Heima er bezt - 01.12.1959, Qupperneq 31
að því búnu komið taug undir hendur honum. Síðan
voru þeir dregnir upp, en nær 30 metrar voru upp á
brún. Sigurður var fluttur á sleða heim til sín og lá
nokkra daga á eftir, en náði sér furðu fljótt aftur.
Nokkrum árum áður en framangreindur atburður
gerðist, kom þessi sami piltur, Sigurður Björnsson frá
Kvískerjum, einnig við sögu slyss austur þar, enda þótt
hann lenti ekki sjálfur í slysinu, heldur föðurbróðir
hans, Jón Pálsson barnakennari frá Svínafelli í Öræf-
um. Hafði Jón farið austur yfir sand sumarið 1927 og
Björn bróðir hans og faðir Sigurðar fylgt honum aust-
ur yfir Breiðamerkurjökul, sem jafnan var farinn það
sumar, vegna þess að Jökulsá var alófær sökum vatna-
vaxta. Af einhverjum ástæðum var Björn órór á meðan
Jón bróðir hans dvaldist fyrir austan sand og í honum
bjó einhver óljós uggur um að Jóns biðu hættur á
Breiðamerkur j ökli.
Það var á mánudegi, 5. september, sem Jón fór aust-
ur yfir Breiðamerkursand, en á þriðjudagsnóttina
dreymir Björn á Kvískerjum að hann sæi mann og hest
detta í djúpan skurð og fannst einhvern veginn að
draumur sá boðaði illt. Setti hann draumfarir sínar í
samband við Breiðamerkurjökul og var uggandi mjög.
Á miðvikudagsmorgun var foraðsveður, en þá ætl-
aði Björn austur á sand móts við bróður sinn og ætlaði
að taka Sigurð son sinn, sem þá var 10 ára gamall,
harðger og hraustur strákur, með sér, en hætti við
vegna veðurofsans, enda taldi hann fráleitt að nokkur
hefði lagt af stað yfir sandinn í þvílíku veðri.
Seinna um daginn slotaði veðrinu, enda þótt enn
héldist rigning, og Björn það órór, að hann undi sér
ekki heima. Fór hann því ásamt Sigurði litla austur á
Sand, en sneri aftur austur á Jökli, enda dagur þá að
kvöldi kominn, og ekki tími til þess að fara alla leið
austur yfir jökul, sem var illfær sökum sprungna og
stórhættulegur, einkum þó eftir að dimma tók.
En einmitt þennan sama dag skeði átakanlegt slys
austur á jöklinum. Þar fórst Jón bróðir Björns, ásamt
hestum, sem hjá honum voru, er jökullinn sprakk und-
ir fótum þeirra og gleypti þá að fullu og öllu.
Nánari tildrög þessa slyss voru þau, að þennan ill-
Jökulsárlónið. Séð austur með Breiðamerkurjökli. Lónið
hejur myndazt á nokkrum siðustu árurn, og i þvi hejur
mcelzt yfir 100 metra dýpi.
Róið yfir Fjallsá. Hún er oftast ófcer á sumrin sökum vatna-
vaxta. Nú er ráðgert að brúa hana innan tiðar. I baksýn er
Orcefajökull.
veðursdag, 7. september, lagði Jón Pálsson austan úr
Suðursveit ásamt póstinum, Þorláki Þorlákssyni, þrem-
ur mönnum öðrum, þ. á m. Þorsteini Guðmundssyni
bónda á Reynivöllum, sem var ráðinn fylgdarmaður
hópsins, vestur yfir jökul, og tveimur konum, sem ætl-
uðu vestur á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Hestar
voru alls sjö, sem yfir jökulinn áttu að fara.
Höggva varð spor fyrir hestana upp jökulinn, svo
brattur var hann þar sem til uppgöngu var ráðizt, en
þegar komið var upp á sjálfa jökulbrúnina, voru hest-
arnir skildir eftir og maður hjá til að gæta þeirra. Á
meðan héldu hinir mennirnir lengra inn á jökulinn til
þess að kanna leiðina og höggva spor fyrir hestana, þar
sem þörf var helzt talin til þess.
Féll það í hlut Jóns að gæta hestanna, a. m. k. um
stund, en félagar hans héldu inn á jökulinn, og kon-
urnar leituðu afdreps undan óveðrinu nokkurn spöl frá
Jóni og hestunum.
Skyndilega heyra mennirnir brest í jöklinum, og
verður þá litið þangað, sem Jón gætti hestanna, en
hvort tveggja var þá horfið með öllu.
Þegar að var komið, hafði myndazt ferleg sprunga,
sem næst 20 m djúp, þar sem maður og hestar höfðu
staðið, og sást til fjögurra hesta klemmdra niðri í
sprungunni. Seinna sást á tvo aðra hesta, en sjálfan póst-
hestinn með póstkoffortunum sáu þeir hvergi. Þrír
þessara hesta voru lifandi, hinir dauðir. Jón Pálsson
sást hvergi.
Var þegar sent eftir liðssafnaði austur í Suðursveit,
ásarnt tiltækum útbúnaði til þess að bjarga hestunum,
sem lifandi voru, og tókst að ná tveimur þeirra upp
fyrir myrkur, en þeim þriðja varð ekki náð fyrr en
daginn eftir. Kom Björn á Kvískerjum morguninn eftir
austur á slysstaðinn, ásamt Sigurði syni sínum, sá verks-
ummerkin í jöldinum og frétti af láti bróður síns.
Þannig hefur Sigurður orðið að einhverju leyti þátttak-
andi í tveimur sögulegustu atburðum, sem skeð hafa í
nágrenni við Breiðamerkursand það sem af er þessari
öld.
Þess skal að lokum getið í sambandi við þennan at-
burð, að næstu daga var ákaft leitað að líki Jóns Páls-
Heima er bezt 431