Heima er bezt - 01.09.1960, Page 4
THEODOR GUNNLAUGSSON FRA BJARMALANDI:
Gué
clur Ei
munaur uinarsson
retas
Sumarið 1873, 19. júlí, fyrir réttum 87 árum,
fæddist sveinbarn á Heggsstöðum í Andakíls-
hreppi í Borgarfjarðarsýslu. Foreldrar sveinsins
voru Einar Guðmundsson og Steinþóra Einars-
dóttir, sem þar bjuggu. Áður höfðu þau hjón eignazt
sex dætur, svo það var áreiðanlega tekið vel á móti
snáðanum. Hann dafnaði líka fljótt og varð snemma
óvenju kjarkmikill og snar í snúningum, enda varð
hann fyrr en varði aðalhjálp föður síns við skepnurnar.
Skjótt dró þó ský fyrir sólu. Ellefu ára gamall missir
hann föður sinn, sem fórst af slysförum. Sá atburður
markaði djúp og óafmáanleg spor í skapgerð drengsins
og lífsstefnu alla. Fjögur næstu árin barðist móðir hans
samt áfram með sumt af bömunum, og mæddi þá mest
á drenginn unga, að sjá um skepnurnar bæði úti og
inni, alla tíma árs.
Þegar hér var komið sögu varð móðirin að gefast
upp, þrátt fyrir afburða dugnað, þar sem skepnunum
fækkaði ár frá ári. En framlag Guðmundar sást bezt á
því, að þessi árin mátti segja að líkamsvöxtur hans stæði
í stað. Svo mjög lagði hann sig fram að hjálpa móður
sinni. Laun hans urðu mikilsverð kynni af mönnum og
skepnum og móður náttúru, sem átti síðan hug hans
allan og hjarta.
Á þessum árum komst Guðmundur oftar en einu
sinni í mikla lífshættu. Er mér sérstaklega ríkt í huga,
Hjónin á Brekku með 12 barna sinna, sem öll eru á lifi.
292 Heima er bezt
Guðmundur Einarsson og Guðrún Magnúsdóttir.
þegar mannýgt naut réðst á hann. Úr þeim hildarleik
komst hann þó óskaddaður, en boli lagði á flótta blóði
drifinn og marinn. Þannig endaði það einvígið. Það
sem bjargaði Guðmundi þar, eins og oftar, var skjót
hugsun og rökrétt, ásamt einstakri dirfsku. Að baki
hans stóð líka hulinn verndarkraftur, sem hjálpaði hon-
um bæði fyrr og síðar á hinni viðburðaríku ævi. Um
þann þáttinn fer ég þó ekki fleiri orðum hér.
Fermingarvorið sitt lagði Guðmundur svo út í heim-
inn upp á eigin spýtur, með léttan mal á baki. Naut
hann þar hjálpar góðra manna, sem varð honum líka
máttugur aflgjafi. Og þannig var hann skapi farinn að
hann harðnaði og stæltist við hverja raun. Þær virtust
þó gera sér leik að því að taka hann í bóndabeygju og
halda honum eftir mætti. Samt misstu þær alltaf tökin,
eða öllu heldur: Guðmundur smaug úr greipum þeirra
áður en þær höfðu áttað sig á. Frá þeim stimpingum
og vörnum Guðmundar verður ekki sagt hér. Það yrði
of langt mál. Þó verður ekki hjá því komizt að minn-
ast örfárra afreka hans, til þess eins, að hver, sem síðar
kynnist þeim brotum, sem munu koma fyrir almenn-
ingssjónir á þessu ári, úr ævisögu Guðmundar, eigi
hægra með að átta sig á sumum snilldarbrögðum hans
í lífsglímunni. Áður hafa þó birzt stuttir þættir, bæði í
blöðum og útvarpi, úr þessari glímu Guðmundar. í