Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 13
SIGURJÓN SNIÓLFSSON FRÁ SVÍNHÓLUM: essu< sértu sveitin mín Sveitxn mín, Lón í Austur-Skaftafellssýslu, er sér- kennileg og fögur. Fjallahringurinn umhverfis hana er fagur, bogadreginn með réttum línum. Oft hefi ég heyrt ókunnuga ferðamenn dást að fegurð sveitarinnar, en um leið hafa þeir spurt að því á hverju menn lifðu, því að þeir sögðust ekkert sjá nema grjót og litla túnbleðla. En þetta var nú áður en nýrækt túna hófst, en nú er svo komið, að Lónsmenn taka allan sinn heyskap á ræktuðu landi. Það var satt, sem ferðamennirnir sögðu. Af þjóðveg- inum sést lítið graslendi, mest það, sem þaðan sést, eru aurar og sandar, og svo Lónið sjálft innan við fjörurn- ar. Fjöllin eru nakin með hömrum og skriðum en inni á milli þeirra leynast góð afréttarlönd. Engjarnar liggja úti við Lónið, þær voru oftast grösugar, og var það að þakka Ósnum, sem er út af Bæ og við hann kenndur. Á vetrum lokaðist ósinn venjulega, flæddi þá yfir engj- arnar austan Jökulsár og stóð vatnið á þeim til vors. Þá var fjaran mokuð, venjulega 9 vikur af sumri, og kall- aðist það „að moka út Ósinn“. Til þess verks söfnuð- ust menn saman af öllum bæjunum austan Jökulsár. Gekk það stundum illa, því að ekki voru önnur verk- færi en rekur. Þá voru ekki vélarnar að grípa til. Einu sinni man ég eftir því, að menn höfðu verið í viku að moka út Ósinn, voru menn orðnir uppgefnir en ekk- ert gekk. Þá vildi svo vel til, að gekk í hellirigningu, svo að vötn öll uxu gífurlega, ruddu sig fram og brutu sandrifið, svo að Ósinn opnaðist. Ég man ekld eftir, að ég ynni nema einu sinni við Ósmokstur. Þá var farið á bát yfir Lónið frá Bæ út á fjöru. Svo illa tókst til, að báturinn losnaði, því að hann hafði ekki verið settur nógu hátt upp. En allir hömuðust við moksturinn, og gættu hans ekki. Loks veitti einhver því eftirtekt, að báturinn var kominn langt frá landi. Bað verkstjórinn mig þá, að fara austur í Elvalnes og fá bát að láni. Það var engin sældarferð að ganga fjörurnar meira en þrjár stundir, en allt gekk það vel og bátinn fékk ég. Þá var að leggjast á árar og róa suður allt Lón. Þegar ég kom suður að Ós, voru allir menn á brott þaðan, höfðu þeir lokið við að moka Ósinn, en bátinn hafði fjarað uppi, svo að þeir náðu honum. Var mér nú það eitt fyrir að fara til baka og skila bátnum í Hvalnes. Var ég alla nóttina í þessu ferðalagi og dauðuppgefinn. En veðrið var gott, og fagurt að líta yfir sveitina, þegar sólin kom upp og gyllti fjöllin, og fuglarnir byrjuðu að syngja. A bæjunum svaf fólkið, en mig syfjaði ekki, því að sveitin brosti við mér í allri sinni fegurð. Engi það, sem lá undir vatni, kallaðist Ósengi, og heyið Óshey. Þetta var ágætishey, engjar þessar voru grösugar og heyið ágætt en þurrkvant. Það kom fyrir, að Ósinn stóð ekki uppi, þá brugðust engjarnar. Þegar svo fór var dauft yfir mönnum. Ég minnist þess frá því ég var strákur, að ég heyrði bændur tala á þá leið, hvort Osinn stæði uppi í vetur. Jú, það er nú von mín, sögðu þeir bjartsýnustu. Það var kallað að Ósinn stæði uppi, þegar hann lokaðist, og var það eins og sjá má mikið hagsmunamál fyrir sveitina. Ymis hlunnindi voru á jörðum þessum. Mildl silungs- veiði var í Lóninu, og venjulegast var fimm bátum haldið út til fiskjar úr sveitinni. Fiskuðu þeir oft vel, Sigurjón i Svinhólum. Heitna er bezt 145

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.