Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1959, Qupperneq 9

Heima er bezt - 01.12.1959, Qupperneq 9
Jón Stefánsson Gerðakoti Einar Ingvarsson Efstu-Grund Páll Einarsson Magnús Knútur Sigurðsson Fornusöndum Seljalandi það góðs ferðaveðurs ásamt fleiri Eyfellingum. Einnig hafði verið ákveðið að bíða nokkurra Mýrdælinga, sem voru á vesturleið til útvers og verða þeim samferða suður. Um mánaðamótin voru í vermannahópnum eftir- taldir menn, sem höfðu mælzt til samfylgda hver við annan, og skal nú gerð nokkur grein fyrir þeim: Þórður Stefánsson, Rauðafelli, ló ára gamall. Síðar formaður í Eyjum og er þar enn, harðfrískur maður til sjós og lands. Rútur Þorsteinsson, Hrútafelli. Hann lézt af slysför- um árið 1913. Varð undir vegg, er hrundi. Guðjón Vigfússon, Rauðafelli, bóndi þar. Hann var hesta- og reiðslumaður í ferðinni, en ætlaði ekki til vers. Torfi Einarsson, Varmahlíð, síðar formaður í Eyjum í mörg ár, frískur maður og dugmikill. Hann fluttist til Reykjavíkur frá Eyjum fyrir fáum árum síðan og býr þar nú. Jón Stefánsson, Gerðakoti, síðar formaður í Eyjum, sjósóknari mikill og fiskimaður. Hann drukknaði af bátnum „Haffara'1, Ve. 116, 9. apríl 1916. Björn Guðmundsson, Efstu-Grund, bóndi þar, hesta- og reiðslumaður, en ætlaði ekki til vers. Sveinbjörn Guðmundsson, Efstu-Grund, bróðir Björns, ætlaði á skútu. Gísli Brynjólfur, bróðir Sveinbjörns og Björns, ætl- aði til Vestmannaeyja. Einar Ingvarsson, vinnumaður á Efstu-Grund, ráðinn á skútu, en síðar útgerðarmaður í Eyjum og býr þar enn, frískur maður í hvívetna. Sigurjón Ólafsson, Núpi, þá 17 ára, síðar útgerðar- maður í Eyjum og býr þar enn, atorku- og frískleika- maður. Ólafur Ólafsson, Núpi, nú búsettur í Reykjavík og múrsmiður þar. Páll Einarsson, Fornusöndum, ætlaði til Eyja, og þar drukknaði hann síðar. Kort Elísson, Fit, lézt í Sandgerði árið 1944. Magnús Knútur Sigurðsson, Seljalandi, mikill hreysti- maður og harðduglegur. Hann ætlaði ekki til vers, en var reiðslumaður fyrir stærsta hópinn og aðalferðastjóri þessara ferðalanga. Tvær konur voru í hópnum, Þorgerður Jónsdóttir frá Hrútafelli, sem var á leið til Eyjanna, og hin úr Mýr- dalnum, en nafn hennar hefur ekki tekizt að fá upplýst. Þorgerður giftist síðar Snorra Þórðarsyni, þurrabúðarm. að Steini í Eyjum. Hann var einn af þeim, sem fórst við Eiðið í Vestmannaeyjum 16. desember 1924. Þá fórst og Guðmundur bróðir Snorra, er bjó að Akri í Vestmanna- eyjum. Oft höfðu þeir bræðurnir frá Efstu-Grund, Svein- björn og Gísli Brynjólfur, haft orð um það undanfarið, að það væri hugboð sitt, að þeir myndu báðir deyja þennan vetur og myndu lagðir saman í kirkjugarði As- ólfsskálakirkju. Hins vegar skildu þeir ekld, hvernig það mætti verða, þar eð annar ætlaði að róa í Vest- mannaeyjum en hinn á skútu við Faxaflóa. Þessa feigð sína höfðu þeir oft rætt við móður sína og annað heim- ilisfólk, sem reyndi eftir megni að eyða hugboði þeirra með ýmis konar tilvitnunum til margra slíkra hugboða manna, hugboða, sem aldrei rættust á þann veg, er þeir höfðu ætlað. En bræðrunum varð ekki hvikað frá þess- um grun sínum, þó þeir gætu ekki ráðið gátuna til fulls, hvað viðkom legstað þeirra. Kvöldið áður en verferðin var hafin, fóru þeir bræð- ur suður að Holti til þess að kveðja þar frændfólk sitt. Þar bjó þá séra Kjartan Einarsson. Stönzuðu þeir þar nokkra stund, og ræddi Sveinbjörn við prestinn. Ekki er ósennilegt, að hann hafi rætt við séra Kjartan um hug- boð sitt og verferð, því að þeim var sérlega vel til vina. Þegar svo Sveinbjörn hafði kvatt prestinn og annað heimafólk og ætlaði að fara út úr húsinu, fann hann hvergi útganginn. Varð hann mjög miður sín, svo að hann varð að fá hjálp til þess að komast til dyra og út. Heima er bezt 409

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.