Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 26
burtu, enda er mikið verra að vera hérna en verið hefur, Líklega verð ég hér ekki nema þetta árið.“ „Þú hefur nú líklega ekki um mikið að velja, skinnið mitt,“ sagði Geirlaug, „foreldralaus vesalingur, alinn upp á sveit.“ „Mér er nú svo sem sama, hvað þú rausar um það,“ sagði Siggi. „Það eru fleiri foreldralausir en ég og geta þó fengið vinnu annars staðar en á verstu heimilunum, en það er Hof nú að verða. Geiri frá Giljum segir, að sér verði ekki boðið svo hátt kaup, að hann vilji vinna hjá Kristjáni. Hann lætur okkur vinna lengi, eftir að allir eru hættir hérna á bæjunum. Þess vegna vill eng- inn vinna hjá honum, hvorki Leifi né aðrir.“ Siggi skellti á eftir sér hurðinni og bar höfuðið óvenjulega hátt. „Skárri er það nú uppreisnarandinn í þessu gerpi,“ sagði Geirlaug. „Það er nú það lakasta, að þetta er satt,“ sagði kaupa- konan. „Við stöndum þetta þrem og fjórum klukku- tímum lengur við verk en allir hér í kring. Þú mátt vera viss um, að hann verður ekki vinnufólkssæll, þessi mað- ur.“ „Það er orðin mikil breyting á þessu heimili,“ sagði Geirlaug, „en á þó líklega eftir að verða meiri. Leiðin- legast er þó, að sjá þennan sífellda óánægjusvip á aum- ingja Rósu litlu.“ Rósa var ánægjulegri á svip, eftir að hún fékk þessar góðu fréttir af móður sinni. Tíðin var líka svo ágæt allan túnasláttinn, og hann varð langur hjá Hofsbónd- anum þetta sumar. Túnið var stórt, en vinnukrafturinn lítill. Hjáleigubændurnir voru tregir til að vinna hjá honum. Þeir fóru heldur út á Eyri og gutluðu við sjó eða unnu fram í sveit. — Allt var þetta Stefáni í Þúfum að kenna, sagði Kristján heiftugur. En svo var Gerða í Garði svo hreinskilin að segja honum sannleikann, og hann var sá, að það vissi enginn enn þá, hver yrði eig- andi að þessum kotum, þegar skipt yrði. Ef Garður félli nú í hlut Sigrúnar eða maddömunnar, þá yrði að borga eftirgjaldið í glerhörðum peningum, og einhvers staðar yrði að vinna fyrir þeim, bjóst hún við. Kannske hann vildi telja út krónur fyrir hverja stund, sem þau ynnu honum? Leifi taldi það ólíklegt. Það var nú einu sinni kominn þessi siður á, að vinna hér á þessum hlaup- um og láta það koma upp í eftirgjaldið. Hvernig þeir reikningar hefðu verið væri ekki fyrir þá fáfróðu að skilja. En ef Garður kæmi nú í Rósu hlut, þá væri allt öðru máli að gegna, „Ojæja, ég skil þetta náttúrlega vel,“ sagði Kristján. „Við verðum þá að bíða og sjá, hver hreppir Garðinn. Ég vildi gjarnan að það yrði Rósa, því að vel falla mér verkin þín,“ bætti hann við. „Þú ert nú líklega sjálfráður að því, hvað þú tekur í þinn hlut,“ sagði hún. „Nei, það er nú ekki aldeilis. Maddaman þurfti nú að gera mér það til ills — er mér óhætt að segja, — að láta það í hendurnar á Gunnari á Hóli að vera fjárhalds- maður Rósu, svo að ég gæti ekkert sagt, væri aðeins þögull áhorfandi. Hún var undarleg í framkomu sinni í því sem mörgu öðru. Það hafa þó allir séð, að ég sveik hana ekki á minni vinnu.“ „Það var náttúrlega eðlilegt,“ sagði Gerða og glotti illgirnislega, „þar sem þú varst alltaf að vinna fyrir þig sjálfan.“ „Það held ég sé nú ekki hægt að segja,“ sagði Kristján. „Það sáu víst allir, hvað þú ætlaðir þér. Ég er nú bara hissa, hvað þú dregur það að komast í hjónabandið. Mér sýnist kærastan vera þessleg á svipinn, að hún væri vís til þess að skila hringnum og fara eitthvað út í buskaun, og það hefur fleirum en mér dottið í hug.“ „Ég fer að drífa í því úr göngunum. Þá verða lýsing- arnar afstaðnar.“ Kristján fór að veita Rósu meiri eftirtekt. Hún var með hálfgerðan lífsleiðasvip. Ef hann minntist á gift- inguna, þá bjóst hún við að það lægi svo sem ekkert á. Hún hugsaði til þess daglega, hvað sú athöfn yrði lítil- fjörleg, borin saman við brúðkaup Sigrúnar systur hennar. — Þá hafði hún og foreldrar hennar farið til Reykjavíkur. Þar hafði veizlan verið haldin hjá for- eldrum brúðgumans. Móðir hans treysti sér ekki norður í land til að vera viðstödd brúðkaup einkasonar síns. Btkiðurin var á hvítum kyrtli, svo ákaflega fín og falleg. En hvernig yrði hún sjálf? Á peysufötum, bara á peysufötum! Móðir hennar hafði náttúrlega farið með faldbúninginn sinn, eins og allt annað. Lauga í Þúfum var sú eina, sem fékk að vita áhyggj- ur hennar. „Eins og það sé ekki sjálfsagt, að þú verðir á skaut- búningi, manneskja,“ sagði Lauga. „Hún frú Hansína lánar þér líklega búninginn sinn. Ég skal tala við hana.“ „En er það ekki álitinn fyrirboði mikillar fátæktar að vera í lánsfötum á brúðkaupsdaginn sinn?“ spurði Rósa. „Það er nú víst ein af hjátrúarkreddunum úr kerlinga- bókunum,“ sagði Lauga. „Að minnsta kosti vogaði ég mér að vera í lánsfötum og hræðist ekkert fátæktina.“ Kristján kom inn til þeirra, þegar þær voru að ræða um þetta vandamál. „Mér þykir nú líklegt að þú haldir svolitla veizlu og lofir okkur að dansa, þegar þið giftið ykkur,“ sagði Lauga hlæjandi. „Við áttum von á því, þegar þið settuð upp hringana, en það varð lítið af því. Svo verður Rósa að vera á skautbúningi. Það er alvanalegt hér í sveit, svo það væri óviðkunnanlegt, að hún yrði klædd öðru- vísi, og hún hefur alltaf verið fínust af okkur, og þar að auki er hún prestsdóttir.“ „Hún má hafa það eins og henni finnst bezt viðeig- andi,“ sagði Kristján. Hann hafði ekki gleymt því, sem Gerða hafði kalsað um, og hafði þess vegna allan hug- ann við að flýta fyrir giftingunni. Það var oft meiri sannleikur í þvaðri skrafskjóðanna en þeim datt sjálfum í hug. „En það er nú bara þetta, að Rósa á hvorki kyrtil né samfellu, svo að það er nokkuð dýrt að fara að koma sér því upp fyrir einn dag.“ „Heldurðu kannske, að við höfum átt það, sem við 208 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.