Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 2
„Brennié þið vitar' Menn setti hljóða sunnudaginn 1. marz, þegar fregn- in barst út um andlát Davíðs Stefánssonar, skálds frá Fagraskógi. Menn fundu, að þjóðin var fátækari en áð- ur, að brotið var blað í glæsilegri sögu. Davíð Stefánsson var fæddur í Fagraskógi við Eyja- fjörð 21. janúar 1895. Hann var því einungis 24 ára, þegar hann „kom, sá og sigraði“ með fyrstu ljóðabók sinni Svörtum fjöðrum. I nær hálfa öld hefur hann ver- ið ástmögur þjóðar sinnar og þjóðskáld. Það er eins- dæmi í allri vorri skáldasögu, að svo ungur maður fari slíka sigurför, jafnskjótt og hann kveður sér hljóðs og hrærir strengi hörpu sinnar í fyrsta sinn. Við, sem munum þann tíma, þegar Svartar fjaðrir flugu inn í hjörtu þjóðarinnar, undrumst það ekki. Davíð sló þar nýjan slag, sem vakti enduróm í hjört- um fólksins, varð því í senn huggun og hvöt á örlaga- ríkum tímum. Heimsstyrjöld var nýlokið, og hún skildi við heiminn flakandi í sárum, jafnvel hér úti í fásinn- inu skapaði hún ólgu og rótleysi. Gamli tíminn, siða- lögmál hans og lífsskoðun, var fallið í rústir eða fall- andi, nýr tími gægðist inn á sjónarsviðið, reikull, hik- andi, rótlaus. Og um leið fagnaði þjóð vor nýfengnu frelsi, en sá fögnuður var þó blandinn nokkrum ugg um, hversu varðveita mætti hið dýra fjöregg. Reiði- leysi og umbrot aldarinnar juku þann ugg. Ljóð Davíðs komu sem frjóvgandi gróðrarskúr, eggj- andi en þó sefandi, ný og fersk en samt í órofa tengsl- um við liðinn tíma. Þar var hispurslaust kveðið að orði um mannlegar tilfinningar og hið ólgandi blóð samtíð- arinnar. En jafnframt hita hinnar hamslausu lífsnautn- ar, sem braut miskunnarlaust viðjar gamalla hleypidóma, þá skynjuðum vér hina sterku, þjóðlegu undiröldu, inni- legt trúartraust og djúpa alvöru, sameinað í órofa heild. Ef til vill skynjuðum vér æskumennimir bezt funa blóðsins, en vér fundum einnig öryggi í alvörunni. En það voru ekki einungis æskumennirnir sem hrifust af skáldskap Davíðs, þegar hann kvaddi sér fyrst hljóðs. Eldra fólkið fann einnig hjartað slá örar, blóðið, sem farið var að stirðna í æðunum, tók að hrærast á ný. Davíð kom með nýjan ljóðaklið. Hann skapaði þeg- ar í stað nýtt form, nýja hætti, sem stöðugt fengu auk- inn þroska og festu til hins síðasta. En allt um það stóð hann svo föstum fótum í ljóða- og listahefð liðins tíma, að hvergi verður hnökri fundinn né bris, þar sem þráð- ur hans er tengdur hinu liðna. Þjóðvísan,Liljulag,sálma- sónn og rímnastemma, allt rennur það saman í náttúr- lega heild, skírist og göfgast í meðferð hins nýja lista- manns íslenzkrar Ijóðagerðar. Sá sem hafði vald og getu, til að skapa nýja listhefð á þeim grunni, hlaut að sigra. Æskan dáði hann og hyllti, eldri kynslóðin fann, að hann var sá, sem koma skyldi og lyfta hinum forna menningararfi og skapa nýjan. Þótt Davíð væri þá enn ungur, hafði hann hlotið mikla reynslu. Um langt skeið hafði hann háð harða baráttu við ægilegan sjúkdóm og horfst í augu við dauðann, samtímis, sem hörmungar aldarinnar dundu yfir. í þeirri reynslu var andi hans þegar skírður, og af þeim þrengingum voru Svartar fjaðrir sprottnar. Sú lífsreynsla, ásamt styrkri skaphöfn og takmarkalausri virðingu fyrir náðargáfu listarinnar, forðaði Davíð frá því, að láta hinn fyrsta stórsigur verða sér hefndargjöf, þá og ætíð síðan. í nær hálfa öld hefur hann haldið því striki, sem þá var markað. Glóð lífsnautnarinnar frá æskuárunum hef- ur að vísu kulnað nokkuð, en um leið hefur alvara og reynsla lífsins knúið fram nýja tóna í hörpu hans enn dýpri og mildari. Og ef til vill rís list hans hæst í síð- ustu bókinni, / dögun. Öll ljóð Davíðs eru óður til lífsins í öllum þess marg- breytilegu myndum í fortíð, nútíð og framtíð. Þótt hann lifi í nútíðinni, skynjar hann engu að síður for- tíðina, eins og söguljóð hans sýna bezt, og hann horfir skyggnum augum til framtíðarinnar. En undirspilið er dulúð íslenzkrar þjóðtrúar, innileg trúarkennd, siðræn alvara og órofa ást á landi og þjóð. I ljóðum hans finn- um vér angan vorsins, gróðurilm vaknandi moldar og varma sumarsólarinnar. Vér kennum þar fölva hausts- ins og hörku vetrarins, en undiraldan er trúin á Guð vors lands og samúð með öllum, sem þjást. Um nokkurt skeið var gerð hörð hríð að Davíð og skáldskap hans. Mátti þar kenna fingraför þeirra niður- rifsmanna, sem sáu sér vænlegast til framdráttar, ef tak- azt mætti að vinna bug á guðstrú, fornum þjóðardyggð- um og menningarhefð. Þær árásir sýndu bezt, að hann var fremstur í varðsveitinni um þessi fjöregg þjóðar- innar. Og hann bifaðist hvergi. Davíð Stefánsson var mikilvirkur höfundur. Hitt er þó meira um vert hversu vandvirkur hann var og kröfu- harður við sjálfan sig. Það væri vitanlega fásinna að telja öll hans verk jafngóð. En eins og hæð fjallsins er mæld við hátind þess, svo verða og skáld metin eftir því, sem þau hafa bezt gert, og ekki fer það mála milli, að beztu 134 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.