Heima er bezt - 01.09.1960, Síða 36
450. Hér er ekki um að villast. Þorpar-
ar hafa rænt Láka og flutt hann út í
seglskipið þarna. Hvað á nú til bragðs
að taka? Ég bíð eina klst. Síðan klæði ég
mig úr fötunum og syndi út í skipið.
451. Ég varpa mér gætilega í sjóinn,
sem er vel hlýr, og stefni út að skipinu.
Þetta er ákaflega spennandi ævintýri. Ég
veit semsé ekki, hvort þeir hafi séð
til mín frá skipinu. Og ef svo væri. .. .!
452. Nei, það hefur enginn séð til mín.
Ég syndi að akkerisfestinni og varpa
mæðinni sem snöggvast. Síðan klifra ég
auðveldlega upp eftir gildri festinni og
kemst upp á þilfarið.
453. Ég hlusta með mikilli athygli.
Allt er hljótt og kyrrt. Nei, aftur á skip-
inu heyri ég karlmannsraddir, sem virð-
ast koma neðan undan þiljum. Ég læð-
ist hægt og gætilega aftur eftir þil-
farinu.
454. Ég verð að reyna að komast að
því, hvar þeir hafa látið Láka. Og ég
velti þessu fyrir mér. Bezt verður senni-
lega að gægjast inn um ljórana. Ég næ
í grannan kaðal og renni mér niður eft-
ir skipshliðinni.
455. Hérna er ljós í ljóra. Ég gægist
inn um rykugan gluggann og sé tvo
menn þar inni. Sá eldri er ískyggileg-
ur á svipinn. Það er eflaust skipstjórinn.
Hinn er grennri og magrari, sennilega
bátsmaðurinn.
456. Þaðan sem ég nú er, get ég heyrt
hvað þeir eru að spjalla. Skipstjórinn
segir hinum, hvað nú skuli gera: „Fyrst
strákurinn er kominn um borð, þá skaltu
láta létta akkerum undireins," segir
hann. „Bezt að vera ferðbúnir í skyndi!“
457. Ég klifra upp aftur á þilfarið. Og
í sama vetfangi rekst ég á einhvern í
myrkrinu. Ég verð dauðhræddur. Nú
er öllu lokið, hugsa ég. Þessi myrkra-
gaur snýr sér snöggt að mér og þrífur í
handlegginn á mér.
458. Þetta er ungur maður, eða næst-
um drengur, sem hefur handtekið mig.
„Hvað ert þú að gera hérna?" segir hann
byrstur. Og ég segi honum eins og er:
„Ég er að leita að pilti sem heitir Láki
og hefur verið rænt...."