Heima er bezt - 01.09.1960, Side 2

Heima er bezt - 01.09.1960, Side 2
No kkur umræða hefur verið um þessi mál undanfar- ið í blöðum landsins. Tilefnið var grein í Náttúrufræð- ingnum, þar sem kvartað var undan ágengni skógrækt- armanna við ýmsa staði á landinu, þar sem greinarhöf- undi, dr. Finni Guðmundssyni, þótti vera náttúruspjöll að ræktun nýskóga. Skógræktin á landinu er nú rúmlega hálfrar aldar gömul. Allan þann tíma, að heita má, hefur hún verið nær eini aðilinn í landinu við hlið sandgræðslunnar, sem unnið hefur markvisst að náttúruverndun. A vegum skógræktarinnar hafa víðáttumiklar lendur verið girtar og friðaðar, bæði skóglendi og annað land. Með því hefur ekki einungis skóginum verið bjargað frá eyð- ingu, heldur og stórum landsvæðum forðað frá að falla í auðn af uppblæstri og örtröð. Skógræktarlögin voru um langt skeið vdrkasta lagasetningin um náttúruvernd- un, enda þótt fleiri lagastafir hnigu að sama efni. Þegar á þetta er litið, virðist það gegna furðu, að náttúru- vernd og skógrækt skuli ekki geta tekið höndum sam- an í starfi sínu, og að kalt skuli anda til skógræktarinn- ar frá forystumönnum náttúruverndar, eins og merkja má, á áðurnefndri grein. Því verður að vísu ekki neitað, að þessir tveir aðilar vinna eftir ólíkum sjónarmiðum. Markmið náttúru- verndar er verndun náttúruverðmæta sakir fegurðar þeirra og sérkennileika eða vísindalegs gildis. Hún vill kenna mönnum að umsrangast náttúru landsins með virðingu og gætni, og jafnframt vernda það, sem sér- stakt gildi hefur fyrir náttúruvísindin. Er þetta nauð- synlegur þáttur í menningu hverrar þjóðar, sem sízt verður ofmetinn. Skógræktin er hins vegar umfram allt hagnýtt starf. Friðun lands á hennar vegum er ekki einungis, til þess að halda við gróðri landsins, heldur einnig að bæta hann, og gera landið urn leið arðmeira og bvggilegra. Tilraunir og reynsla undanfarinna ára hafa sýnt, að á þessu sviði eru rniklir möguleikar fyrir hendi, til þess að gera atvinnulíf landsmanna fjölþættara og tryggja afkomu þjóðarinnar. Það er því með öllu ómaklegt að tala unt einhverja minnimáttarkennd eða þjóðar- komplex í sambandi við störf skógræktarinnar, eða þann áróður, sem forystumenn þeirra mála hafa uppi, til að safna öllurn landslýð undir merki skógræktarfé- laganna. Það er vissulega engin minnimáttarkennd sem þar er að baki. Ef svo væri, mætti allt eins vel kalla það minnimáttarkennd, að bændur landsins hafa ekki látið sér nægja hina aldagömlu ræktunaraðferð að aka skarni á hóla, án þess annað væri að gert, og að halda verndar- hendi yfir túnþýfinu, en í þess stað hafa þeir tekið sig til, brotið land til ræktunar og sáð í flögin fræi af er- lendum uppruna, til þess að auka töðufeng sinn. Skóg- ræktin fer að ýmsu leyti líkt að eftir því sem ástæður leyfa. Vafalaust rnunu ýmsir enn minnast þess, að fyrir svo sem hálfri öld, voru þeir menn margir, bæði meðal bænda og aðrir, sem megna ótrú höfðu á sáningu gras- fræs af erlendum stofni. Og ýmsum þótti jafnvel þúfna- sléttun varhugaverð, sakir þess að yfirborð landsins minnkaði við það. Vér brosum nú að þessum viðbár- um, og myndum sennilega fremur telja þá menn haldna af komplexum en hina, sem sóttu fram undir merki nýs tíma og hófu ræktunaröld studda af véltækni nútímans. Annað mál er það, að svo má vel fara og mundu marg- ir óska þess, að ræktun landsins yrði sv-o víðtæk og hið ræktaða land svo mikið, að náttúruverndarráð þurfi að grípa fram í og láta friða mýrasund eða móaflesjur, sem sýnishorn af þeim gróðurlendum, er hér voru áður en ræktunaröld hófst. En því miður á það langt í land. Missætti náttúruverndarráðs og skógræktarinnar staf- ar af því, að gróðursettir hafa verið erlendir barrviðir á nokkrum þeim stöðum, þar sem ráðinu þykir sem þeir spilli fegurð og upprunalegri náttúru landsins. Um slíkt má vitanlega lengi deila. En vel get ég fallizt á, að ekki hefði átt að gróðursetja barrviði í námunda við þinghelgina fornu á Þingvöllum, heldur leyfa nátt- úrunni sjálfri smám saman að vefja það svæði birki- skógi. Hins vegar er of langt gengið að heimta brott furulundinn gamla á Þingvöllum. Hann er þegar orð- inn þáttur í landslaginu þar, og mikill meiri hluti þeirra lslendinga, sem Þingvöll þekkja, hafa ekki séð hann öðruvísi en með hinurn dökkgræna furulundi í baksýn. En fyrst vér ræðurn um Þingvelli og breytingar á nátt- úru landsins af mannavöldunt skulum vér nefna alkunn- ugt dæmi. Sögur vorar herma, að forfeður vorir hafi breytt farvegi Öxarár í það horf, sem nú er, fvrir um þúsund áruni, og skapað við það Öxarárfoss. F.f þá hefði verið til náttúruværndarráð, mundi það vafalaust hafa andmælt þessu og krafizt að áin vrði færð í sinn garnla farveg. En hver mundi nú kjósa Öxarárfoss á braut? Og skyldi ekki geta farið eitthvað líkt um furu- lundinn gamla? Skógræktin hefur flutt inn allmargar tegundir trjáa 290 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.