Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 33
HEIMA_______________ BEZT BÓKAH 1 LLAN Smábækur Menningarsjóðs 12—14. Reykjavík 1963. Fyrir sl. jól komu út þrjár bækur í þessu safni, sem getið hefur sér vinsældir að verðleikum. Fyrst er greinasafn Ciceró og samlíð hans eftir Jón Gíslason, skólastjóra. Þar er skemmtileg lýsing á ævi og umhverfi hins forna rithöfundar og stjórnmálamanns, ásamt tveimur greinum öðrum um rómverska menningu og þjóðfélags- hætti. Greinarnar eru vel ritaðar og bregða upp skýrum myndum af horfinni tíð og oss harla fjarlægri, en margir munu þó hafa gaman af þeim og verða vissulega fróðari á eftir. Þá eru Ljóða- þýðingar ur frönsku, sem Jón Óskar hefur gert. Skrifar hann greinagóðan formála að bókinni um skáld þau, sem þýtt er eftir. Ljóðin eru þýdd í óbundnu máli, og nægir það eitt til þess, að þeir verða fáir, sem leggja á sig það erfiði að lesa þau og því síð- ur að þau verði minnisstæð. Er það miður farið, því að þarna er um ágætan skáldskap að ræða, sem fróðlegt væri að kynnast. Því má segja um bæði þessi kver, að þótt þau hafi sitt gildi og séu vel unnin, munu þau eiga mjög takmarkað erindi til íslenzkra les- enda. Þriðja bókin er vísnasafnið Ferhenda eftir Kristján Ólason. Þar eru margar vel gerðar Stökur, sem vel eiga það skilið að geym- ast á pappírnum, þótt ekki væri til annars en halda uppi íslenzkri Ijóðahefð og hamla gegn rímleysu óljóðanna. Kverið er enn ein sönnun þess að ferhendurnar lifa, þótt hinir gömlu meistarar séu löngu úr sögunni, og margir hinna ungu vilji kenna oss, að rím og hagmælska séu úrelt fyrirbæri, sem hverfa eigi úr íslenzkum bókmenntum. Kristján er prýðilega skáldmæltur, og kann sína list, þótt naumast verði sagt, að hann leiti vítt til fanga. Það mun sennilega talið guðlast að gera samanburð á Ferhendum Kristjáns og ljóðaþýðingunum frönsku, þar sem hinir viðurkenndu meistar- ar eiga annars vegar í hlut, en hins vegar íslenzkur alþýðumaður. En fleiri lesendum munu þó ferliendurnar ylja uin hjartarætur, og vissulega hefðu ljóð liinna frönsku meistara náð til fleiri hjartna, ef þau hefðu verið færð í íslenzkan ljóðabúning. Norræn málaralist. Reykjavík 1963. Rikisútvarpið og Helgafell. í bók þessari eru ritgerðir um þátt úr listasögu Norðurlandanna fjögra, þróun og sigur expressionismans, ásamt sýnishornum af nor- rænni málaralist, 8 litmyndir frá hverju landi auk allmargra ljós- mynda í texta. Bók þessi er samnorræn útgáfa og hefur Björn Tli. Björnsson annazt ritstjórn hinnar íslenzku útgáfu. Enginn vafi er á, að bók þessi verður kærkomin öllum þeim, sem einhvem hug hafa á myndlist, því að bókin er í senn fræðandi og augnayndi. Það er ekki margt, sem gefið hefur verið út hér á landi um erlenda mynd- list, og skilgreining á listastefnum með sýnishornum kunnáttu- manna er fróðleg og vekjandi. Þannig er bók þessi til skilnings- auka ófróðum lesendum og ánægja hverjum sem ann Iitum og listum. Slíkar bækur eru menningarauki og ber því að fagna þeim. St. Std. Ný útgáfa á ritverkum J. J. frá Hrifíu —fokkrir áhugamenn hafa ákveðið að hafa for- göngu um útgáfu á ritgerðum Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu um ýmis efni innlend og er- lend. Verður jöfnum höndum viðað til útgáf- unnar úr óprentuðum þáttum og birtum greinum, sem þó hafa ekki áður komið út í bókum. Leitast verður við að velja hið fjölbreyttasta efni þannig, að glögglega komi fram ritsnilld höfundarins og framsýni við með- ferð og lausn þýðingamestu þjóðmálanna um hálfrar aldar skeið. Aformað er, að útgáfan hefjist og miðist við afmælis- dag Jónasar, hinn 1. maí. Væntum við að gjörlegt reyn- ist að gefa út bók á komanda vori og aðra á áttræðis- afmæli hans 1965. Bókarstærð verður um 180—200 bls. og verð um 150 —200 kr. miðað við núverandi verðlag. Sama brot verð- ur á þessari útgáfu og eldri bókum Jónasar, þannig að verk hans geti myndað eina heild. Fjárhagsgrundvöll útgáfufyrirtækisins hyggjumst við tryggja hjá hinum fjölmörgu velunnurum Jónasar með stuðningi þeirra við eitthvert eða öll eftirtalinna at- riða: 1) Með áskrift að ofangreindri útgáfu. 2) Með fjárframlögum. 3) Með áskriftarsöfnun að ritinu. Ágóði, sem kynni að verða af þessu fyrirtæki, mun renna til höfundar sem ritlaun. Við væntum, að málaleitan þessari verði vel tekið og að fyrirætluninni um útgáfu ofangreindra ritverka Jón- asar verði almennt fagnað. Þar sem tími er naumur til undirbúnings fyrri bókinni, er þess vinsamlegast farið á leit, að væntanlegir stuðningsmenn skrifi sem fyrst. Utanáskriftin er: Afmælisútgáfa, P. O. Box 180, Reykja- vík. Við þökkum fyrirfram góðar undirtektir og kveðj- um með vinsemd og virðingu. Albert Guðmundsson. Helgi Þorsteinsson. Hermann Þorsteinsson. Gunnar Steindórsson. Kjartan Kjartansson. Heima er bezt 165

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.