Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.12.1959, Blaðsíða 29
ÞORSTEINN JÓSEPSSON: BreiSamerk amerKursanaur Ji A ustasti bær í Öræfum og sá síðasti áður en hald- /_\ ið er að vestan á hinn mikla og torsótta Breiða- J merkursand er Kvísker. Fyrsta skipti sem ég kom að Kvískerjum kom ég úr gagnstæðri átt, kom austan yfir sand, ferð- lúinn og svangur eftir hina mildu auðn. Þá fannst mér sem þetta væri eyðimerkurvin, svo hlýlegt og notalegt fannst mér að koma þangað heim eftir allan hinn mikla hrikaheim, með skriðjöklum, dimmum sandi, jökulám í tröllsham og einu orði sagt einhverja þá mestu hel- auðn á öllu íslandi. En Kvísker er einnig fyrir ýmislegt annað merkilegt en það að vera bær með grænu túni við upphaf eða endi eyðimerkur. Hvergi á íslenzkum bæ hef ég séð jafn nostursamlega og snyrtilega umgengni utan húss sem innan. Og við að kynnast fólkinu á bænum verð- ur maður strax áskynja um það að þar er heill fjársjóð- ur af viti og þekkingu, jafnt um náttúrufræði sem sögu íslands. Bræðurnir á Kvískerjum eru landskunnir fræðimenn, hver á sínu sviði, þeir hafa gert margar stórmerkar athuganir austur þar og safn eiga þeir steina úr Öræfasveit, sem komið getur hjarta hvers steina- og jarð-fræðings til þess að slá örara. En þegar þessi vin er kvödd og haldið austur með túninu á Kvískerjum, síðasta samfellda græna blettinum um tugi kílómetra, tekur austasti og síðasti stórsandur- inn í Skaftafellssýslu við — Breiðamerkursandur. En hann er ægilegastur allra stórsanda landsins og torsótt- astur, en svo mikilúðleg er útsýn þaðan, að enginn fær gleymt sem farið hefur yfir sandinn og enginn fær full- þakkað þá hamingju að hafa átt þess kost að fara um hann. Um Breiðamerkursand falla margar ár, hver annarri Kvisker, austasti bær í Örœfum og ncestur Breiðamerkurjökli. Þaðan er jafnan fylgt yfir vestanverðan sandinn. meiri, og er Jökulsá þeirra þó mest, enda vatnsmest allra jökulvatna sem undan Vatnajökli falla og eru mörg þeirra þó stór. Norskum jarðfræðingi, Amund Helland, sem hér var á ferð fyrir síðustu aldamót, reiknaðist svo til að undan Vatnajökli rynni árlega 20 þúsund milljón teningsmetrar af vatni og 15 milljón lestir af leðju, og bróðurpartinn af því eiga jökulárn- ar, sem falla um Breiðamerkursand. Jökulsá er styzt allra stórfljóta landsins, aðeins um 1500 metrar milli upptaka og ósa og var ekki nema 200 metrar þegar jök- ullinn gekk lengst fram. En árnar eru miklu fleiri, þær eru: Nýgræðultvíslar, Hvítá, Breiðá, Fjallsá, Deildará, Stemma, Brennhóla- kvísl og Veðurá og ef til vill fleiri. Sumar þeirra eru svo vatnsmiklar á sumrin að þær eru ófærar farartækj- um öðrum en bátum og verður að ferja yfir þær. A Stemmu er komin brú, enda var hún mikill farartálmi í leysingum og sólbráð á sumrin. Ef til vill kemur ein- hvern tíma brú á Jökulsá, en það er tilgangslítið nema einnig komi brú á Fjallsá því hvorug þeirra er fær bíl- um á sumrin. Hefur hin síðustu árin verið hafður bíll á milli þessara jökulvatna, sem geymdur er á sandauðn- inni og gripið til hans þegar koma þarf ferðamönnum yfir sandinn. Ráðagerð mun uppi um það að brúa Fjallsá einhvern tíma á næstunni. Strax og kemur austur fyrir Kvískerjabæinn víkkar útsýn til fjallahringsins, sem umlykur Breiðamerkur- sandinn. Hið næsta manni eru undirfjöll heiinan frá bænum og austur að jökulhafinu, þá taka við brattir skriðjöklar, sem falla úr Öræfajökli, síðan fjallsröðull mikill, Breiðamerkurfjall nefnt, er það bæði bratt og hátt, en austan við það blasir við hinn víðáttumikli Breiðamerkurjökull og hátt uppi í jökli Esjufjöll og Breiðamerkursandur og Breiðamerkurjökull. Esjufjöll eru í baksjm á miðri mynd. Heitna er bezt 429

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.