Heima er bezt - 01.12.1959, Page 22
ið ímynd sjómannskonunnar, sem þráir mann sinn heim
af sjónum, og biður fyrir honum í vondum veðrum.
Þessum þætti urn kirkjwia á ströndinni er nú lokið.
Aldrei eru kirkjur jafn vel sóttar og á fagnaðarhátíð
kirkjunnar, jólunum. Allir ungir og gamlir virða helgi
kirkjunnar og sýna henni lotningu. Litla kirkjan á
ströndinni er helguð sögulegum minningum, og mikill
fjöldi fólks á íslandi trúir enn, að henni fylgi heill og
hamingja. Um áheitin vil ég segja þetta: Sumum finnast
þau barnaleg og telja, að varla verði rás viðburðanna
breytt með áheitum og gjöfum. Um það vil ég ekkert
fuilyrða. En eitt er ég fullviss um. Það er öllum, ung-
um sem gömlum, hollt að gera heit og setja sér mark
til að keppa að. Við það geta margir draumar rætzt.
Enginn getur gert heit eða áheit, nema í góðum til-
gangi. Annars er það nefnt að heitast við einhvern og
óska ills. Slíkt skyldu allir forðast. Það gerðu þær Krýs
og Herdís. En eitt má telja alveg víst. Heitum bænum
og óskum fylgir einhver kraftur, sem enginn hefur enn
þá getað mælt, — og ég hef þá trú, að heit bæn, þar sem
beðið er heilla, sé máttug til góðs.
Stefán Jónsson.
m
„i J
i •
| J |
mmmm dæourla oaéáCCvU** *
JÓLALJÓÐ OG LÖG
Mörg af beztu skáldum íslands hafa ort fögur jóla-
Ijóð og jólasálma, og sumir jólasálmarnir eru mikil lista-
verk og lögin heillandi.
Næst ljósadýrðinni, hafa jólasálmar og jólalög göfg-
andi og heillandi áhrif á börn og unglinga, því að jóla-
hátíðin er hátíð Ijóss og söngs.
Þegar kristin trú var fyrst boðuð íslendingum, þá
voru það sálmalögin og messusöngurinn, sem mest hreif
hina gáfuðu, heiðnu forfeður okkar.
Þegar Þangbrandur söng tíðir í tjaldi sínu á Þvottá
hjá Síðu-Halli, þá er þess beinlínis getið að heimilis-
fólkið hreifst af tíðasöngnum.
Og þegar fyrsta messan var sungin og flutt á Alþingi
af hinum sjö skrýddu prestum, þá er svo að sjá, sem
þingheimur hafi hlustað í orðlausri hrifningu, því að
ótruflaðir fluttu þeir messuna og er þess getið að söng-
urinn hafi heyrzt víða um vellina.
Þessi messa var flutt um morguninn snemma, en þeir
Gissur og Hjalti höfðu daginn áður komið á Þingvöll
og lá þá við bardaga milli kristinna manna og heiðingja.
Ekki er það nokkur vafi að sálmasöngurinn og messu-
flutningurinn og skrautklæði prestanna hefur haft
mýkjandi áhrif á hugi fólksins og greitt fyrir kristni-
boðinu.
Ég var nýlega að fletta dægurlagasöngheftum, og þá
rakst ég þar meðal annars á jólaljóð, og af því að nú
eru jólin í nálægð, þá ætla ég að birta hér sýnishom af
þeim ljóðum.
Allir kannast við skáldið Kristján frá Djúpalæk. Ævi-
atriða hans var getið í dægurlagaþættinum á síðasta ári.
Hann átti þarna eitt jólaljóð.
Þetta Ijóð heitir: Hin fyrstu jól.
Ingibjörg Þorbergs hefur gert lag við þetta Ijóð.
Það dimmir og hljóðnar í Davíðsborg,
í dvala sig strætin þagga.
í bæn hlýtur svölun brotleg sál
frá brunni himneskra dagga.
Öll jörðin er sveipuð jólasnjó
og jatan er ungbarnsvagga.
Og stjarna skín gegnum skýja hjúp
með skærum lýsandi bjarma.
Og inn í fjárhúsið birtan berst,
og barnið réttir út arma.
En móðirin, sælasti svanni heims,
hún sefur með bros um hvarma.
Og hjarðmaður birtist, um húsið allt
ber höfga reykelsisangan.
I huga flytur ’ann himni þökk,
og hjalar við reifastrangann.
Svo gerir hann krossmark, krýpur fram
og kyssir barnið á vangann.
Þá er hér annað jólaljóð, sem höfundurinn hefur
nefnt: Jólaklukkur. — Höfundur dylur sitt rétta nafn
en nefnir sig Dalasvein.
Haukur Morthens hefur sungið þetta jólaljóð inn á
hljómplötu.
Og hér kemur þá ljóðið.
Þótt ei sjái sól,
sveipar jarðarból,
hug og hjarta manns,
heilög birta um jól.
Mjöllin heið og hrein
hylur laut og stein,
á labbi má þar löngum sjá
lítinn jólasvein.
Klukknahreim, klukknahreim,
hljóma fjöll og fell.
Klukknahreim, klukknahreim,
bera á bláskyggð svell.
Stjarnan mín, stjarnan þín
stafar geislum hjarn.
Gaman er að geta um jól
glaðzt sem lítið barn.
Komið, komið með,
kringum jólatréð,
422 Heima er bezt