Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 28
„Nú skaltu koma inn í maskínuhús og fá þér kaffi til að hressa þig á,“ sagði Rósa. „Þakka þér alúðina, góða mín, en ég drekk ekki kaffi. Eg er svo veil í maganum. En ef þú hefðir soðið vatn, þá yrði mér strax notalegra.“ Inni í maskínuhúsinu snerust þrjár konur hver utan um aðra. Þær litu allar upp, þegar Rósa kom inn með tengdamóður sína. Síðan litu þær út undan sér hver á aðra, eins og þær vildu segja: — Jæja, er það þá allt þetta? Það var til heitt vatn til að hressa gömlu konuna á og nóg af fínum kökum. Hún smakkaði þær ekki, en óskaði eftir að fá ofurlítið af salti út í vatnið. Rósu þótti nóg um. Hún var alveg viss um, að stúlk- urnar kveldust af hlátri. Hún brá upp skyndimynd í huganum af tengdamóður systur sinnar, frúnni í Reykjavík, fallegri konu, með margfalda silfurfesti um hálsinn, hvítan og feitan. Hún hrökk upp úr hugsunum sínum, þegar Arndís sagði: „A'Iikið þætti mér vænt um, ef ég gæti fengið að leggja mig. Ég er svo þreytt og svefnlaus.“ Rósa fór með hana inn í baðstofu. Hún leit til stúlkn- anna hálf flóttalega og bjóst við, að þær væru að hæð- ast að þessum kerlingarvesaling, en svo var þó ekki. Þær voru hver við sitt verk. En þegar tengdamæðgurnar voru horfnar, þá skellti kaupakonan upp úr: „Sú þykir mér þó vera heldur ve- sæl,“ sagði hún. „Mér dettur nú í hug, hvernig svipurinn hefði orðið á henni maddömu Karen yfir þessu hrói, sem ekki drekkur einu sinni kaffi, heldur saltað vatn,“ sagði Geirlaug. „Lán fyrir Rósu, að hún kom ekki, enda datt mér það nú aldrei í hug,“ bætti hún við. Frammistöðukonan, sem var elzt þeirra, sagði að hún hefði víst verið sjóveik, aumingja manneskjan, og þess vegna liti hún svona hörmulega út. Arndís virti fyrir sér baðstofuna: „Þetta er stórt hús með mörgum rúmum.“ Rósa opnaði hjónahúsið, svo að hún gæti dáðst að því: „Þarna er hjónarúmið búið að vera uppbúið í margar vikur. Ég hef sofið hérna ein í allt sumar,“ sagði hún. „Já, einmitt það. Sofið hér ein síðan í vor. Aum- ingja stúlkan! Hvað ertu gömul?“ sagði gamla konan og horfði beint í andlit Rósu. „Bráðum tvítug.“ „Bráðum tvítug,“ tók Arndís upp eftir henni. „Það er ekki hár aldur. Ósköp er þetta fínt teppi, eins og allt á þessu heimili, þykist ég sjá. Hann var lánssamur, Kristján karlinn, að komast hingað. Og móðir þín ætlar sér ekki að koma? Það kvað vera ennþá lengra fyrir hana, sagði Kristján mér.“ „Hún er líka sjóveik,“ sagði Rósa. — „Aumingja mamma! Það hefði þó verið gaman að hafa hana hérna.“ „Já, náttúrlega hefði það verið gaman fyrir þig, en það var ekki von, að hún legði í það, fyrst hún er sjó- veik. Ég var farin að iðrast eftir því að fara. Ég hef nefnilega aldrei fyrr á sjó komið og þekki ekki þá óhugnanlegu veiki. En nú er þetta búið. En hvar ætl- arðu að lofa mér að halla mér út af? Ég .er að vona að ég hressist við það.“ „Það er líklega bezt að þú komir með mér fram í stofu. Kristján sefur þar,“ sagði Rósa. Hún gat ekki farið að vísa henni á uppbúið hjónarúmið eða rúmið sitt. Hin rúmin tijheyrðu vinnufólkinu. „Er þá ekki kaldara þar? Mér finnst svo þægilega hlýtt hérna,“ sagði Arndís. „Jú, náttúrlega er nú kaldara þar. Ég ætla að tala við Geirlaugu," sagði Rósa og hljóp fram í maskínuhúsið. Arndís horfði á eftir henni: „Hún er snör í snúning- um eins og krakki, enda er aldurinn ekki hár. Það á við Kristján, ef hann er eitthvað svipaður því, sem hann var,“ tautaði hún við sjálfa sig. Rósa klappaði Geirlaugu á öxlina: „Má hún Arndís leggja sig í rúmið þitt? Hún heldur að það sé svo kalt frammi í stofunni,“ sagði hún. „Já, já, hún má halla sér þar,“ sagði Geirlaug en hrukkaði þó ennið. Það fór ekki fram hjá Rósu. „Þú verður að fara að líta á þessa fínu tertu þína, Rósa, ekki veit ég, hvenær hún er bökuð,“ sagði Geir- laug. ,?Ég skal taka að mér að koma gömlu konunni í rúm- ið,“ sagði Lauga. „Hugsa þú bara um tertuna.“ Gamla konan var setzt eða öllu heldur hnigin niður á innsta rúmið, þegar Lauga kom inn. „Það er langbezt fyrir þig að klæða þig úr peysuföt- unum, áður en þú leggur þig. Að minnsta kosti skaltu taka af þér húfuna.“ „Ég verð fegin að fara úr þeim. Þau þreyta mig. Það gerir óvaninn.“ Arndís byrjaði að taka af sér skotthúfuna. Hún var niðri á enni og hékk utan í öðrum vanganum ósköp ólánlega, eins og allt utan á þessari vesalings manneskju. Það var ekki lengi gert að losa sig við hana, því að hún lafði á tveimur títuprjónum. Lauga tók yfirsængina úr rúmi Rósu og breiddi ofan á Arndísi. Hún þakkaði henni fyrir öll blessuð gæðin, þegar hún var lögzt út af. Feðgarnir þrömmuðu um túnið. Gamli maðurinn þurfti að líta inn í hvert peningshús og segja sitt álit á þeim. Þau voru svo sem vel stæðileg og myndu endast í nokkur ár ennþá, mikil ósköp. En þessum þúfum varð að kollvarpa. Þær voru ljótar á svona fallegu túni. Kristján sýndi föður sínum fjögur stór flög, sem hann hafði gert þessi tvö ár, sem hann »ar búinn að vera ráðsmaður. „Þú líklega gerir ekki minna, þegar þú ert orðinn sjálfseignarbóndi,“ sagði faðir hans drýgindalega. „Já, þegar það verður! Það líða sjálfsagt nokkur ár og því fleiri dagar, þangað til það verður,“ sagði Krist- ján. „Heldurðu, að hún fái ekki jörðina?“ „Nei, það vantar mikið á það. Gott ef það verður ekki svo bágt, að hjáleiguræksnin verða látin koma í hennar hlut.“ Framhald í næsta blaði. 21,0 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.