Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1959, Qupperneq 32

Heima er bezt - 01.12.1959, Qupperneq 32
Við Stemmulón á austanverðum Breiðamerkursandi. Suður- sveitarfjöll i baksýn. sonar, en erfitt um vik, þar sem vatnsflaumur kom upp í niðurfallið, hrúgaði upp jökum og sporðreisti þá niðri í sprungubotninum. Var því hálft í hvoru búizt við að vatnið, en í því var allstríður straumur, hefði tekið lík- ið og borið út í Jökulsá, en hún síðan flutt það til sjávar. Seinna kom í ljós, að svo hafði ekki verið, því að jökullinn „skilaði sínu“, eins og Öræfingar komast að orði. Vorið eftir fannst líkið af Jóni, þar sem það kom frarn undan jöklinum, ásamt pósthestinum og koffort- unum. Þegar lík Jóns fannst, lágu hendur krosslagðar á brjósti og hattur hins látna yfir andlitinu. Á meðan kaupstaða- og lestaferðir voru farnar yfir Breiðamerkursand og allt austur á Papós og Horna- fjörð, var Sandurinn tiltölulega fjölfarin leið. En nú leggja þar fáir leið um, nema einstöku fegurðarþyrstir ferðalangar, sem sjá vilja auðnarkenndasta en um leið hrikafegursta landslag á íslandi. Breiðamerkursandur er ein torsóttasta leið á fslandi, vegna hinna miklu jökulvatna, sem til sjávar falla úr jöklinum — og er Jökulsá þeirra miklu mest og verstur farartálmi. Eggert Ólafsson sagði fyrir nærri tveimur öldum, að Jökulsá væri verst yfirferðar allra vatnsfalla á íslandi, og það er hún enn í dag. Að hausti og vori í kuldum, svo og á vetrum, er Jökulsá oft fær hestum, en á sumrin og í leysingum er hún hverri skepnu ófær og verður þá eitt vatnsmesta fljót landsins. Því var það, að lestirnar urðu áður fyrr að sækja upp á jökul eftir að leysing kom í jökulinn og áin tók að vaxa. En jökullinn var aldrei eins frá degi til dags og enn síður frá ári til árs. Stundum varaði ferð yfir jökul- inn ekki nema örstutta stund, en í önnur skipti margar klukkustundir. Skjótust var ferð, þegar hægt var að fara á svokölluðu undirvarpi, en það var nefnt svo, þegar skriðjöklar féllu alveg fram í ármynnið og brú- uðu ána, og tók þá oft ekki nema stundarfjórðung eða tæplega það, að komast yfir. Miklu oftar urðu menn hins vegar að klöngrast með hesta sína klukkustund- um saman uppi á jökli, höggva spor upp á jökulbrún- irnar og svo niður af þeim aftur, ryðja jökum burtu, laga til ísruðninga, brúa sprungur, stundum með flek- um, sem geymdir voru á jöklinum, en stundum með farangri lestamanna, þ. e. ullar- eða mjölpokum, reið- ingum og þess háttar, sem látið var ofan á sprungurn- ar, ef þær voru mjög þröngar. Oft féllu hestar í sprung- ur og náðust ekki lifandi upp aftur. I heild er þetta hinn mesti voðavegur sem til er á öllu íslandi og lífs- hættulegur mönnum og skepnum. Þegar farið er á jöklinum nærri útfalli árinnar, voru átökin og ólgan í straumnum svo mikil, að jökullinn nötraði og skalf undir fótum þeirra, sem yfir hann gengu, og líkast því, sem hann gengi í bylgjum. Þótti mörgum það óhugn- anleg tilfinning. Frá því segir m. a. forn annáll, að í síðustu vísitasíu- ferð Brynjólfs biskups um Austurland, hafi hann far- ið, ásamt fylgdarmanni sínum, á undirvarpi yfir Jökuk- á, en rétt á eftir brotnaði varpið fram, og varð fylgd- armaður biskups að krækja langt upp á jökul til þess að komast heim til sín aftur. Það hefur oft munað mjóu milli feigs og ófeigs, ef svo mætti að orði komast. Um Jökulsá segir Eggert Ólafsson m. a., að þegar hann hafi verið á ferð yfir sandinn, hafi hann, áður en hann sá sjálfa ána, séð hvernig straumrastirnar risu á henni úr langri fjarlægð, enda sé straumharkan svo mikil, að nái áin kviði á hesti, kollvarpi hún bæði manni og hesti, og þá sé dauðinn vís. Þess vegna sé Jökulsá með mannskæðustu vötnum á Islandi, menn og hestar hafi oftlega farizt í henni, m. a. skömmu áður en Eggert var þar á ferð. Fróðleg og mikilúðleg er lýsing Þorvaldar Thorodd- sen á Jökulsá, þar sem hann lýsir henni m. a. á þessa lund: „Jökulsá þykir ein hroðalegasta jökulsá á fslandi, hún er mjög illa ræmd og á það skilið.---Kolmórautt jökulvatnið spýtist beljandi úr auga undir jökulrönd- inni, og bullar vatnið þar upp eins og risavaxinn hver, og alla leið niður að sjó er fossafall í ánni og öldu- gangur; kolsvört klakasker standa hér og hvar grunn, en smærra íshröngl þeytist og hoppar á hinum gul- mórauðu öldum.“ Þá getur Þorvaldur og atviks, er gamall Öræfingur sagði honum, að eitt sinn í minni hans voru lestamenn að svalka í ánni frá dagmálum til nóns, misstu í hana 17 hestburði og auk þess stúlku af hesti, en fengu bjargað henni við illan leik. Kunnugir hestar eru það skelfdir við Jökulsá, að þeir taka að nötra og skjálfa þegar þeir nálgast hana. Oftar hafa menn verið hætt komnir í Jökulsá, held- ur en þegar lestamennirnir misstu stúlkuna. Haustið 1874 var landpósturinn, Gísli á Rauðabergi, hætt kom- inn í ánni, og munaði aðeins hársbreidd að hann kæm- ist lífs af. í þessari umræddu ferð Gísla pósts var með honum maður, Björn Björnsson að nafni, og voru þeir á vesturleið. Björn fór á undan út í ána, en varð litið til baka, þegar hann var kominn vel út í hana miðja. Sá hann þá, að Gísli var farinn af hestinum, og barst með hröðum straumnum. Tókst Birni með naumindum að ná til Gísla, sem orðinn var meðvitundarlaus, og fékk flutt hann til bæja. Gísli lá nokkra daga, en hresstist við og náði sér úr því. Áður fyrr, einkum á 18. og 19. öld, gekk Breiða- Framh. á bls. 438. 432 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.