Heima er bezt - 01.12.1959, Page 34

Heima er bezt - 01.12.1959, Page 34
VERÐLAUNAGETRAUNIN SÍÐASTI ÞÁTTUR HINNAR GLÆSILEGU VERÐLAUNAGETRAUNAR STÁLHÚSGAGNASETT (BORÐ OG 4 STÓLAR) í VERÐLAUN Já, hcr kemur þá þriðji og síðasti þátturinn í þessari verð- launagetraun. Hinir þattirnir tveir birtust í október- og nóvemberblöðunum. En áður en lengra er haldið, verðum við að benda ykkur á mistök, sem urðu í upptalningu skuggamyndanna í báðum fyrri heftunum. 1 upptalning- unni á þeim níu byggingum, sem um er að ræða, er cin byggingin sögð eiga að vera Dómkirkjan á Hólum, en á að vera KAÞÓLSKA KIRKJAN I REYKJAVIK. Þar sem nú eru birtar þrjár síðustu skuggamyndirnar, kemur þetta ekki að sök, en til vonar og vara skal það fram tekið, að þær níu byggingar, sem um er að ræða, eru sem hér segir: Menntaskólinn á Akureyri, IJifröst í Borgar- firðji, Þjóðleikhúsið, Akureyrarkirkja, Dóm- kirkjan í Reykjavík, hús Ásmundar Sveinsson- ar myndhöggvara, Kaþólska kirkjan í Reykja- vík, Háskóli Islands, Alþingishúsið. Og eins og þið vitið, er þrautin í því fólgin að segja til um, hvaða númer á við hvaða byggingu. Þegar þið hafið ákveðið þetta, skrifið þið númerið og nafn byggingarinnar í réttri röð á blað, sent þið tnerkið síðan greinilega með nafni ykkar og heimilisfangi. Ráðninguna setjið þið síðan í umslag, sem þið auðkennið með orðinu STÁLHÚS- GAGNAGETRAUN og sendið því næst til HEIMA ER BEZT, pósthólf 45, Akureyri. Ráðningamar þurfa að hafa borizt afgreiðslu blaðsins í síðasta lagi þann 15. febrúar 1960. Allir, sem eru fastir á- skrifendur að HEIMA ER BEZT, geta tekið þátt í get- rauninni, en hver áskrifandi má að sjálfsögðu aðeins senda eina ráðningu til blaðsins. Ef fleiri en ein rétt ráðning berst, verður dregið um verðlaunin hjá fulltrúa bæjarfó- getans á Akureyri. Og þá koma hér að lokum skuggamyndir nr. 7, 8 og 9. 434 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.