Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 8
SÓLEY í HLÍÐ: STEINGERÐUR S M Á S A G A E^x hvað þú ert flott í dag, Gerða mín. Ég er viss um, að þú gerir stormandi lukku.“ Þessum orðum er beint til gamallar, tötra- — lega klæddrar konu, sem stendur álút við verk sitt. Ut úr svip hennar er ómögulegt að sjá, hvort hún fvlgist með því, sem fram fer í kringum hana eða ekki. Stúlkumar, sem með henni vinna, eru ungar og hver annarri líkar í háttum og klæðaburði. Gamla konan er því eina furðuverkið, sem þær hafa til að skemmta sér við. Og þær láta það líka eftir sér. „Já, hún Gerða, sú er nú sæt. En vandlát er hún. Annars væri hún víst ekki ógift ennþá. Nei, sjáið þið, hvað hárið á henni fer vel. Þetta er líklega nýjasta tízk- _„ lí an. Önnur gráa hárfléttan hefur losnað og fellur niður á bakið. Hin er næld upp um höfuðið. Stúlkurnar hlæja: „Agalega er þetta smart!“ „Viljið þið ekki heldur hugsa um að skila verkunum ykkar eins og og hún Steingerður.“ Það er hin kalda rödd verkstjórans, sem hljómar að baki þeirra. Stúlkurnar hætta að hlæja og taka til vinnu sinnar á ný. Verkstjórinn gengur burt, og stúlkurnar byrja aftur að masa. „Það er nú kannske munur að gera þessa rokna lukku hjá verkstjóranum. Hann er samt ekki skotinn í okkur. Nú veit ég, hvað hann er að rölta niður á Eyrina á kvöldin. Hann er auðvitað að skreppa í skúrinn til Gerðu.“ „Já, auðvitað! Þið bjóðið okkur nú í brriðkaupið. Við skulum aura saman fyrir barnavagni. Eða eigum við að leggja saman og gefa þér brúðarkransinn?“ Gamla konan þegir. Hendur hennar vinna verk sitt af gömlum vana. Hugurinn virðist vera utangátta eða í draumheimum. Þegar stúlkumar hafa lokið vinnu sinni, taka þær saman kaffidótið sitt og verða samferða út. Gamla kon- an nemur staðar og starir fjarrænum sjónum út á hafið. Stúlkurnar fara að hlæja. „Ekki er hún Gerða okkar við eina fjölina felld. Nú er það sjómaður, sem hana er að dreyma.“ Gerða stendur sem í leiðslu og horfir. „Sérðu ekki til hans?“ segja stúlkumar. Gerða þegir. „Þú hefur aldrei anzað okkur í dag, Gerða mín. Ertu reið við okkur?“ Þá snýr gamla konan sér að þeim og segir með klökkva í röddinni: „Nei, stúlkur mínar. Ég er ekki reið við ykkur. Þið eruð ungar og lífsglaðar. Það er gott. En minnizt þess, að þó að hamingjan brosi við ykkur í dag, þá getur hún snúið við ykkur bakinu á morgun.“ Síðan gengur hún burt frá þeim. Stúlkumar líta hver á aðra. Nú eru þær hættar að hlæja. Þeim hefur skilizt, að gleði þeirra hefur kostað gömlu konuna sársauka. Þær hafa lagt til hennar með sverði ábyrgðarleysisins. Nokkra stund þegja þær allar. Svo segir ein þeirra: „Þetta var Ijótt af okkur. Vitið þið ekki, að unnustinn hennar var sjómaður og að hann drukknaði?“ „Nei,“ segja hinar einum rómi. „Hvers vegna hef- urðu ekki sagt okkur það?“ „Ég ætlaði að segja ykkur það, en það er svo stutt síðan ég vissi þetta. Pabbi þekkti Gerðu, þegar hún var ung. Hann var þá sjómaður í Fjörðunum. Hann segir, að hún hafi borið af öllum stúlkunum þar og átt margra kosta völ. En sjórinn hafi tekið unnustann hennar frá henni, og síðan hafi hún alltaf verið svona undarleg.“ Stúlkurnar eru sneypulegar, þegar þær leggja af stað heimleiðis. Ein þeirra stendur eftir. Sú, sem haft hefur forystuna um að skopast að gömlu konunni. Nú er það hún, sem starir út á hafið. Hvítfaldaðar, æðisgengnar öldur skella á fjörukambinum. Unga stúlkan styður á brjóst sér. Pilturinn hennar er úti á hafinu. Orð gömlu konunnar blandast brimsúgnum og duna í eyrum henn- ar. Hún drýpur höfði og andvarpar: „Guð minn, fyrir- gefðu mér. Guð minn, guð minn, taktu hann ekki frá mér!“ Gerða gamla þokast hægt áfram. Hún er hölt og lot- in. Gigtin hefur ekki verið henni miskunnsöm síðustu árin. Hópur af smástrákum stendur við götuna. Skyndi- lega gera þeir sig allir halta og bogna, þegar Gerða nálg- ast: „Þetta er Ijóta gigtin. Ert þú kannske slæm af henni líka?“ Gerða labbar þegjandi fram hjá þeim „Ertu mállaus, gamla?“ hrópa þeir, og stærsti strák- urinn tekur upp þorskhaus og hendir á eftir henni. „Ertu ekki svöng, gamla mín? Hafðu þetta heim með þér og sjóddu það.“ Strákarnir hlæja. Þorskhausinn lendir í kaffiflöskunni, sem gamla kon- an ber undir hendinni. Það sýngur í brotunum innan í hylkinu. „Guð fyrirgefi ykkur, börn,“ tautar hún í barm sér. Lítil telpa kallar til drengjanna: „Þið eruð vondir strákar. Nú brauztu flöskuna hennar, Nonni. Ég skal segja mömmu okkar frá því.“ Gerða heyrir, að þetta er Sólveig litla, dóttir bakar- 190 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.