Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1959, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.12.1959, Qupperneq 28
— Nei. — Heldur þú að það sé ekki nóg fyrir okkur bæði? — Jú, vafalaust, en ég á sjálfur tjald, og í því ætla ég að sofa. Hann gengur á brott og reisir sitt tjald skammt frá hinu. Elín býr til kaffið, en gleði hennar yfir útileg- unni með Jónatan hefur fölnað. Hann vill ekki sofa í sama tjaldi og hún, þó að foreldrar hans ætluðust til að hann gerði það. Skyldu þá vonir hennar verða að engu? Hún kann vel við sig í Vesturhlíð, hjónin bera hana á höndum sér, og Jónatan er eigulegur piltur, ekkert er því til fyrirstöðu af hennar hálfu, að hún verði hús- móðir þar, en bóndasonurinn er henni torráðin gáta. Hvert stefnir hugur hans? Jónatan kemur inn í tjaldið og drekkur kaffið með Elínu, en að því búnu taka þau verkfæri sín og ganga út á engið. Þegar vikan er hálfnuð söðlar Atli gæðing sinn og ríður fram á Engjaflöt með vistir handa útilegufólkinu. Hann er léttur í skapi og eygir í huganum bjartar fram- tíðarsýnir í sambandi við son sinn og kaupakonuna, meðan fákurinn ber hann óðfluga fram á heiðina til þeirra. Hann er kominn það langt að hann sér inn á Engjaflöt og við honum blasa margir og stórir fanga- flokkar á víðáttumiklu enginu. Vel hefur nú verið unn- ið þar þessa dagana. Atli brosir ánægjulega. En hvað er nú þetta? — Tvö tjöld! Hvernig víkur því við? Atli hleypir hestinum á sprett og ríður beint að sínu tjaldi. Þar stígur hann af baki, tekur farangur sinn og snarast inn í tjaldið. Það er auðséð á öllu, að Elín hefur ein aðsetur þar. Hann gengur síðan að hinu tjaldinu og lítur þar inn. Hann þekkir þegar svefnpoka sonar síns þar inni. Dimmur skuggi færist yfir svip Vesturhlíðarbóndans. Svona snerist þá Jónatan við þessu tiltæki hans, reisti sitt eigið tjald og hafnaði því að sofa í tjaldi með kaupa- konunni. Einhver ungur pilturinn hefði þó ekki slegið hendinni á móti því. Hvað er í stráknum? Atla kemur skyndilega í hug sendibréf Jónatans til Lilju í Austurhlíð síðastliðinn vetur, og hatrið blossar upp í sál hans. Skyldi þá Austurhlíðarstelpan vera or- sök á því, að Jónatan lítur varla á Elínu, stúlkuna, sem hann sjálfur hefur útvalið honum. Það væri eftir öðru illu frá því Austurhlíðar-hyski! Atli lítur yfir engið á ný, og þar eru enn miklar slægj- ur, en hann ætlar ekki að láta heyja hér meira að þessu sinni. Hann gengur þungstígur út í slægjuna til sonar síns og heilsar honum þurrlega, en svo snýr hann sér að Elínu og segir mildur: — Sæl vertu, góða, ég kom með mat handa ykkur og lét hann inn í þitt tjald. — Ég þakka þér fyrir. Ath færir sig til Jónatans, og rödd hans er kuldaleg og skipandi: — Þú slærð ekki meira hér, Jónatan. Þið komið þessu heyi saman í fúlgu sem laust er, og haldið svo heim. — Áttum við ekki að heyja hérna í viku? — Hvað sem því líður, þá gerir þú eins og ég hef sagt fyrir. — Það má gjarnan vera sem þú vilt. Við flytjum þá heim á morgun. Elín lítur á úrið sitt og segir við feðgana: — Það er kominn tími til að hita miðdegiskaffið, eigum við ekki öll að ganga heim í tjald og fá okkur hressingu? Atli virðir Elínu fyrir sér, og bros gægist fram í þungum svip hans. — Nú þykir mér kaupakonan mín vera húsmóðurleg, segir hann með aðdáun. — Jú, Elín mín, þú hitar handa okkur góðan kaffisopa. Elín hættir að raka og hraðar sér heim í tjaldið, en feðgarnir koma spölkom á eftir henni. Atli gengur fast að hlið sonar síns og segir þunglega: — Hvaða litla tjald er þetta, Jónatan, sem búið er að reisa hér? — Það er tjaldið mitt. — Var hitt ekki nógu stórt fyrir ykkur bæði? — Það geri ég ráð fyrir. — En hvað þá? — Ég ætla ekki að láta Elínu bíða álitshnekki af því að hafa sofið ein í tjaldi með mér. — Slíkt hefði enginn álitshnekkir verið fyrir hvorugt ykkar. Kemur þú ekki auga á kosti hennar? — Ég hef ekkert lagt mig fram til að kynnast þeim, en hún er dugleg að vinna, og það fer ekki fram hjá mér. — Hún er fyrirmyndarstúlka á öllum sviðum, og ég vil ekki láta hana fara aftur héðan frá Vesturhlíð. — Þú átt þá að ráða hana hjá þér til lífstíðar. — Það átt þú að gera, Jónatan! — Nei, það er laust við mig, hve lengi hún verður hér. — Elín á að verða húsmóðir í Vesturhlíð. — Þú getur líklega látið það ganga fyrir sig. Jörðina áttu sjálfur, og ráðstafar henni auðvitað eftir þínum eigin vilja. — Ég vil að hún verði tengdadóttir mín, — skilur þú nú hvað ég á við? — Já, ég skil orð þín, en það verður hún aldrei. — Hvað stendur í veginum fyrir því, segðu mér það? — Rödd Atla skelfur af reiði. — Mér hefur aldrei komið það til hugar að eiga hana fyrir konu, og svo er ekki meira um það. Þeir eru komnir heim að tjaldinu til Elínar, og Jóna- tan snarast inn fyrir tjaldskörina án þess að gefa föður sínum tóm til frekari spurninga. Hann er búinn að veita honum fullkomið svar, og sín einkamál ætlar hann ekki að skýra nánar að þessu sinni. Atli ræður sér varla fyrir reiði, en hann vill ekki láta Elínu fá neina hugmynd um það, sem þeim feðgum hefur farið á milli, og reynir því að stilla sig. Hann ef- ast ekki um það, að Austurhlíðarstelpan stendur að ein- hverju leyti hér á bak við, en Jónatan skal aldrei fá að eiga hana fyrir konu. Atli drekkur kaffið í flýti hjá Elínu og ríður svo strax af stað heimleiðis, á son sinn yrðir hann ekki frekar. Hann þarf að hugsa mál þeirra nánar og betur. Framhald 428 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.