Heima er bezt - 01.12.1959, Side 8

Heima er bezt - 01.12.1959, Side 8
ÁRNI í EYJUM ÁRNASON FRÁ GRUND: Bræéurnir frá Efstu-Gruncl veréa úti 1912 Iaust eftir síðustu aldamót bjuggu að Efstu-Grund undir Eyjafjöllum hjónin Kristjana Jónsdóttir og Björn Guðmundsson, þá ung að árum. Þau höfðu byrjað búskap að Indriðakoti þar í sveit um alda- mót, [h’Í þar höfðu foreldrar Björns búið í mörg ár, en er faðir hans lézt, laust fyrir aldamót, fluttist Björn með fjölskylduna að Efstu-Grund. Með honum fylgdi móðir hans, Halldóra Björnsdóttir, prests að Holti, Þorvalds- sonar sálmaskálds. Var Halldóra systir Þorvaldar pólitís í Reykjavík og Kristínar konu Jóns Einarssonar að Yzta-Skála er voru foreldrar Sveins Jónssonar að Landa- mótum í Eyjum og Halldóru konu Bjarna Einarssonar í Hlaðbæ þar. Tveir bræður Björns fylgdu honum frá Indriðakoti að Efstu-Grund, er hétu Sveinbjörn og Gísli Brynjólfur og auk þess systir þeirra er Elín hét. Allt var þetta hið mesta myndar og dugnaðarfólk af góðum stofni komið. Bræðurnir voru allir hin mestu hraustmenni til burða, en þó var Sveinbjörn talinn þeirra hraustastur. Hann var rösklega meðalmaður á hæð en herðabreiður og samanrekinn og allur hinn kröftuglegasti að vallarsýn. Jafnskjótt og þeir bræður höfðu aldur til, fóru þeir til „útvers“ sem kallað var, þ. e. til sjóróðra. Fóru þeir þá til Vestmannaeyja á vélbáta eða til Faxaflóahafna á skútur. Oft voru slíkar verferðir, sem oftast voru farnar í nær svartasta skammdeginu (og er allra veðra var helzt von), mönnum erfiðar og hættulegar í válegum veðrum og hlustust ekki ósjaldan slys af þeim. Þá voru ekki bílarnir til þess að flytja fólkið úr sveitunum til ver- stöðvanna, svo að allir lögðu land undir fót og gengu vegalengdina að miklu leyti. Þó voru stundum hafðir hestar í ferðunum ýmsa kafla leiðarinnar, sem léttu mikið undir og flýttu ferðum, en stundum voru líka auknir erfiðleikar þeirra vegna. Fyrir kom, að haldið var af stað í tvísýnu veðurútliti, vegna kapps um að komast sem allra fyrst til vers, þar sem báturinn máske beið ferðbúinn til fiskveiða, en aðeins beðið ráðinna skipverja. Vildi þess vegna brenna við, að á vogarskál- unum varð kappið þyngra en fyrirhyggjan, svo að af hlutust miklir erfiðleikar eða jafnvel sorglegar afleið- ingar. Útbúnaður margra, hvað allan farkost snerti, var oft gerður af litlum efnum heimilanna. Þess vegna réð stundum hreysti og dugnaður ferðalanganna ásamt mannkærleika og gestrisni bændabýlanna á leiðinni, úr- slitum um velfarnað að leiðarlokum. Veturinn 1912 ætluðu að vanda margir Eyfellingar til vers, sumir til Faxaflóaverstöðva en aðrir til Vest- mannaeyja. Á meðal Eyjavermanna voru þennan vetur margir, sent síðar urðu innflytjendur til Eyjanna og búa þar enn, harðfrískir dugnaðarmenn. Til vers ætluðu einnig þennan vetur bræðurnir á Efstu-Grund, þeir Sveinbjörn og Gísli Brynjólfur. Út- bjuggu þeir sig af mesta kappi til þess að verða sem fyrst tilbúnir og ekki seinni en aðrir. Þó dróst það fram að mánaðamótunum janúar og febrúar að þeir færu. Var þá öllum undirbúningi lokið, og biðu þeir eftir Björn Guðmundsson Efstu-Grund Gisli Br. Guðmundsson Efstu-Grund Þórður Stefánsson Torfi Einarsson Rauðafelli, Eyjafjöllum frá Varmahlið 408 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.