Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 2
I skammdegi Skammdegið grúfir yfir landinu. Meðal norrænna þjóða hefur það löngum verið harmsefni, er sól lækkaði á Jofti og myrkrið færðist yfir. Fáar þjóðir voru þó öldum saman eins varbúnar við vetri og skammdegi og vér íslendingar. Húsakynni léleg, eldsneyti og Ijósmeti af skornum skammti og samgöngur við umheiminn all- ar tepptar. Haustskipin lögðu frá landi fyrir vetrar- komu, og hólminn hefði getað sokkið í sæ, án þess að nokkur vissi af úti í löndum fyrr en næsta vor. Lífi fólksins mátti líkja við það, að það legðist í híði. Hver hugsaði um sitt. Heimilið varð allur hans heimur, og viðburðirnir engir, nema hin daglega önn við að fram- fleyta lífinu í baráttu við harðdræg náttúruöfl. Slíkri einangrun fylgdi það, að hvert heimili varð að vera sér sjálfu nóg. A utanaðkomandi aðstoð var ekki að treysta. Slík viðhorf skapa að vísu nokkurt sjálfstraust, en einnig þröngan sjóndeildarhring. Smáatvik hins daglega lífs urðu stórviðburðir í hinu litla umhverfi. Og ekld verð- ur því neitað, að margur harmleikur mannlegs lífs og mörg hetjusagan hefur gerzt í íslenzkum byggðum í skugga og hörkum skammdegisins. Um þær fæstar er nokkur til frásagnar. Þjóðin varð innhverf og dul og bar ekki tilfinningar sínar né þrautir fram til sýningar. En skammdegið átti einnig sína björtu hlið. Við blakt- andi ljósglætu grútarlampans voru skráðar sögur, ort Ijóð og unnin smálistaverk í handiðn og hannyrðum. Þrá fólksins eftir þekkingu og fegurð, fjölbreyttara og léttara lífi, knúði það til að skapa menningarverðmæti og halda við fornum arfi, þótt lífsbaráttan væri hörð og skilyrðin örðug við að búa. Þannig þraukaði íslenzka þjóðin öld eftir öld og stytti sér skammdegið og vetur- inn með því að láta sig dreyma um vorið, sólskinið og sunnanblæinn, gróðurangan og græna jörð. Margt er nú breytt. Harla ólíkt er nú að mæta skamm- deginu hér á hjara veraldar og var á dögum feðra vorra og mæðra, og hvað þá, ef skyggnzt er lengra aftur í tímann. En þegar vér sitjum í hlýjum, raflýstum húsa- kynnum og látum útvarpið flytja oss fréttir af viðburð- um, sem gerzt hafa hinum megin á hnettinum fyrir ör- fáum klukkustundum, er oss hollt að láta hugann reika til liðins tíma og gera, þótt ekki sé nema örstuttan sam- anburð þess sem var og er. Og vissulega mundi enginn af oss vilja deila kjörum við gengnar kynslóðir. Mönn- um er merkilega tamt að tala um, að heimurinn fari versnandi, hverju sinni er þeir ræða um samtíð sína og bera hana saman við fortíðina. Menn varpa hiklaust fram þeim fullyrðingum, að allt hafi verið betra fyrr- um, fólkið og umhverfið. En ef vér athugum hlutina í ró, skyldi þá nokkur, sem kominn er fram yfir miðjan aldur, vilja skipta á umhverfi bernskuáranna og því, sem vér nú höfum, jafnvel þótt bemska vor sé reifuð í blá- móðu fjarlægðar og drauma. En þótt tækni nútímans hafi skapað oss mörg þægindi og ýmis konar öryggi, sem forfeður vora hefði ekki dreymt um, og dugnaður þjóðarinnar hafi gert oss kleift að hagnýta þessi þægindi, hljótum vér samt að viður- kenna, að ýmislegt mætti betur fara í samtíð vorri. Heimurinn allur er haldinn af ókyrrð og hraða. Það er eins og menn almennt gefi sér minni tíma til að staldra við og hugsa og taka eftir en áður var, og ýmsir hinna eldri fyllast vandlætingu yfir því, að svo sé. En hvern er hægt að ásaka? Rás viðburðanna hefur skapað ný lífsviðhorf. Hjóli þróunarinnar verður ekki snúið við, hvort sem oss er það ljúft eða leitt. Umhugsunarefnin koma og hverfa, hratt eins og kvik- mynd á tjaldi, og þótt vér værum öll af vilja gerð, fáum vér ekki staðnæmzt við hvert einstakt atriði. Lífið er orðið kapphlaup við tímann, þar sem áður mátti kalla að tíminn væri hið eina, sem gnótt var af. Með hraðan- um slævist athyglin og sjálf hugsunin einnig, ef honum er ekki svarað með réttum viðbrögðum. Ef til vill stönd- um vér hér andspænis einni mestu hættunni, sem yfir menningu nútímans vofir, ef ekki verður að gert í tíma. Vér lifum á tímamótaöld. Menningarviðhorf liðinnar aldar hafa mörg beðið skipbrot og færzt í kaf í umróti tveggja heimsstyrjalda. Hléið, sem vér lifum í nú, er haldið ótta og ugg vegna vígbúnaðarkapphlaups stór- þjóðanna. Þekking og gáfur mannsandans hafa sjálfrátt eða ósjálfrátt verið sveigð til að þjóna því kapphlaupi. Og hér úti á íslandi höfum vér sogazt með inn í hring- iðuna. En vor fylgir vetri hverjum. Ný menning hefur ætíð skapazt í stað annarrar, sem horfið hefur. Lögmál lífsins er þróun. Þess vegna ber oss ekki að örvænta né spyma við fótum í þögulli þrjózku eða hamla gegn straumnum í vonleysi. Slíkt bjargar engu við. Hið eina, sem vér getum gert, er að leitast við að skilja samtíð vora og að leita uppi hið bezta úr menningu og siðalög- málum liðins tíma og fella það við smíði nútímans. í miðju skammdeginu lýsir jólastjarnan tilveru vora. Eitt af einkennum skammdegisins er og hefur verið til- hlökkunin til jólanna. Hið fábreytta hátíðarhald feðra vorra og mæðra var öllum ungum og gömlum óblandið tilhlökkunarefni. Þar var ekkí einungis um trúarlega tilfinningu að ræða, heldur beinlínis þrá mannsins eftir fegurð og einhverju, sem svipti brott hversdagsleikan- 402 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.