Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 31
vekjandi hátt. Hann tók á sprett frá gljúfrinu, en þótt hann fjarlægðist það, heyrði hann þetta voðaóp alltaf jafn skýrt og áður. Þóri var mikið í mun að komast út úr skugganum yfir fjallið inn í sólskinið. Bjarminn var ummyndaður í risavaxinn, ægibjartan eldkross yfir hæsta tindinum. Þórir kleif þverhnípt klettabeltin, létt- ur sem fis, og brátt stóð hann í miðjum geislanum. Geisl- arnir breyttust í gulllituð fiðrildi, sem svifu í kringum hann — hring eftir hring — hraðar og hraðar — og hurfu síðan sem örskot út í geiminn. Og myrkrið vafðist um hann, og hann hljóp af stað, en hann vissi, að gljúfrið var einhvers staðar úti í dimmunni, beið hans — og þeg- ar hann steyptist í djúpið, hrökk hann upp af martröð- inni. Hann hafði verk í bakinu og það tók hann langan tíma að bylta og mjaka sér til, þannig að vöðvar hans hvíldust. Þegar hann losnaði við þjáningarnar, komu hugsanirnar — myndirnar — í staðinn: augu hennar, björt og glöð — augu hennar, full af tárum. Hún hljóp frá honum — álút, blinduð á þessum fallega degi — og vorið og lífið alls staðar í kringum hana. Skyndilega, og án þess að hann gæti við því gert, tóku tárin að streyma. Það var líkt því sem eitthvað kalt og hart bráðnaði upp í brjósti hans og bryti sér leið út — í líki táranna. Hann grét ekki einungis sína eigin kröm og neyð, heldur þjáningu allra þeirra sjúku, gömlu, þreyttu manna, sem hann hafði kynnzt á sjúkra- húsinu. Þeir voru allir einhvers staðar inni í brjósti hans, grétu með honum. Vorið áður: Þau höfðu komið utan af heiðinni og stefndu inn dalinn. Þau höfðu flakkað saman allt páska- leyfið — gengið óravegu yfir heiðarnar, klifið fjöll og gist í skíðaskálum um nætur. Nú var síðasti dagur leyf- isins að kvöldi kominn, og þau voru á leið heim að skíða- skálanum til gistingar. Fram undan gnæfðu Bláfjölhn. Af þeim fór mildur þeyvindur. Mjög skarður máni sigldi út undan einni gnípunni áleiðis út í kvöldhúmið. Þau hvíldu sig við stóran stein yzt í dalnum. Hún hall- aði sér þreytulega upp að honum. Hann kom að henni og kyssti hana. Hún lét sig falla í arma hans. „Ég er svo þreytt,“ sagði hún. „Ég gæti sofnað hérna.“ „Þá yrði ég að bera þig heim,“ sagði hann. „Jæja, það myndi nú takast.“ „Þú þykist vera sterkur!“ „Þú veizt, að ég er það.“ Hann þrýsti henni að sér, svo að hún kveinkaði sér. „Maðurinn með stálhnefana,“ sagði hún. Hann losaði töldn og tók mjúklega um vanga henni. „Lof mér að sjá þig,“ sagði hann. Hún horfði í augu hans og sagði: „Þú hefur nú séð mig svo oft.“ „Ég sé samt alltaf eitthvað nýtt.“ „Nýjar hrukkur — kannski?“ Hann hló — og kyssti hana. Þau hölluðust upp að steininum. „Skyldi huldufólk búa í þessum steini?“ sagði hún. „Hjón með lítil börn-----.“ „Ekki heyri ég þau grenja," sagði hann og lagði eyra að steininum. „Þú ert kjáni. Börn grenja nú ekki alltaf---.“ „Jæja, gera þau það ekki? Það hélt ég nú samt.“ „Þau sofa oftast. Já, þau sofa eflaust, huldubörnin.“ Þau gengu áfram, og kvöldið andaði værð í brjóst þeirra. Þau komu að þurrum harðbala og létu sig falla niður á hann. „Ég vil sofna hér,“ sagði hún. Þau veltu sér á bakið og horfðu á tunglið. Hann sagði: „Þetta hefur verið yndislegur dagur.“ „Skyldi lífið geta verið svona allt — svona gott?“ sagði hún. „Hver og einn skapar sér sjálfur sína gleði — og hver sinn harm,“ sagði hann. „Þú heldur það, spekingur,“ sagði hún. Þau lágu þögul nokkra stund. Loks sagði hún: „Og næsta vor ljúkum við náminu.“ Það var upp- gerð — kæruleysi í rómnum. „Já, næsta vor. Þá verður gaman að lifa. 17. júní verð- ur dýrðardagur.“ „Verður hann það?“ spurði hún hljómlaust. Hann reis upp og laut niður að henni. „Hann verður það, ef þú vilt.“ Hún vafði örmunum um axlir hans og kyssti hann. Það var hennar eina svar. Vorsólin skein inn um gluggann. Prófessorinn sat við rúm Þóris og horfði dreymandi augum á ræktuðu blett- ina uppi á hæðinni. Þeir voru orðnir fagurgrænir. Hann þuldi í hálfum hljóðum: „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum — á sjónum allar bárur smáar rísa. — Hvílíkt skáld, hann Jónas — hvílíkt skáld — fegurð.“ „Hver hugsar nú orðið um fegurð?“ sagði Þórir. „Og nú koma ástfangnir menn bréfum með flugvélum og þurfa ekki að biðja fuglana fyrir kveðjur. Það er sjálf- sagt miklu öruggara.“ Prófessorinn Srosti. „Þú veizt kannski, að Jónas orti einnig þessa vísu: Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja viljann hvessa. Og flugvélar hafa mér löngum þótt skáldlegustu tæki mannsins.“ „Þú trúir þá sem sé ekki á fugla?“ sagði Þórir. „Það á hver einstaklingur sinn eigin fugl. Hann býr hérna,“ sagði prófessorinn og benti á brjóst sér. „Hann tístir öðru hvoru, og við förum kannski að hlusta á hann mitt í véldyn daganna — og það sem er enn verra: Heima er bezt 163

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.