Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 9
ans. Hún hefur oft séð hana hlaupa út með brauð til að gefa hinum bömunum, og hún hefur aldrei séð hana styggja nokkum mann. Gerða gamla gengur niður á Eyrina og staðnæmist við svartan, pappaklæddan skúr. Það er húsið hennar. Skúrinn er fornlegur hið ytra og þögull — eins og eig- andinn. Þangað leggja ekki margir leiðir sínar. Gamla konan horfir stundarkorn út á hafið. Síðan gengur hún inn. Hún losar sig við brotnu flöskuna og sezt svo á bekk við gluggann. „Guð minn, hvers á ég að gjalda? Hví leysirðu ekki af mér fjötrana?“ Svipur hennar ber vott um þreytu og örvæntingu. Góða stund starir hún fram fyrir sig viljalausum, þoku- kenndum augum. Litlaust andlitið er rist ótal rúnum, en lykilinn að þeim geymir hún sjálf. Enginn skal troða á minningum hennar. Enginn... Knýttar, sinaberar hendurnar losa um treyjuhálsmálið og fálma eftir festi, sem hulin er af flíkunum. Gullmen geymir hún við barm sér. Nú dregur hún það upp og opnar það. Mynd af ungum manni brosir við henni. Hún horfir á hana um stund. Síðan lokar hún meninu og rennir því niður í barminn. Hún réttist í sætinu. Sjónirnar skerpast, og ofurlítill litur leitar fram í vangana: — Steingerður! Guggnar þú nú? Höfðingjadóttirin úr Firði! Fleygðu álagahamnum, þessum fjörutíu mis- kunnarlausu árum — og þú ert átján ára! Eftirsóttasta stúlkan í Fjörðunum... Hún þokar tjaldi til hliðar. Svið minninganna opnast: Spegilsléttur, blikandi fjörður. Há, tíguleg fjöll á verði í baksýn. Hús á víð og dreif um ströndina og óreglu- legir stígir á milli... Niður einn þeirra kemur ung stúlka. Fríð sýnum, beinvaxin og tíguleg. Ungur höfðingjasonur gengur til móts við hana, heilsar henni virðulega og segir: — Steingerður, vertu nú svo góð að koma með mér á dansleikinn í kvöld. — Þar hef ég ekki hugsað mér að vera, svarar hún. — Viltu þá, segir hann, koma með mér á sumarhá- tíðina á Völlum. Ég skal lána þér Hrana. Hún svarar: — Þakka þér fyrir. Betri gæðing er víst ekki hægt að bjóða. En að Völlum fer ég í fylgd með föður mínum, og hann mun sjá mér fyrir reiðskjóta. Ungi maðurinn lítur þóttalega á hana og segir: — Þú ert stórlát, eins og venjulega. Þetta hefði ég þó engum öðrum boðið. Síðan skilja þau. Unga stúlkan heldur áfram göngu sinni niður að ströndinni. Það er nýkomið skip af hafi. — Hægan, stórbokkar! Þið kaupið ekki hjarta Stein- gerðar í Firði. Hann, sem á það, var hér á gangi áðan. Innan lítillar stundar mun hann ganga hér um stíginn aftur — á leið til skips. Hún rennir augunum niður á tangann, að hvíta hús- inu ekkjunnar. — Kom hann ekki þarna og stefndi beint til hennar? Hjarta hennar herðir sláttinn. Það er orðið heilt ár, síðan hún sá harín síðast. Og nú var hann auðvitað á leið til skipsins aftur. — Gerða! hrópar hann. Hún hraðar sér til hans og réttir honum báðar hend- urnar. Gleði hans leynir sér ekki, þegar hann heldur um hendur hennar og hún býður hann velkominn af hafi. — Hvert er för þinni heitið? spyr hann. — Hingað, svarar hún. Mig langaði aðeins að sjá þig. Ertu á leið til skips? Hann lítur í augu hennar og brosir. Svo segir hann: — Nei, ég sá þig koma niður stíginn. För minni var einungis heitið til þín. Léttur roði rennur á vanga hennar, og augun blika. Svo breytist svipur hennar skyndilega. Augun lýsa þrá og kvíða, og hún spyr: — Hvenær þarftu að fara? — Eftir röska klukkustund. Verðurðu með út í Bjarn- arvík? Þangað skrepp ég ævinlega, þegar ég kem heim. — Já, auðvitað kem ég með þér. Hann snýr sömu leið til baka. Hún gengur við hlið hans út yfir tangann og niður að víkinni. Hann réttir henni hendurnar og hjálpar henni niður stallana. Hún lítur brosandi á hann: — Þú ert þá ekki búinn að gleyma því, hvað ég var hrædd í klettunum. Manstu, að ég þorði aldrei að klifra í berginu, og að allir krakk- arnir, nema þú, stríddu mér á hugleysinu? — Já, ég man það. En það var ekki af því, að þú værir svo hrædd við bergið. Þú varst aðeins bezt af okkur. Við hin klifruðum í óleyfi. — En manstu, þegar ég fór að skæla og faldi mig svo undir Bjarnarklöppinni? — Já, ég man það. Ég man líka, hvað þú sagðir, þegar ég fann þig þar. Hermóður, sagðirðu. Ég skal aldrei fara hingað með neinum, nema þér... Og þú entir það, meðan ég var heima. Hún lítur á hann næsturn því ásakandi og segir svo: — En heldurðu að ég hafi svikið það, þegar þú varst farinn? Hann svarar seinlega: — Ég gæti víst ekki talið það svik, þó að þú færir hingað með öðrum. Ég gerði mér ekki vonir um að loforð þitt gilti, nema á meðan þú værir barn. Og þegar ég fór, varstu fermd stúlka. — Máttum við ekki halda áfram að vera vinir, þó að ég væri fermd? — Jú, Gerða. Það gerðum við líka. Manstu ekki, að daginn, sem ég fór, gekk ég hingað að kveðja víkina okkar, og þá saztu héma á Bjamarldöppinni, nákvæm- Iega þar sem þú situr núna? Heldurðu, að ég hafi gleymt þeirri stund? Heldurðu, að ég hafi gleymt því, að þú lagðir hendurnar þínar um hálsinn á mér og kysstir mig að skilnaði. Ég var þá unglingur en þú barn. Éða varstu það ef til vill ekki? Hann horfir á hana í leit eftir svari. — Ég veit það ekki, segir hún lágt. Hann tekur um hönd hennar: — Gerða, veiztu, hvað kossinn þinn var mér? — Nei, segir hún. — Þessi fimm ár, sem ég hef verið farmaður, hefur hann verið mér ljós fyrir stafni. Og í hvert sinn, sem ég hef komið heim, hef ég farið út að Bjamárklöppinni. Það er eina altarið, sem ég hef kropið við, síðan ég Héirría er bezt 191

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.