Heima er bezt - 01.06.1958, Síða 30

Heima er bezt - 01.06.1958, Síða 30
Dægu rlagaþátturinn Framhalil af bls. 198. ■■■■■-----— fremst birt Ijóö við dægurlög ort á íslenzku, en ég sé þó ekkert á móti því, að birtar séu þýðingar á dægur- lagatextum, ef þess er óskað, því að þeir, sem vilja raula lagið, geta þá haft textann réttan. En það mun viður- kennt af öllum, að ljóð megi ekki afbaka eða breyta þeim, hvort sem þau eru vel eða illa' ort. Höfundurinn einn hefur rétt til að breyta Ijóði sínu. Kemur hér þá Ijóðið Allt á floti. Það er allt á floti alls staðar, ekkert nema sjór, en segðu mér hvað get ég annað en hugsað til þín, sem heima bíður mín. Nú er svalt á sjó. Sjaldan fæ ég næturró. Við stýrið ég stend og hugsa heim nú. Við stofugluggann ert þú. Það er allt á floti o. s. frv. Ég sigli um heimsins höf, hef í mörgum borgum töf. Lít ég Grænlandsfjöll og Grikldands storð, og garpar syngja um borð. Það er allt á floti o. s. frv. Það er kátt í hverri höfn. Við hirðum hvorki um hallir né söfn. í farmanns æðum ólgar blóðið ört, hvort björt er mey eða svört. Já, þá er allt á floti alls staðar, ekkert nema hú-hú-húllumhæ! En sá glaumur aldrei glepur mig. Ég geymi minningu um þig. Er skipið aftur snýr, sjá, landið rís úr hafi á ný. í nótt verður leikið og dansað dátt og lagið sungið kátt. Það er allt á floti alls staðar, þó ekki nema tíu tíma stím. Hvað get ég annað en hugsað til þín, sem heima bíður mín? Ég kem til þín í kvöld. Við kossa blíða og ástareld bæði gleymum stund og stað. Ég segi ei meira um það! Þá verður allt á floti alls staðar, ekkert nema-------- Hvað get ég annað en hugsað til þín, sem heima bíður mín. Sendið þættinum ósldr ykkar um Ijóð og lög. Reynt verður smátt og smátt að birta umbeðna texta. Bergljót á Grund fær væntanlega sína ósk uppfyllta bráðlega. St. J. Okeypis tók handa yngri lesendum ,,Heima er hezt“ VINSÆLASTI BÓKAFLOKKUR, er skrif- aður hefur verið á íslenzku fyrir unglinga, síðan Jón Sveinsson skrifaði Nonna-bækurnar, er áreiðanlega bókaflokkurinn um Arna og Rúnu í Hraunkoti, eða Árna-bækurnar svo- kölluðu, sem Ármann Kr. Einarsson rithöfund- ur hefur samið. Nú eru komnar út fimm bækur í þessum vinsæla bókaflokki og von á nýrri bók í haust. — Fyrsta bókin um Áma í Hraunkoti nefnist „Falinn fjársjóður“. Þessi bók hefur verið ófáanleg undanfarin ár, en þar sem fjöl- ' margir af Iesendum „Heima er bezt“ hafa látið í ljós þá ósk, að þá langaði til að eignast þessa bók, hafa forráðamenn „Heima er bezt“ ákveð- ið að verða við óskinni. Verður því tekin upp sú nýbreytni í þessu blaði, að láta eina bókar- örk (16 blaðsíður) af bókinni „Falinn fjár- sjóður“ fylgja með ókeypis og þannig koll af kolli, þar til áskrifendur „Heima er bezt“ hafa eignazt bókina alla. Geta þeir þá sjálfir bundið bókina inn, og verða væntanlega gefnar upp- lýsingar um, hvernig farið er að því, þegar allar arkimar eru komnar. Jörð grœr---------- (Sbr. Egils sögu, 55. kap.: Egill jarðaði Þórólf). Hann, sem í öllu mér var stómm meiri, ég moldu huldi suður á Vínuheiði. Nú sprettur grasið þar á lágu leiði, á löngum kvöldum mér er sem ég heyri þar vindinn kveða stef um landið ljósa svo langt í norðri, fyrstu bræðrasporin við Brákarsund, um bjarta nótt á vorin, er bárur háðu leik við Hvítárósa. En gróður enginn á svo sterkar rætur, að yfir mína raun hann fái gróið og hulið mína heitu, þungu sorg. Og enginn getur greitt mér fullar bætur. Þó gleymsku dröfn ég hafi siglt og róið, mér harmur fylgir heim í hlað á Borg. 16. apr. 1958. Árni G. Eylands. 212 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.