Heima er bezt - 01.09.1960, Page 12

Heima er bezt - 01.09.1960, Page 12
Bræður Bjargar á Kjarna voru séra Björn á Eyja- dalsá og Garði í Kelduhverfi og séra Árni á Möðru- völlum o. v. Það er sögn, að Halldór faðir Bjargar hafi um tólf ára aldur verið á vergangi ásamt öðrum piltungi í Mið- aldarharðindunum -(1752—1757) og bjargazt af með naumindum. Fyrir Móðuharðindin var hann kvæntur og börn hans í uppvexti og nokkrum árum síðar er hann kominn í þau efni að geta kostað sonu sína báða í skóla. Hann var talinn mikill atgjörvismaður og af- bragð að ráfum. Og eins voru talin börn hans. Lýkur hér að segja frá ættmeiðum og forfeðrum og máli vikið að aðal sögupersónunum. Hjúskapur og búskapur Þórðar og Bjargar. Á uppvaxtartíma Kjarnahjóna var hvert heimili verk- legur skóli til algengustu bústarfa utan húss sem innan, og hvert heimili iðjuver, að kalla má. Til sérmenntun- ar í verklegum efnum töldust helzt hannyrðir og sauma- skapur á kvenhöndina en smíði og vefnaður á karlhönd. Þórður lærði hvort tveggja í uppvexti og stundaði það bæði á heimili og utan. Meðal annars var hann við vefn- að hjá síra Birni Halldórssyni á Eyjadalsá. Þar var þá einnig Björg systir síra Björns að læra hannyrðir hjá konu prests, sem var kaupmannsdóttir frá Húsavík. Felldu þau Þórður og Björg hugi saman, sem leiddi til hjúskapar að frænda ráði árið 1798. Hófu þau búskap á Sörlastöðum, með foreldrum Þórðar fyrst, og bjuggu þar síðan til vors 1823, er þau fluttust að Kjarna. Á Sörlastöðum fæddust öll börn þeirra, 9 dætur og 4 syn- ir. Hefur sýnilega verið mikill þrifnaður á búskap þeirra og hússtjórn, að þau skyldu koma svo mörgum börnum fram áfallalaust. Árið 1816 búa þau ein á Sörlastöðum. Fædd voru þá 11 börn þeirra og heima öll nema Árni, sem síra Björn móðurbróðir hans tók ungan í fóstur og setti til mennta. Á Kjarna bjuggu Þórður og Björg 19 ár, þrifnaðar- búi. Fór saman kapp, atorka, ráðdeild og hagsýni. Börn þeirra fóru að heiman smátt og smátt, synirnir til að leita sér menningar, dæturnar — nema Aðalbjörg — til hjúskapar. Eftir að synirnir voru allir farnir að heiman, höfðu þau að jafnaði tvo vinnumenn, en af dætrunum var svo margt heima fram til síðustu búskaparára þeirra, sem nægði til búsýslunnar með húsmóðurinni. Þau létu sér ekki nægja, Kjarnahjónin, að ala upp sinn stóra barnahóp, heldur tóku þau að auki tvær stúlkur barnungar til fósturs. Björg dó 26. febrúar 1842, sjötíu og tveggja ára gömul. Hún hafði verið mikil atgerviskona, vinsæl og virt af öllum, sem til þekktu, miklum gáfum gædd og hagmælt. Eftir hana hefur geymzt í minni þessi veður- vísa: Þokan hnjúka þekur búk. Þerrir mjúkur dvínar. Er að rjúka úr honum fjúk ofan á kjúkur mínar. Sumir telja að þetta sé draumvísa kveðin Þórði í svefni stuttu eftir andlát Bjargar og útför. Þórður var orðinn sjötugur að aldri þegar Björg dó. Samt hélt hann áfram búskap með ráðskonu, Helgu Björnsdóttur að nafni, fram til miðrar aldar, nær til áttræðis aldurs. Þegar hann brá búskap flutti hann til Bjargar dóttur sinnar og tengdasonar, Jóns timbur- manns Jónssonar, er þá bjuggu á Miðhúsum í Þingi. Þar lézt hann hálfníræður að aldri 30. júní 1857. Þórður var mikill eljumaður í búskap, kappsamur til verks og þótti sérkennilegur í málfari. Til þess bendir vísa gjörð í orðastað hans: Hörmung, dauði, pína, plága! Piltar, mál á fætur er. — Flóðið geysist, fyllast lágar. Fram úr mála komið er. — Sokkavirði er sjónin mín, sem á ári hverju dvín. — Húfan fram af honum gengur. Hreint er frá ég búi lengur. Vegna sjóndepru hefur hann látið undan að halda áfram búskapnum. í eftirmælum eftir Þórð í blaðinu Norðra er Þórði svo lýst, að hann hafi verið vandaður maður til orðs og æðis, guðhræddur, gestrisinn og ráðhollur, búmaður góður, stjórnsamur, iðjusamur og þrifinn, hagleiksmað- ur, einkum á járnsmíði, og góður vefari. Loks er sagt, að í lifanda lífi hafi hann verið orðinn afi 86 barna og langafi 7 barna. Allmargt af þeim mun hafa verið dáið á undan Þórði. Niðjar. Börn Kjarnahjóna voru þrettán og öll fædd á Sörla- stöðum, sem fyrr er sagt. Eftir aldri tahn voru þau þessi: Guðný, Benedikt, Árni, Páll, Þórdís, Sigurbjörg, Ingibjörg, Þorbjörg, Björg, Aðalbjörg, Jón, Kristbjörg og Kristjana Guðbjörg. 1. Guðný (4/5 1799 — 22/4 1858) giftist þrítug að aldri Þorsteini Hallgrímssyni frá Hrauni í Oxnadal, bróður Jónasar skálds. Þau bjuggu fyrst á Neðstalands- koti í Öxnadal og síðar á Hvassafelli í Eyjafirði. 2. Benedikt (30/7 1800 — 9/12 1882) prestur síðast í Selárdal, þingmaður Barðstrendinga 1861—1863. Hálf- fertugur að aldri kvæntist hann Ingveldi dóttur séra Stefáns Benediktssonar í Hjarðarholti. 3. Árni (11/10 1801 — 19/6 1851) stúdent og um- boðsmaður konungsjarða í Þingeyjarsýslu, bjó síðast á Árnanesi (nýbýli) í Kelduhverfi. Vel hálfþrítugur kvæntist hann Jóhönnu dóttur Skíða-Gunnars Þor- steinssonar. Árni drukknaði í Djúpá í Ljósavatnsskarði. 4. Páll (12/1 1805 - 24/7 1877) lærði trésmíði, bóndi í Staðartungu, Búðarnesi og Efstalandskoti og dó þar, tvíkvæntur, fyrr Ingibjörgu (d. 16/6 1862) Jónsdóttur bónda í Staðartungu, síðar Maríu Matthías- dóttur. Frarnhald á bls. 303. 300 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.