Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 7
minni sveit, þótt efnaðri væru. Ég held, að ég hafi ver-
ið kominn yfir fermingu, þegar ég fékk fyrstu jóla-
gjöfina. Það var örlítill, kringlóttur vasaspegill, með
mynd af litlum dreng aftan á. Og svo mikið barn var
ég þá enn, að ég gladdist hjartanlega af þessari litlu
gjöf. Og þennan spegil vildi ég kaupa dýru verði nú.
Nei, ég þurfti ekki að hlakka til jólanna vegna jóla-
gjafanna.
Seinna um kvöldið var drukkið kaffi, og þar með var
jóladagskránni í raun og veru lokið þetta kvöld. Og
hversu snauð og fátækleg myndu ekki mörgum nú á
dögum þykja slík jól.
Éins er þó eftir að geta: Einhvern daginn fyrir jól
hafði komið svolítil sending til okkar systkinanna. Það
var dálítið jólahefti, jólakveðja til íslenzkra barna, frá
dönskum sunnudagaskólabörnum. Þó að þetta litla hefti
bærist okkur skilvíslega nokkrum dögum fyrir jól, þrátt
fyrir slæmar samgöngur þeirra tíma, tímdum við aldrei
að lesa það eða skoða neitt að ráði fyrr en á jólunum,
á aðfangadagskvöld. Nú var það einn liðurinn í helgi-
haldi kvöldsins að skoða og lesa þetta litla hefti. í því
voru stuttar jólahugvekjur, jólasögur, nokkur jólakvæði
og fáeinar myndir. Þau okkar, sem bezt voru læs, lásu
upphátt fyrir hin, og svo voru myndirnar skoðaðar og
heftinu flett aftur og aftur. Þetta var kærkomin kveðja
utan úr hinum stóra og ókunna heimi.
Kannske var það dálítið niðurlægjandi að fá slíka
sendingu frá börnum herraþjóðarinnar, en til allrar
hamingju var ég ekki haldinn neinum slíkum hofmóði
þá. Þess vegna var þetta sannarlega kærkomin sending.
Og ef ég ætti þessar jólakveðjur enn í dag, skyldi ég
láta binda þær í veglegt band og koma þeim fyrir hjá
uppáhaldsbókunum í bókahillunum mínum. Því miður
hafa jólakveðjurnar mínar glatazt einhvern tíma á flæk-
ingi mínurn síðar, en minningin um þær lifir.
Sjálfsagt hefur efni þeirra ekki haft mikið bók-
menntalegt gildi, en þessi litla Jólakveðja vermdi þó
mína ungu sál, og mér þykir vænt um að fá nú tæki-
færi til að birta þakklæti mitt á prenti fyrir þessa kveðju.
Hún féll í góðan jarðveg. Og síðan hef ég alltaf hugsað
óvenjulega hlýtt til danskra sunnudagaskólabarna, þótt
ég hafi aldrei kynnzt neinu þeirra.
Svona verða hlýjar hugsanir til. Já, — hið góða sæð-
ið grær og vex.
Kvöldið leið í kyrrlátri gleði. Þetta var eitt af þeim
fáu kvöldum ársins, sem mamma naut hvíldar, þegar
jólaönnunum var lokið. Rokknum og kömbunum var
komið fyrir á afviknum stað. Einnig þetta jók á há-
tíðagleðina. Þá tók hún stundum gömlu sálmabókina,
hvíldi þreyttar hendur í kjöltu sinni og las nokkra
uppáhaldssálmana sína. Stundum raulaði hún þá, og tók
þá pabbi ætíð undir. Þetta voru ógleymanlegar stundir.
Þær fylltu sálir okkar barnanna friði og ró. Allar öld-
ur sálarlífsins lægði. Þar var nú aðeins jafnvægi og
friður.
En þetta kvöld leið, eins og öll önnur kvöld. Og svo
kom hún — nóttin helga, þessi perla allra nátta, mild
og friðsæl, miskunnsöm eins og gæzka guðs.
VI.
Á fyrstu bernskuárum mínum minnist ég þess, að ég
ætlaði ekki að þora að sofna. Ég óttaðist, að jólin
myndu hverfa mér. En þau hurfu ekki.
Það var yndislegt að vakna á jóladagsmorguninn,
vakna við sálmasöng, sem pabbi raulaði meðan hann
var að hita morgunkaffið, því að hann fór ætíð fvrstur
á fætur. Þá var kveikt á lampanum, en það var ekki
gert neinn annan rnorgun ársins. Stundum kveiktum
við systkinin þá á einu eða tveimur kertum. Þetta varð
því bjartur morgunn, ljómandi bjartur, mitt í auðn
hinnar dimrnu nætur.
Síðan færði pabbi okkur öllum góðgætið í rúmið.
Þessi dagur leið með kyrrlátri helgi. Ef farið var til
kirkju, var það stærsti viðburðurinn og tilhlökkunarefni
allan fyrri hluta dagsins, en óþrotlegt umræðuefni, þeg-
ar heim var komið frá kirkjunni. Já, kirkjuferðirnar
voru raunar alltaf tilhlökkunarefni. Þegar einni var lok-
ið, fórum við að hlakka til þeirrar næstu.
Svona er fögnuður hins einfalda og óbrotna lífs.
Á jóladag fengum við oft kálfskjötssteik, en annars
kaldan mat, ef farið var til kirkju.
Um kvöldið var svo spilað „púkk“. Það er skemmti-
legt spil, gamalt jólaspil, en þó hefur það ef til vill
vakið meiri gleði hjá okkur börnunum, að pabbi og
mamma gátu verið með okkur, tóku þátt í skemmtun
okkar og gleði. Og ég held, að þau hafi líka skemmt
sér vel. Þetta kvöld leið eins og fagur draumur — bara
allt of fljótt. Þó með nokkuð öðrum hætti en aðfanga-
dagskvöldið. í stað hinnar glöðu eftirvæntingar var nú
komin friðsæl ró. En alltaf voru þó eftir einhver til-
hlökkunarefni.
Á annan í jólum var okkur oft boðið upp að Djúpa-
dal. Þær ferðir eru mér einnig ógleymanlegar, eins og
kirkjuferðirnar. Þess vegna eru þessir tveir nágranna-
bæir, Djúpidalur og Flugumýri, í órjúfandi tengslum
við jólaminningar mínar frá bernskuárunum.
VII.
Svo liðu jólin. Þau liðu burt — hurfu eins og draum-
ur. Þá stóð ég oft einn úti á hlaðinu í Torfmýri og
horfði í vesturátt, því að þangað fannst mér jólin
hverfa. Og af því að það var of snemmt að fara að
hlakka til næstu jóla, fann ég oft til saknaðar og trega,
eins og stundum á haustin, þegar fögnuður og birta
sumarsins eru að fjara út.
Jólin voru nú aðeins orðin minning, og þannig er
það með öll önnur jól, einnig jól fullorðinsáranna.
En nú er ég aftur kominn í nútímann, jól nútímans,
björt og yndtsleg. Nú er það gleði barnanna minna,
sem vermir sál mína. En þegar jólaljósin hafa verið
slökkt, þegar börnin mín hafa sofnað með bros á vör-
um — þegar allt er orðið kyrrt og hljótt, og nóttin
helga hefur breitt frið og hvíld yfir sofandi mannkyn,
þá leitar hugurinn ósjálfrátt vestur í Skagafjörð, heim
á bernskustöðvarnar, marga áratugi aftur í tímann. Ég
er aftur orðinn lítill drengur, sem horfir inn í bjarm-
Framh. á bls. 416.
Heima er bezt 407