Heima er bezt - 01.12.1959, Síða 30
Jsbrúnin, sem róið er meðfram, þegar ferjað er yfir
Jökulsárlón.
Mávabyggðir, svartur gnúpur og fjöll sem teygja sig
upp úr mjallhvítri fannbreiðunni. Handan Breiðamerk-
urjökuls sér á Suðursveitarfjöll, mikinn og sundurskor-
inn fjallgarð og ber þar hvað hæzt á Þverártindi og
Þverártindsegg.
Tveir bæir voru lengi í byggð á þessum slóðum og
hafa vafalaust verið miklar jarðir, því önnur Fjall, eða
Fell, var landnámsjörð, en hin — Breiðá, eða Breiða-
mörk — var kirkjustaður og byggðu höfðingjar á báð-
um. Kári Sölmundarson bjó t. d. á þeirri síðarnefndu,
svo sem kunnugt er af Njálu. En bæði Fjall og Breiðá
urðu náttúruhamförum að bráð, fyrst mun eldgos úr
Öræfajöldi, á 14. öld, hafa valdið bændum miklum skrá-
veifum, þannig að þær munu sennilega hafa lagzt í eyði
um stund, en síðan byggzt upp aftur. Og því sem elds-
umbrotin megnuðu ekki að granda, tókst kuldanum og
ísnum nokkrum öldum seinna, því undir lok 17. aldar
eru báðar jarðirnar komnar í eyði sökum sívaxandi
ágangs jökulsins. Og þar sem áður voru skógar og gras-
flæmi var nú allt þakið jökli. — Síðan hefur jökullinn
gengið ört fram, lagt undir sig landið, þar sem bæirnir
stóðu á, og rétt fyrir síðustu aldamót munaði litlu að
Breiðamerkurjökull næði alla leið út í sjó, þar skorti
aðeins á 200 metra að hann næði alveg í fjöru, þar sem
hann gekk lengst fram.
Eftir það hefur orðið ör breyting á þessu landi, og
landnám undan jökli mikið. Breytingarnar eru svo stór-
felldar að undrum sætir og má greinilega sjá þær frá
ári til árs. Jökullinn dregst ört saman og nú má telja
fullvíst að landið þar sem bæði Fjall og Breiðá stóðu,
sé komið undan jökli, þótt ekki sjái fyrir rústum, enda
löngu grafnar í djúpan jökulruðning eða aur. Einu
ótvíræðu merkin um gróður, graslendur og skóga á
þessu svæði er mór, sem árnar undan* Vatnajökli bera
fram með sér og fram á sandana. Kvískerjabræður safna
honum stundum saman og nota til eldsneytis heima
hjá sér.
Fyrir fáum árum var Breiðamerkurfjall umkringt
jökli á alla vegu. Nú hefur jökullinn eyðzt svo framan
við fjallið að hann er horfinn með öllu, en hins vegar
falla skriðjöklar upp að báðum fjallshlíðunum að aust-
an og vestan, en lækka þó með hverju árinu sem líður.
Fyrir um það bil tuttugu árum munaði minnstu að slys
yrði þar sem skriðjökullinn fellur upp að austanverðu
Breiðamerkurfjalli og má telja hreina mildi að ekki
varð mannsbani.
Atvik að þessu voru þau, að einn Kvískerjabræðra,
Sigurður Björnsson, var ásamt manni frá Hofi í Öræf-
um að leita sauða, sem héldu sig í Breiðamerkurfjalli
og ekki höfðu náðst í göngum þá um haustið. Komið
var fram í nóvember þegar mennirnir lögðu heiman
frá Kvískerjum og austur í Breiðamerkurfjall. Snjór
var á jörð, en færð sæmileg, nokkurt frost og norðan-
gola.
Þegar mennirnir höfðu gengið nokkuð upp skriðjök-
ulinn og ætluðu að halda af honum upp í fjallið, þar
sem sauðirnir voru, brast skafl sem þeir félagar voru
staddir á, tók þá með og þeytti Sigurði niður í hyldýpi
milli skriðjökulsins og fjallsins, og þar lá hann skorð-
aður í heilan sólarhring án þess að fá hreyft legg eða
lið svo teljandi væri. Ög þá skeði það, sem hinir trú-
uðu menn telja kraftaverk, að Sigurður bjargaði lífi
sínu með sálmasöng. Því þegar leitarmennirnir komu
daginn eftir á slysstaðinn heyrðu þeir óminn af söng
Sigurðar, sem söng sér fyrst og fremst til hita. Gengu
þeir á hljóðið og fundu Sigurð ómeiddan og lítið kal-
inn. Félagi Sigurðar hafði komizt klakklaust úr snjó-
flóðinu áður en hann barst langt niður, komst til bæja
og sagði sínar farir ekki sléttar. Var þegar hafin leit,
enda þótt flestir héldu að Sigurði yrði ekki bjargað
lifandi. Leitarmenn komu í myrkri um kvöldið á stað-
inn, en urðu frá að hverfa. Morguninn eftir var meira
liði safnað og fannst Sigurður þá syngjandi niður í
hyldjúpinu eins og áður getur. Hafði bróðir Sigurðar,
Páll að nafni, verið látinn síga niður í jökulgeilina, þar
sem snjóskriðan féll daginn áður. Þegar hann var kom-
inn nokkuð niður heyrði hann sönginn í bróður sínum
og vissi þá að hann myndi ekki aðeins á lífi, heldur
með fullu fjöri. Þetta varð Páli mikill léttir við leitina,
því fyrir bragðið gat hann gengið að Sigurði þar sem
hann lá grafinn í fönn, mokað snjónum frá honum og
Séð til Öreefajökuls. Breiðamerkurfjall til hcegri. Áður var
það umlukið jökli á alla vegu, en nú hefur hann bráðnað
framan við fjallið.
430 Heima er bezt