Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 32
ég fer stundum að hlusta á hann í miðjum kennslu- tíma.“ „Draumfugl?“ spurði Þórir. Prófessorinn kinkaði kolli, gaf sig á vald hugsana sinna — meðan Þórir fletti bók, sem vinur hans hafði fært honum. Skyndilega sneri prófessorinn sér að Þóri og sagði íbygginn: „Við vorum að tala um flugvélar áðan. Hefðir þú nokkuð á móti því að skreppa í flugferð?“ ”Ég?“, „Já, þú — en ekki þér.“ „Þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú sért búinn að taka flugpróf?“ „Nei, guð forði mér frá slíkum voða — og höfuðborg- inni. Eg á við þessar stóru með fjórum hreyflum.“ Pró- fessorinn varð alvarlegur og sagði: „Yfirlæknirinn hef- ur sagt þér frá einhverju, er ekki svo?“ „Jú, í vetur, en ekki síðan.“ „Það er búið að ganga frá þessu. Frægasti læknir í meðferð lamaðra er þess albúinn að taka á móti þér og þér er ákveðið rúm á sjúkrahúsi hans frá og með 20. júní.“ Þórir vó sig upp. Hann starði ruglaður á prófessorinn og spurði: „En peningarnir — og allt?“ „Peningar? Já, svo ég segi nú eins og er, þá hefi ég ekki lifað neinu óhófslífi með systur minni — Katrínu þöglu. Ég hefi að vísu eytt töluverðu í bækur, en ég hefi skrifað aðrar — svo að það jafnar sig upp. Ég hefi ekkert gaman að því að hringla silfri og get vel séð af fé í þínar þarfir. Ólína móðursystir þín — sú harðvít- uga verzlunarkona, á gífurlegar innstæður. Hún hefur lofað þér aðstoð. Það er búið að tala við móður þína. Hún fær leyfi til að koma og kveðja þig. — Og vertu nú ekki svona hátíðlegur.“ Þórir gat ekkert sagt. Hann greip um hendur pró- fessorsins. „Þakka — þakka------.“ „Ja, það er ekkert að þakka — ekkert að þakka, dreng- ur minn. Þú þarft bara að vera duglegur — gera gott úr öllu — og fikra þig áfram. Kannski verður þú einhvem tíma prófessor — vonandi ekki eins viðutan og einmana og ég er.“ Það brá fyrir skugga á andliti Þóris, sem ekki fór fram hjá augum prófessorsins. „Reyndar þarf enginn að vera svo einmana, ef hann hefur nóg að starfa — nóg að lesa,“ sagði hann. „Dánir menn geta verið manns beztu vinir. Þeir lifa á verkun- um. — Skelltu á fóninn einni af Debussy-plötunum þín- um.“ Þórir gerði eins og prófessorinn bað, og þeir hlust- uðu á tónlistina. Þórir gerði eins og prófessorinn bað, og þeir hlust- uðu á tónlistina. Bækur, hljómplötur, pappír — það kæmi í stað henn- ar, hugsaði Þórir, og svo liðu árin — og ástin dæi — end- urminningamar lifðu einar. Prófessorinn horfði á Þóri, og fjarræn augun lásu í svip hans eins og opna bók. Dimmir molltónar hljóm- sveitarverksins opnuðu honum gleggri innsýn í líf þessa unga manns. Loks herti prófessorinn sig upp og brosti. „Þú þarft meðreiðarsvein,“ sagði hann. „Hver skal hann vera?“ Prófessorinn bankaði á enni sér með vísifingrinum. „Þú!“ kallaði Þórir upp og andlit hans Ijómaði. „Já, yfirlæknirinn fór þess á leit við mig. Ég tala enskuna betur en nokkur Ameríkumaður. Nú, og auk þess gefst mér tækifæri til að leita heimilda að bókinni minni um bandarísku leikskáldin.“ „Og kynnast einhverri kvikmyndadísinni,“ sagði Þór- ir hlæjandi. „Æi-nei,“ sagði prófessorinn afsakandi. „Nei, ætli ég láti ekki kvenfólkið eiga sig. Hins vegar hefi ég ákveð- ið að dusta rykið af nokkrum velvöldum bókum.“ Eftir samræður þeirra Elínar og Þóris í Hallargarðin- um hætti Elín að heimsækja hann. Dag eftir dag með- an á heimsóknartíma stóð, dvöldu augu hans við dyrn- ar, og hjartað tók snöggt viðbragð í hvert sinn, er þær opnuðust, og hann vonaði mót vissu sinni, að hún gengi til móts við hann — ung, grönn og fersk. En vikurnar liðu án þess að hún kæmi, og loks tók fleinn tregans að sljóvgast, og samvera þeirra Elínar varð í vitund hans eins og fallegur, góður draumur, sem sökk dýpra og dýpra í djúp hugans. Þessi draum- ur varð skýrastur í endurminningunni á andvökunótt- um — og þótt hans gætti minna á daginn, þegar hann gaspraði við hjúkrunarkonurnar og hina sjúklingana, vissi Þórir, að mynd hennar var í djúpinu og kæmi í Ijós, þegar gárar dagsins lægðust og kyrrðin ríkti að nÉ>U- Einn dag hafði Asgeir þær fréttir að færa af henni, að hún myndi fara til Danmerkur strax að prófinu loknu, þann 18. júní. Hún ætlaði að vinna í Kaup- mannahöfn um sumarið og hefja nám í Háskólanum um haustið. Asgeir kvað hana vera niðursokkna í lest- urinn og hefði þó urn leið tekið að sér það mannúðar- verk að reyna að koma Felix skáldi upp — læsi með honum og vekti hann á morgnana, til þess að hann nússti ekki af prófunum. Um kvöldið gekk Þóri óvenjulega illa að sofna, og hann hugsaði um, hvort hún kæmi ekki og kveddi hann áður en hann færi. Sjálfsagt væri bezt að ýfa ekki upp sárin. Neið hún kæmi ekki — hann sæi hana ekki framar. (Framhald.) 164 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.