Heima er bezt - 01.09.1960, Síða 35
Vicf vígslu Þorsteinsskála í Herðubreiðarlindum.
BRYNJÓLFUR SIGURÐSSON FRÁ BRÚNUM:
í HERÐUBREIÐARLINDUM
Ef að raddir útlaganna á þig kalla,
og þitt unga hjarta er heitt af ferðaþrá,
bittu skóinn þinn og haltu fram ti! fjalla,
þar er fagurt margt og unaðslegt að sjá.
Þar sem Herðubreið í háu tignarveldi
yfir hailargarðinn fagra lítur sinn,
sem er fágaður af mundum íss og eldi, —
undur slíkt finnst varla um hólmann þinn.
Hún er tigin þessi fagra fjalla-drottning
með sitt frera-traf við sumarloftið blátt.
Allt finnst smátt í grennd og lýtur henni í lotning,
eins og langi til að biðja um styrk og mátt.
Frjáls hún mænir yfir furðu-heima ríki,
þessa Frera-smíð og Loga handarverk.
Hún er æmfríð, og enginn hennar líki,
hún er almættisins vitni, há og sterk.
Hér, sem Hvönnin býr, og Undafífill angar,
hér, sem Eyrarrós og Víðir fagur grær,
hér, sem ógnin ríkir, elfur mætast strangar,
hér, sem áin Linda brosir silfurtær, —
hér fann útlaginn sér ofurlítið hreysi,
er frá átthögunum gekk með þjáða lund,
og hér friðinn fann í eyntd og auðnuleysi,
eina ævi sinnar beztu gleðistund.
Fögru unaðsstundir, svalar, silfurtærar,
ykkar seiður hefur fangað huga rninn.
Þessar töfraraddir vinhlýjar og værar,
hafa vaggað mér í drauntalöndin inn.
Það er eins og hvísli engilradda-kliður,
O O
þó að orðaskil ei heyri nokkur sál.
Eitt þó greinist: orðið friður, friður, friður,
frjálst og kynngi-þrungið öræfanna mál.
Verði rnuni þjáður eða þreyttur,
þú skalt leita inn á öræfanna slóð.
Hjartað kyrrist, og þinn hugur verður brevttur,
hreint mun aftur streynta æða þinna blóð. —
Þar sem eyrarrós og undafífill búa,
þar sem öræfanna Drottning tigin rís,
þangað aftur vildi’ ég þjáður rnega snúa,
það mér yrði sælust Paradís.
Höfundur var við vígslu Þorsteinsskála í Herðubreiðarlind-
um ásamt nokkrum félögum norðan af Sléttu, „----og nut-
um við þar hinnar ljúfmannlegustu fyrirgreiðslu og gestrisni
meðlima Ferðafélags Akureyrar þarna í Lindunum. Voru
þeir fúsir og boðnir og búnir til að sýna okkur og útskýra
allt það, sem þarna var að sjá, og væri okkur kært að senda
þeim kveðju og þakklæti og beztu árnaðaróskir fyrir mann-
tak það og áhuga, er þeir hafa sýnt með því að reisa þennan
veglega skála inni á öræfum lands.“
Heima er bezt 323