Heima er bezt - 01.06.1958, Page 18

Heima er bezt - 01.06.1958, Page 18
Haukur Engilbertsson. ingar en þar voru á boðstólum, enda voru þær fýrst og fremst miðaðar við byrjendur í listinni. Haukur vakti fyrst á sér athygli á landsmóti Ung- mennafélags íslands, sem fram fór á Akureyri 1955, á- samt Kristleifi Guðbjörnssyni. Víðavangshlaupið í vor var sem sé ekki þeirra fyrsti „orrustuvöllur“. Þessir jafn- aldrar háðu þar eftirminnilegt einvígi í 5000 metra hlaupi, og telja þeir, sem það sáu, að það muni seint gleymast. Þeir höfðu forystuna á víxl, en Haukur hafði betur í lokin. Ég veit ekki til að Haukur hafi keppt á opinberu móti síðan, en Kristleifur hefur skipað sér í röð fremstu hlaupara þjóðarinnar síðan þetta gerðist. Nú urðu þeir aftur aðal-keppinautarnir, og allt fór á sömu leið. Og í drengjahlaupi Ármanns, sem fram fór í Reykjavík fyrsta sunnudag í sumri, fór enn á sömu leið, að Haukur sigraði. Ekki er að efa, að Haukur á eftir að láta að sér kveða á hlaupabrautinni. Beztu árin eru nú fram undan. Ekki er ósennilegt, að Kristleifur reynist honum erfiður keppinautur þegar á slétta hlaupabraut kemur, en þar hefur hann mun meiri reynslu. En hvernig sem fer, þá verður gaman að fylgjast með þessum ungu mönnum, og vonandi er að fleiri bætist í hópinn, því þegar öllu er á botninn hvolft, þá eru það hlaupin, 1500—10000 metra, sem eru skemmtilegustu greinarnar á frjálsíþróttamót- um, en sorglega vanræktar af íslenzkum íþróttamönnum til þessa. Það var skemmtileg tilviljun, að daginn sem Haukur færði félagi sínu sigurinn í Víðavangshlaupinu, var fimmtugasti afmælisdagur þess, en hann er félagi í Ung- mennafélagi Reykdæla. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Borgfirðingur kem- ur við sögu Víðavangshlaupsins og ekki heldur í fyrsta skipti, sem gestur utan af landi fer heim með sigurlaun- in. Fyrstu fjögur árin, sem hlaupið fór fram, kepptu aðeins Í.R.-ingar. Fyrsti sigurvegarinn utan af landi var Þorgils Guðmundsson úr Kjósarsýslu, og næstu þrjú árin var sigurvegarinn úr þeirri sveit. 200 Heima er bezt Árin 1933, 1934 og 1935 var sigurvegarinn úr Borgar- firði, Bjarni Bjarnason 1933 og 1934 en Gísli Albertsson 1935. Þessir garpar voru ekki einir á ferð. Borgfirðingar settu mjög svip á Víðavangshlaupið þessi ár. Ég get ekki lokið þessu rabbi um Víðavangshlaupið án þess að geta sigurvegarans í fyrsta hlaupinu. Þar er enginn annar en Jón Kaldal á ferð, sem nefndur hefur verið sonur Víðavangshlaupsins. Hann var fyrsti ís- lenzki íþróttamaðurinn, sem náði þeim árangri að telj- ast hlaupari á heimsmælikvarða. Síðan hafa margir ís- lenzkir frjálsíþróttamenn fetað í fótspor Jóns og náð frábærum árangri heima og erlendis. Og það er ekki út í hött, þegar ég spái því, að hinir ungu menn síðasta Víðavangshlaups nái langt, ef þeim endist heilsa og kraftar, og að þeir verði verðugir arftakar Jóns Kaldals. Úrslit í Víðavangshlaupinu urðu þessi: 1. Haukur Engilbertsson, Umf. Revkdæla 2. Kristleifur Guðbjörnsson, K. R. 3. Kristján Jóhannsson, í. R. 4. Sigurður Guðnason, í. R. 5. Helgi Hólm, í. R. 6. Baldvin Jónsson, Umf. Selfoss Tíu keppendur luku hlaupinu. 9 mín. 22.0 9 mín. 33.0 9 mín. 38.2 10 mín. 27.0 11 mín. 21.0 11 mín, 26.0 Haukur kemur i mark i drengjahlaupi Ármanns. Kristleifur er rétt á eftir.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.