Heima er bezt - 01.09.1960, Side 7

Heima er bezt - 01.09.1960, Side 7
mætti og lét ganga á bola. Og þar kom, að hann settist að í feni eftir að hafa brotizt mikið um og blásið þung- an. Þótti mér nú nóg komið og henti staurnum. Kýrn- ar voru komnar heim undir bæ. Eg rak þær á bólið og minntist ekkert á bola við mömmu. Eftir nokkra stund laumast ég s-vo út að húsunum til að gá að bola. Sé ég þá, að hann er enn í sama stað. Þá loks rann af mér vígahugurinn, því ég hélt, að nú væri boli dauður. Ekki fór ég samt að athuga það. Um þessa hlið málsins hafði ég ekkert hugsað. Svo lallaði ég heim heldur daufur í dálkinn. Ég var lystarlítill um kvöldið, en háttaði þó á tilsettum tíma. Þegar allir voru sofnaðir, fór ég á fætur til að gá að bola. Var hann þá horfinn. Þá lofaði ég Guð og létti mikið fyrir brjósti. Ég réð mér varla fyrir gleði og fór í hendingskasti heim. Víkur nú sögunni að Völlum. Um nóttina kom boli heim og þótti illa á sig kominn. Andrés hélt spurnum fyrir, hver valdur væri að þessum áverka á honum, en enginn vissi það. Daginn áður benti allt til þess, að boli hefði verið með Eíeggsstaðakúnum, en ótrúlegt þótti, að hann hefði fengið þessa áverka þar. Aliir vissu, að þar voru ekki aðrir til heimilis en móðir mín með yngstu börnin. Tveim dögurn síðar kom ég aftur að Völlum. Hitti Andrés mig strax. Hann spurði mig hvort ég hefði nokkra hugmynd um, hver farið hefði svona með bola. Ég varð víst heldur niðurlútur fyrst. En svo herti ég mig upp og sagði Andrési alla söguna. Hann blustaði á hljóður, en segir svo: „Þessu trúi ég ekki. Það er ómögulegt, að annar eins andsk.... væskill og þú getir verið valdur að þessu.“ „Þú ræður hvort þú trúir því, en ummerkin eru greinileg, ef þú vilt sjá þau.“ „Ja-há. Þau vil ég sjá. Mér er mikil forvitni á að sjá bardagasvæði, þar sem svona ólíkir aðilar hafa háð leik.“ Við Andrés urðum svo samferða upp að fjárhúsun- um heima. Þar athugaði hann vandlega öll verksum- merki, því allt var þar eins og þegar við boli skildum við það. Það leyndi sér ekki sparkið eftir hann í hey- tóftinni, allar hellurnar og lausu stoðirnar í húsunum. Þegar Andrés hafði séð þetta, segir hann: „Varst þú ekkert hræddur?“ „Ekki eftir að ég komst upp á vegginn.“ „Datt þér ekki í hug að hlaupa heim, þegar boli var kominn inn í tóftina?“ „Nei, það var óvíst að ég hefði komizt á undan bola og annað verra. Móðir mín eða systkini gátu verið úti og orðið fyrir honum.“ „Þetta er alveg rétt og drengileg hugsun. Þú ert lík- lega sonur Einars. Ég þekkti hann orðið. En nú á ég eftir að sjá fenið, þar sem þú skildir við bola.“ Við löbbuðum svo niður að feninu. Þar sást glöggt hvernig boli hafði brotizt um. Og þar lá staurinn, sem ég barði hann með. „Og þú hljópst hingað á eftir honum?“ „Já.“ „Varst þú ekkert hræddur um að hann réðist á þig?“ „Ég hugsaði ekkert út í það.“ „Ofdirfska — drengur minn,“ mælti Andrés. Svo kvaddi hann mig. Boli gekk með kúnum eins og áður, þar til hann var felldur um haustið. En eftir þetta gerði hann engum mein. LEIÐRÉTTING. Landmörk Fljótsdalsheiðar. í október-hefti Heima er bezt 1959 (bls. 345) hefur Helgi Valtýsson ritað nokkrar leiðréttingar við rit sitt: A Hreindýraslóðum. Meðal þeirra er ein, sem snertir landmörk Fljótsdals- heiðar svohljóðandi: „Á bls. 218, neðst, er talið að Heiðarsel sé „við sporð Fljótsdalsheiðar“ o. s. frv. og hefur þessu valdið ókunn- ugleiki minn á örnefnum á þessum slóðum. Rétt er: Fljótsdalsheiði er þrískipt: Réttnefni í Fljótsdal, síðan Fellnaheiði, svo Bótarheiði og loks Heiðarendi. Og aust- an undir honum stendur Heiðarsel, efsti bær á Lágheiði, sem liggur út frá Heiðarenda.“ Þetta er ekki leiðrétting um mörk Fljótsdalsheiðar, eins og Helgi hyggur, heldur meinvilla. Frá sporði (heiðarenda) allt til innstu bæja hvorum megin hciðar heitir heiðin milli Jökuldals og byggð- anna, sem liggja að henni að austan, Fljótsdalsheiði. Einstakir hlutar hennar, báðum megin frá hafa sérnöfn til miðrar heiðar, kennd við þær jarðir, sem heiðarhlut- arnir tilheyra. Þannig er austan frá að telja til miðrar heiðar Hrafnsgerðis-, Skeggjastaða-, Ormarsstaða-, Fjallsels- og Bótar-heiði. En vestan frá til miðrar heið- ar eru: Fossgerðis-, Klaustursels-, Merkis-, Hnefildals-, Skeggjastaða-, Teigarsels-, og Gilja-heiði. Ofan heiðarbríma er Fljótsdalsheiði afréttarland. Heiðarhlutar þeir, sem tilheyra jörðum í Fellum, eru smalaðir sameiginlega í haustgöngum. Af því hefur orðið til nafnið Fellnaheiði. Nafnið tekur að sjálfsögðu ekki til heiðarlanda Jökuldals-jarða, sem á móti eru. Sé farið yfir heiðina milli bæja í Fellum og Jökuldal er aldrei talað um að fara yfir Fellnaheiði, enda væri það algjört rangnefni. Allar leiðir milli bæja austan og vestan heiðar liggja yfir Fljótsdalsheiði. Halldór Stefánsson. LEIÐRÉTTING. í apríl-hefti „Heima er bezt“ sl. var vísa eftir Braga Björnsson, Surtsstöðum. Af einhverjum ástæðum hefur eitt vísuorðið brjálazt áður en það kom í hendur blaðs- ins, og hefur höfundurinn óskað leiðréttingar, sem von- legt er. Rétt er vísan svona: Stjórnarvöndur fast þó flengi, flestum lokist bankans dyr. „Heima er bezt“ á gömlu gengi greiða skal ég enn sem fyr. Heima er bezt 295

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.