Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 16
HVAÐ UNGUR NEMUR - ÞÁTTUR RITSTJÓRI: ÆSKUNNAR STEFÁN JÓNSSON ------------------------- NÁMSTJÓRI DÆGURLAGAÞÁTTURINN Nfo k k u r bréf hafa borizt frá lesendum „Heima er bezt“, þar sem óskað er eftir að birtir séu vissir textar við dægurlög og gefnar upplýs- ingar um höfunda að ljóði og lagi. Fyrsta ljóðið, sem birt verður í þættinum í þetta sinn, er Nótt í Atlavík. Höfundur ljóðsins er Kristján skáld frá Djúpalæk. Er hann landskunnugt Ijóðskáld. Kristján er fæddur að Djúpalæk á Langanesströndum hinn 16. júlí 1916. Hann á nú heima í Hveragerði. Höfundur lagsins er Svavar Benediktsson, ldæðskeri í Reykjavík, en hann hefur samið mörg þekkt dægurlög. í Hallormsstaðaskógi er angan engu lík, og dögg á grasi glóir sem gull í Atlavík. og fljótsins svanir sveipast í sólarlagsins eld. Og hlæjandi, syngjandi, frelsinu fagnandi, fylgdumst við burtu það kveld. Þar undu einihrísla og ilmbjörk hlið við hlið. Og blæösp lauf sín bærði hjá blómgum reynivið. En fjær stóð gráblátt greni og grænklædd fura ein. En blómknappa roðnandi síðkvöldið svæfði á sortulyngskló við stein. Úr Hallormsstaðaskógi ber angan enn í dag. Og síðan hefur sungið í sál mér þetta lag. Því okkar liðna ótta var engri nóttu lík. Og ennþá hún lifir í minningu minni, sú mynd úr Atlavík. Hreinn á Hrófbergi, Ragnhildur í Haga, Árni í Klængsseli og Sigvarðína í Holtshjáleigu hafa öll beðið um textann: „Stungið af“, við lag, sem Erla Þorsteins- dóttir hefur sungið. Ljóðið er eftir Núma Þorbergsson, verzlunarmann í Reykjavík, en lagið er eftir Tólfta september, sem er dulnefni á þekktum dægurlagahöfundi. Söngkonuna Erlu Þorsteinsdóttur þarf ekki að kynna lesendum, svo landskunn er hún fyrir hinn hljómþýða söng sinn. Þess skal þó getið hér, að hún er ættuð frá Sauðárkroki og vakti fyrst athygli sem söngkona, er hún söng nokkur dægurlög í dagskrá danska útvarpsins. Hún er nú búsett í Kaupmannahöfn. — Lagið er eftir Jóhannes Jóhannesson, sem er þekktur dægurlagahöf- undur. Og hér birtist ljóðið: Stungið af. Allt, sem ég reyni, illa gengur mér; aldrei þó hætti, sem að betur fer; það er það eina, gæfan sem mér gaf, gleðin mun aldrei stungið geta af. Ég var með Önnu, en hvað hún var góð, alltaf á kvöldin flutti ég henni ljóð. Keypti svo hálsmen, henni þetta gaf, hún samt með öðrum stungið gat mig af. Ég fór til Stínu, meyjan mér var kær, mikið þó var hún slæm við mig í gær; því hún á dansleik öðrum auga gaf, og svo um síðir stakk hún mig þó af. Ég er með Dísu, dásamlegt það er; dularfullt, hvað hún skotin er í mér. Aldrei neinn strákur auga henni gaf; á ég að fara að stinga hana af? Nokkrir bréfritarar hafa beðið um söngtextann Allt á floti. Ljóðið er þýtt og stælt úr ensku, en þýðendur eru taldir Jón Sigurðsson og Björn Bragi. Lagið er enskt dægurlag, en um höfund er mér ekki kunnugt. Skafti Ólafsson, prentari í Reykjavík, hefur sungið lagið inn á plötu. Það var ætlun mín, að í þessum þætti yrðu fyrst og Framhald d bls. 212. 198 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.