaraði Maud alvarleg. „Ó, hve hún var alltaf indæl,“ sagði Nanna, og grát- viprur komu í munnvikin. „Ég vona að nafna hennar litla líkist henni sem mest,“ bætti Maud við. „Ég ætla að gera það, sem ég get, til þess að svo verði.“ Maud reis um leið á fætur og minnti pabba sinn á það, að hann yrði að fara að leggja upp, ef hann ætlaði að ná með kvöldlestinni til Haag. Hann fór þá strax að kveðja, og hafði mörg orð um það, hve þetta hefði verið ánægjulegt kvöld. Hann strauk með lófanum um kinn frúarinnar, um leið og hann kvaddi hana, og þakkaði henni boðið. Lilju fannst með sjálfri sér að þetta ætti ekki við, þar sem hún væri gift kona og ekkert bam lengur. Um klukkan tíu fóru gestirnir að tygja sig til ferðar. Mamma Nönnu hafði séð að hún var að fela geispa, og vissi þá að hún myndi vera orðin þreytt, eftir þennan erfiða dag. Allir sögðu að þetta hefði verið ágætt og skemmtilegt kvöld, og Lilja tók það fram, að hún skyldi aldrei framar draga í efa hæfileika Nönnu systur sinnar til heimilishalds. Nanna varð kafrjóð, er hún fékk þessa vel útilátnu gullhamra. „Heyrið þið nú til,“ sagði Jóhanna. „Nú veit ég, hvað við ættum að gera. Við skulum fara niður í brauð- búðina okkar, sem við fórum oft inn í, þegar við kom- um úr skólanum. Við skulum segja sömu setninguna og við vorum þá vanar að segja, sú sem átti aura: „Ég borga. — Ég á aura.“ Þessari uppástungu var vel tekið. Karlmennimir vildu fá að vera með, en það vildu stúlkurnar ekki. Það var því ákveðið að geyma þessa ferð til næsta dags. Þá kvöddu allir ungu hjónin með miklum gleðilát- um. „Og sofið þið nú vel í nótt,“ var síðasta kveðjan. Þegar hjónin vom komin upp í og frúin teygði úr sér í rúminu og reyndi að fá þreytuna úr fótunum, hvíslaði hún að manni sínum, sem líka var lagstur útaf: „Heyrðu, vinur! Ég held ég gæti vel haldið aðra eins veizlu á morgun. Þetta var svo gaman.“ Daginn eftir mátti sjá fjórar hávaxnar stúlkur slaga niður götuna á leið í brauðbúðina. Það vom þær vin- konurnar: Nanna, Lilja, Jóhanna og Maud. Þær römb- uðu þarna eins og í fyrri daga, töluðu hátt saman og áttu einar götuna. Þær vildu ekki vera fínar eða virðu- legar, heldur söknuðu þær þess mest að eiga nú ekki gömlu skólakjólana. Þeir hefðu fallið betur inn í um- hverfið. 204 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.