Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 28
— Já, vina mín. Ekki skal standa á mér að hlýða á
þig. Ungi presturinn brosir ástúðlega til konu sinnar og
tekur hana síðan á kné sér. Frú Eygló fer mjúklega
með hönd sinni gegnum hár manns síns og greiðir það
frá enni hans og segir síðan blítt og alvarlega:
— í dag varð óvænt á vegi mínum gömul kona, sem
þarfnast samúðar og kærleika. Hún trúði mér fyrir
ævisögu sinni, og nú langar mig til að trúa þér fyrir
henni líka, Astmar.
— Jæja, vina mín, ég er fús að hlusta á hana.
Frú Eygló hagræðir sér enn betur í fangi manns síns
og leggur höfuðið að barmi hans. Síðan segir hún hon-
um í skýrum dráttum frá því sem gerðist, eftir að hún
hitti drengina, sem voru að kalla á eftir gömlu kon-
unni, og þar til hún kvaddi Signýju fyrir utan bæinn
hennar. Séra Ástmar hlustar með djúpri athygli á frá-
sögn konu sinnar, og hann á þegar ríka samúð með
gömlu konunni í litla bænum, er svo þung og raunaleg
örlög hefur hlotið í lífinu. En hún hefur ætíð varðveitt
örugga trú á Guð sinn og treyst honum, og það snertir
unga prestinn á lotningarfullan hátt.
Frú Eygló hefur loldð frásögn sinni, og séra Ástmar
segir innilega: — Hvað eigum við að gera fyrir gömlu
konuna, Eygló mín? Ég treysti þinni tillögu bezt í
því efni.
— Ég vil að við bjóðum henni að flytja hingað á
heimili okkar og eyða hér ævikvöldinu, því hún á eng-
an að.
— Já, vina mín, ég er hjartanlega samþykkur tillögu
þinni. Og eigum við þá ekki að fara strax og sækja
gömlu konuna?
— Jú, það vil ég að við gerum strax á morgun. Ég
þakka þér fyrir, vinur minn. Frú Eygló leggur armana
um háls manni sínum, og varir þeirra mætast í kærleiks-
þrungnum kossi.
Geislar morgunsólarinnar smjúga inn um litla stofu-
gluggann á bænum hennar Signýjar. Gamla konan er
nýlega risin úr rekkju og hefur enn ekki opnað bæinn
sinn. En skyndilega er barið að dyrum hjá henni. Signý
verður undrandi. Hver skyldi nú vera svo árla á ferð
í heimsókn til hennar? Slíkt er óvanalegt. Hún gengur
samt óhrædd fram að bæjarhurðinni og lýkur henni
upp. Uti fyrir dyrunum stendur frú Eygló og maður
hennar.
Gamla konan lítur broshýr og kunnuglega til frú
Eyglóar, en prestinn þekkir hún ekki. Hann hefur hún
aldrei áður séð.
Frú Eygló heilsar Signýju með innileik og kynnir
síðan mann sinn fyrir henni. Séra Ástmar tekur alúð-
lega í hönd gömlu konunnar, og henni finnst þegar
sama hlýjan streyma frá viðmóti prestsins og konu
hans. Signý er undrandi yfir heimsókn prestshjónanna
svo snemma morguns, en hún býður þeim að ganga í
bæinn sinn, og þau fylgjast með henni inn í stofu. Er
þau öll þrjú hafa tekið sér sæti, hefur frú Eygló orð
fyrir þeim hjónum og segir formálalaust við gömlu
konuna:
— Við hjónin erum hingað komin, Signý mín, til
þess að bjóða þér að flytja nú þegar á heimili okkar og
eyða þar ævikvöldinu. Við munum reyna að láta þér
líða eins vel og í okkar valdi stendur. Hvað segir þú
um þetta?
Signý horfir fyrst orðlaus af undrun á prestshjónin
til skiptis. Hvers konar blessaðar gæðamanneskjur eru
þetta? En hún getur ekki þegið þeirra góða boð. Til
þess er hún orðin of einræn. Djúpur raunasvipur færist
yfir andlit gömlu konunnar, og hún segir dapurlega:
— Guð blessi ykkur fyrir þetta góða boð. Alér hef-
ur aldrei komið það til hugar, að nokkur byði mér slíkt
í ellinni. En ég get ekki hugsað mér að fara héðan lif-
andi. Ég hef fengið hugboð um, að ég eigi ekki langt
eftir ólifað í þessum heimi, og hér í bænum mínum
langar mig til að eiga mína hinztu stund.
— Jæja, Signý mín, segir frú Eygló hlýtt. — Svo að
þú getur þá ekki þegið að flytja á heimilið okkar.
Gamla konan andvarpar raunalega. — Mig langar til
að deyja hér, góða mín.
— Við skiljum það, segir séra Ástmar. — En hvað
getum við þá gert fyrir þig, Signý mín?
— Að líta hingað til mín stöku sinnum, fyrst Guð
hefur uppvakið ykkur til þess að vilja hjálpa mér, því
hingað kemur enginn.
— Frú Eygló tekur innilega um hönd gömlu kon-
unnar og segir: — Já, Signý mín, þú skalt vera eins og
ein af heimilisfólki okkar, þó að þú dveljir hér kyrr.
Þú finnur bezt sjálf, hvað þér hentar.
Prestshjónin rísa á fætur, að vísu dálítið vonsvikin,
en þau eru ákveðin í því að hjálpa gömlu konunni eins
og í þeirra valdi stendur, þótt hún kjósi ekki að flytja
á heimili þeirra.
— Nú ætlum við ekki að tefja lengur, Signý mín,
segir frú Eygló. — En ég kem til þín aftur seinna í dag.
— Vertu ætíð velkomin, og þið bæði. Guð blessi
ykkur fyrir komuna hingað í dag, ég veit að þið skiljið
viðhorf mitt.
— Já, svarar séra Ástmar. — Við skiljum þig, og það
langar okkur til að sýna þér í verki.
Prestshjónin kveðja Signýju og halda síðan á brott,
en gamla konan situr eftir í djúpum hugleiðingum:
Prestshjónin að koma og bjóða henni að flytja á heimili
sitt! Slíkt kærleiksboð er stærra, heldur en hún hefði
getað hugsað sér af nokkrum vandalausum manni. En
þó að hún gæti ekki þegið það, er hún þess fullviss, að
Guð hafi sent hin góðu hjón til þess að liðsinna henni
síðustu stundirnar í þessum heimi. Hann vissi það, bless-
aður himnafaðirinn, að til þeirra hluta átti hún engan
að, og hjarta gömlu konunnar fyllist lofgjörð og þakk-
læti til guðs og manna.
316 Heima er bezt