Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1960, Qupperneq 29

Heima er bezt - 01.09.1960, Qupperneq 29
Frú Eygló reynist köllun sinni trú. Hún kemur í heimsólm til Signýjar hvern dag og færir henni mat og annað, sem hún telur að megi verða gömlu konunni til gagns og gleði. Vinátta þeirra verður stöðugt inni- legri með hverjum samfundi, og Signýju finnst sem hafi hún eignazt góða dóttur, þar sem frú Eygló er. Sumardagarnir koma og líða, bjartir og gróðursælir, og aftur tekur að halla að hausti. Það er komið fram yfir mitt sumar. Mildir hádegisgeislar ágústsólar varpa ljóma yfir borgina. Frú Eygló hraðar sér heim að bæ Signýjar með hádegisverð handa henni, eins og hún er vön að gera dag hvern. Hún drepur létt á dyrnar og ætlar síðan að ganga inn, eins og venja hennar hefur verið, síðan hún kynntist gömlu konunni náið, en nú er útidyrahurðin læst. Slíkt er óvanalegt á þessum tíma dags. Skyldi eitthvað vera að gömlu konunni? Frú Eygló gengur að stofugiugganum og ætlar að vita, hvers hún verði vísari þar, en tjald er dregið alveg fyrir gluggann, svo að hún sér hvergi inn. Hún drepur þá létt högg á rúðuna og kallar um leið nafn gömlu konunnar. Brátt heyrir hún að spurt er að innan með veikri rödd: — Er það Eygló mín? — Já. — Ég skal reyna að opna bæinn. Frú Eygló hraðar sér aftur að dyrunum, og gamla konan lýkur þeim upp. Signý er aðeins á nærklæðum og auðsjáanlega ekki heilbrigð. Frú Eygló heilsar gömlu konunni ástúðlega og spyr síðan: — Ertu lasin, Signý mín? — Já, komdu inn, góða. Þær fylgjast að inn í stofu, og gamla konan leggst strax upp í legubekkinn sinn.. Frú Eygló sezt hjá henni og segir: — Hefur eitthvað komið fyrir þig, Signý mín? — Nei, ekkert sérstakt. Ég varð bara svo lasin í nótt, að ég treysti mér ekld til að klæðast í morgun. — Hvernig hagar þetta sér? — Ég get ekki lýst því náið, góða mín. — Má ég þá ekki sækja lækni til þín? — Nei, gerðu það ekki, vina mín. Hingað á læknir ekkert erindi. Ég finn að nú er komið að leiðarlokum, og ég á ekki langt eftir ólifað. — Hvað get ég þá gert fyrir þig, Signý mín? — Ekkert nema vera hérna hjá mér um stund, ef þú mátt vera að því, góða mín. — Má vera að því! Ég yfirgef þig ekki eina, meðan þú þarfnast nærveru minnar. En viltu nú ekki reyna að borða hádegisverðinn, sem ég kem með handa þér? — Nei, þakka þér fyrir, góða mín, matarlyst hef ég enga, en mig langar í vatn að drekka. Frú Eygló nær í vatn handa gömlu konunni og gefur henni að drekka. Síðan segir frú Eygló: — Má ég hlaupa frá þér út í næstu búð, mig langar til að hringja heim og láta manninn minn vita, hvað veldur fjarveru minni, svo að hann undrist ekkert um mig. — Já, góða mín, gerðu það. Frú Eygló hleypur í skyndi út í næstu verzlun, og þaðan nær hún símtali við mann sinn. Hún skýrir hon- um frá því, að Signý sé lasin, og að hún vilji ekki yfir- gefa hana að svo stöddu. Meira segir hún honum ekki. — Ég kem til ykkar strax þegar ég hef lokið því sem ég hef með höndum í svipinn, segir séra Astmar, og síðan kveðjast hjónin í símanum. Dagurinn líður. Frú Eygló situr við sjúkrabeð Signýj- ar og heldur um hönd hennar. Gamla konan hvílir í djúpum svefni, og mildur friður ljómar um andlit hennar. Henni líður auðsjáanlega vel. Frú Eygló finnst hún vera stödd hér í helgidómi, og hún er þess fullviss, að gamla konan á ekki langt eftir. Skyndilega opnar Signý augun og lítur brosandi á frú Eygló. — Nú er ég á förum, góða mín, segir hún lágt, en skýrt. — Get ég ekki eitthvað gert fyrir þig, Signý mín? spyr frú Eygló. — Jú, nú má ég ekki draga það lengur að bera fram síðustu óskir mínar við þig. Réttu mér Biblíuna mína þarna á borðinu. Frú Eygló gerir það. Signý opnar hina helgu bók með titrandi höndum og tekur innan úr henni gulnað sendibréf, sem hún sýnir frá Eygló um leið og hún segir: — Þetta er bréfið frá Gunnari mínum Geirssyni, sem ég sagði þér einu sinni frá. Ég bið þig að leggja það við brjóst mitt, þegar búið er að láta mig í kistuna. — Það skal ég gera, Signý mín. Gamla konan leggur bréfið inn í Biblíuna á sama stað og áður og réttir síð- an frú Eygló bókina, en hún leggur hana á borðið aft- ur. Signý tekur sér því næst málhvíld, og alger þögn ríkir um langa stund. En svo hefur gamla konan mál sitt að nýju og segir: — Eins bið ég þig, Eygló mín, að láta Biblíuna rnína, Passíusálmana og fermingarmyndina af Gunnari mín- um í kistuna hjá mér. Þetta hafa verið mínir helgidóm- ar í lífinu, og mig langar til, að þeir fylgi mér í gröf- ina. — Það skal ég einnig gera, Signý mín. Enn tekur gamla konan sér málhvíld um stund, en síðan heldur hún áfram og segir: — Ég óska eftir því, að maðurinn þinn jarðsyngi mig. Ég vil að engin blóm séu sett á kistuna mína. Ég vil ekki láta flytja neina ræðu yfir mér, aðeins biðja stutta bæn og lesa ritningargreinar úr Nýjatestament- inu, helzt sem mest af orðum og fyrirheitum Frelsarans sjálfs. Tvo sálma vil ég láta syngja yfir mér: — „Ég heyrði Jesú himneskt orð“ og „Vertu hjá mér, halla tekur degi“. Og síðast versið: „Ég veit minn ljúfur lifir“. — Þetta eru mínar hinztu óskir í þessum heimi. — Þær skulu líka allar verða uppfylltar, Signý mín, segir frú Eygló hátíðlega. — Guð blessi þig fyrir það loforð, Eygló mín. Gamla konan er auðsjáanlega orðin mjög þreytt af því að tala svona lengi, og hún fellur brátt í djúpan svefn að nýju. Framhald. Heima er bezt 317

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.