Heima er bezt - 01.09.1960, Síða 31
því á kerruna. Ásdís var sú eina, sem var kát þann dag.
Hún sagðist hlakka svo mikið til að flytja burtu á nýja
jörð og vera sinn eiginn húsbóndi.
„Ekki tek ég undir það,“ sagði gamla konan rauna-
mædd. „Mér hefur liðið svo vel hérna hjá henni Geir-
laugu, að mér bregður við að skilja við hana.“
„Það getur nú verið að þú farir að kjökra og kveina
eins og vanalega,“ sagði maður hennar allt annað en
hlýlega. „En það er nú einu sinni siður kvenfólksins
að væla og skæla þegar það fer að kveðja, þó því hafi
ekki komið alls kostar vel saman, en það á nú ekki við
í þetta sinn. En einhvern veginn hefurðu nú samt dreg-
ið fram lífið allt fram á þennan dag þó Geirlaug gamla
hafi ekki verið skjól þitt og skjöldur.“
Feðgarnir fóru inn eftir með kerruna og komu ekki
heim fyrr en næsta kvöld. Þeir voru að vinna á nýja
túninu. Áslaug hugsaði um sauðburðinn heima. Það var
langt komið með að vinna á Hofstúninu. Dálítill mun-
ur eða inn frá. Þar voru fáar sléttur til flýtis.
„Þú lætur ærnar bera hérna. Ekki ferðu að flytja
þær inn eftir. Nógu erfitt verður að stjákla kringum
þær hérna hvað þá inn frá þar sem þær eru óhagvanar.
Þú þarft ekki að standa upp af jörðinni fyrr en í far-
dögum, þá verða þær flestar bornar,“ sagði Ásdís.
„Þetta var nú kannske ekki svo vitlaust hjá þér en
ég hef bara mesta löngun til að komast burtu sem fyrst.
Ég fer inn eftir með pabba og mömmu. Þú getur verið
hér yfir ánum,“ sagði Kristján.
„En hver á þá að hugsa um drenginn?“ spurði Ás-
dís. „Eleldurðu að Geirlaug verði vikaliðugri nú en
hún var í fyrrasumar.“
„Geirlaug er ekki skyldug til að vinna mér neitt þó
hún geri það. Hennar ráðningartími var útrunninn á
krossmessu,“ sagði hann.
Þá bar gest að garði, sem truflaði allar ráðagerðir.
Það var unglingspiltur sendur frá Gunnari hreppstjóra
með bréf til Kristjáns. Þar var honum tilkynnt að út-
tekt á Hofi væri ákveðin 1. fardag. Tengdasonur
maddömu Karenar yrði fyrir hennar hönd.
„Þá er nú það bölvað tilstand eftir“, sagði Kristján.
„Ekki get ég flutt fyrr en það er búið.“
Geirlaugu setti hljóða við þessar fréttir. Þó var það
ekki nema það sem sjálfsagt var, að jörðin væri tekin
út. En það þyrfti víst að hafa eitthvað almennilegt með
kaffi daginn þann, og ef hún mundi rétt, áttu þeir víst
að fá mat líka. Hún kynni áreiðanlega ekki að bera á
borð fyrir þann hálærða lögfræðing, tengdason mad-
dömunnar. Hann var víst vanur við fínt og flott, mað-
urinn sá.
Daginn eftir var komin norðan hríð, sem stóð í tvo
daga. Ánum var gefið inni og nú var enginn tími til að
hugsa um flutning eða túnávinnslu.
„Það verður varla flutt, fyrr en þetta hret er búið“,
sagði Hartmann karlinn við son sinn, hálfhikandi þó,
því að svipur hans var úfinn og geðsmunirnir slæmir
eftir svörum hans að dæma. „Það þorna víst ekki hlöss-
in þarna á túninu innfrá og ærnar hrúga úr sér lömb-
unum, svo að Ásdís má ekki yfirgefa þær“.
„Það verður víst ekki hægt að eiga við það, fyrr en
búið er að „taka út“,“ sagði Kristján.
Vorsólin var fljót að eyða snjónum. Þá fóru feðg-
arnir inn að Grýtubakka með nesti og unnu á túninu,
komu svo heim á kvöldin. Ásdís var allan daginn við
lambféð og var vel ánægð, því að ekki voru vanhöldin
til að ergja sig yfir.
Kristján þráði mest að komast burtu, áður en slétt-
urnar á túninu væru orðnar sílgrænar. Það var mikill
munur eða þúfnakarginn þarna innfrá. Þvílíkt bölvað
ólán.
Loksins rann upp sá mikli dagur, sem Geirlaug var
búin að kvíða svo mikið fyrir, úttektardagurinn. Hún
hafði tölt sjálf út í kaupstað til að kaupa sveskjur og
rauðvín í sætsúpu. Hangikjöt var nóg til. Þetta yrðu
seinustu erfiðleikarnir á þessu heimili. Gott að sjá ein-
hverntíma fyrir endann á þeim. Hún hlakkaði til þess,
þó að hún vissi ekkert hvað við tæki. Hún herti upp
hugann og talaði við Kristján í einrúmi.
„Mig langar til að biðja þig bónar, Kristján. Það
verður sjálfsagt síðasta bónin, því að leiðirnar fara að
skilja,“ stamaði hún.
„Já, líldega verða þær að skilja, því er nú verr. Þú
vilt ómögulega fylgja mér inn að Bakka?“
„Nei, ég er orðin mosagróin hér og get ekki hugsað
til að vera annars staðar en hér eða þar sem ég sé heim
að Hofi. Ég er svona sérvitur,“ sagði hún. „Maddaman
bað Laugu í Þúfum að taka mig í hitteðfyrra, ef ég
kæmist ekki til heilsu. Ég er að vona, að hún skjóti
skjólshúsi yfir mig núna.“
„Þú þarft víst ekki að flytja þig langt, þau verða víst
næstu ábúendur á Hofi. En hver var þessi bón, sem þú
varst að tala um?“
„Það er nú bara svoleiðis, að ég treysti mér ekki
til að bera þessum lærða manni mat og kaffi svo að
skammlaust sé, mig langar því til að fá manneskju þenn-
an eina dag til að hjálpa mér“.
„Það er sjálfsagt að gera það“, sagði hann.
„Má ég leita til Laugu í Þúfum. Hún hefur alltaf ver-
ið boðin og búin til að hjálpa, ef einhvers hefur þurft
með á þessu heimili“.
„Já. Þú mátt fá hverja sem þér dettur í hug“, sagði
Kristján. „Mér þykir reglulega vænt um, að þú hugs-
aðir fyrir þessu“.
Geirlaug var fljót á fæti suður að Þúfum um kvöldið.
Samt kom hún ekki nema á hlaðið. Það var eins og það
var vant, að biðja Laugu bónar. Hún kom út eftir
snemma um morguninn. Kristján var kátur, þegar hún
heilsaði honum úti á hlaðinu.
„Þú þarft að fara að læra að ganga um beina sem
húsmóðir tilvonandi,“ sagði hann.
„Ég er nú ekki ókunnug bænum hérna,“ svaraði hún.
Heima er bezt 319