Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 12
ALDURSFORSETAR JARÐARINNAR - -w-m langan aldur hafa stórviðirnir í Californíu (Sequoia gigantea) verið taldir eiztir allra lif- J andi vera á jörðunni. Hinir elztu þeirra og ' '' stærstu eru taldir allt að 3200 ára. (Hærri tölur, sem sums staðar er getið, eru taldar mjög vafa- samar). Rauðviðurinn (Sequoia sempervirens) nær hins- vegar ekki svo háum aldri, og verður ekki með vissu talinn mikið yfir 2000 ára gamall. Víðsvegar að hafa menn komið, til að dást að þessum öldungum. Og óvíða finnur maðurinn betur til smæðar sinnar gagnvart mikil- leik náttúrunnar en í námunda við þessa ævafornu viði, sem lifað hafa 30 ævir þeirra manna, sem hæstum aldri ná, og hafa verið samtíða nær allri hinni skráðu ver- aldarsögu, og sýnast þó enn standa í broddi lífsins. En nú hefir aldursmeti stórviðarins verið hnekkt svo um munar. Austan við Snæfjöllin í Californíu er einn hinna mörgu þjóðgarða Bandaríkjanna, sem heitir Inyo- Þetta tré hefur lifað yfir 4600 ár. Arhringar, sem vantar, gera nákvæma aldursákvörðun torvelda. Maðurinn á myndinni er dr. Schulmann. Hann heldur um elzta hluta bolsins. Fjarst honum á myndinni er mjó ræma, hulin berki. Það er hinn eini lifandi hluti af trénu, sem enn er eftir. garðurinn, fjöll eru þar sem Hvítufjöll (White Moun- tains) heita, og þarna hafa menn nýlega fundið all- mörg tré, alls 17 að tölu, sem eru yfir 4000 ára gömul, og hið elzta þeirra hvorki meira né minna en 4600 ára. Hjá þessum fornviðum eru stórviðaröldungarnir lítið meira en vel fullorðnir. Þessi gömlu tré heyra til furutegund þeirri, sem köll- uð hefur verið broddfura (Pinus aristata) á íslenzku. Má geta þess hér, að nokkur tré af henni vaxa austur á Hallormsstað, og virðast dafna þar vel. Margir myndu ætla, að tré, sem svo háum aldri ná, myndu lifa við hin mestu sældarkjör, en fjarri fer því. Broddfuran er háfjallatré, vex hún oft í um 3000 metra hæð og'jafnvel ofar, og þar sem elztu trén lifa, er svo þurrviðrasamt, að nærri liggur mörkum trjágróðurs, sakir þurrka. En mikill er munur á útliti og vexti broddfurunnar og stórviðarins. Stórviðurinn er viðarmesta tré jarðar- innar. Til eru að vísu tré, og þar á meðal rauðviðurinn, sem verða allmiklu hávaxnari en hann, því að hann verður naumlega hærri en 70—80 metrar, en gildleiki hans er svo að af ber, því að vel má koma fyrir þægi- legri smáíbúð innan í stofni hans. Ekki bera hinir nær 3000 ára risar stórviðarins nein veruleg ellimörk. Grein- ar þeirra eru hvarvetna barri klæddar, og þótt toppur þeirra sé að vísu oft visinn, þarf það ekki að vera fyrir aldurs sakir. Og árlega bæta þeir vænu viðarlagi utan á stofn sinn. Öðru máli gegnir með broddfuruna. Vöxtur hennar er ætíð fremur hægfara. Hún verður sjaldan mikið yfir 10—12 metrar á hæð, og oft er hún miklu lægri, 3—5 metrar. Gömlu trjánum mætti næstum því jafna við lifandi lík eða ef til vill öllu heldur við karlæg gamal- menni, sem aðeins eiga eftir að gefa frá sér síðasta and- varpið. Bolir þessara trjáa eru lítið annað en veðraðar, mergfúnar leifar, kræklóttar og knýttar. En samt er í þeim örmjó, berki klædd, lifandi æð, sem liggur frá rótum, sem oftast eru naktar, því að vindurinn hefir smám saman eytt jarðveginum kringum þær, og að vesaldarlegri, grænnni limkrónu, sem enn vinnur sitt þrotlausa starf að afla næringar úr íoftinu. í fljótu bragði mætti ætla, að þau tré, sem hæstum aldri ná, byggju að einhverju leyti við betri skilyrði en hin, sem falla í valinn yngri að árum. En fjarri fer því. Allir þessir öldungar lifa við svo kröpp kjör, að furðu sætir. Bæði lifa þeir svo hátt til fjalla, að mjög nálgast efstu skógarmörk, og úrkoma er þar hvarvetna af mjög skomum skammti, og oft koma þar ár, sem 194 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.