Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 27
leikir, sem tíðkast hefðu með forfeðrunum, skyldu vera af lagðar og áleit, að íslendingar hefðu orðið „slenfull- ir og dofnir“ af því m. a., að þeir léttu sér aldrei upp við sjónleiki og dans. Þeir hefðu ekkert að gamna sér við, nema „hið naganda, brennanda ólukltu vín, hvers afreksverk vér of oft sjáum“. Eggert hafði lesið ógeðfelldar lýsingar erlendra ferða- manna á vikivakadansi íslendinga og ráðlagði mönnum að iðka þá fyrst og fremst í sinn hóp, ekki með útlend- ingum „en ei svo þorparalega, sem sums staðar er vani, að karl og kona kveðast á ýmsar vísur, eftir því sem hvort kann og á hittist, annaðhvort um amorsbrögð, „bryxl“ eða klám eða nokkra endileysu.“ Það er rétt, að sum vikivakakvæðin, sem geymzt hafa, eru ekki prúður skáldskapur, en ekki á það við þau öll. Sum eru jafnvel eins fróm og þetta stef: Svo skulum við til gleðinnar gá, að góðu engu týni. Guð oss fylli gleðinnar víni. Og allir kannast við þessi viðlög: Stígum fastar á fjöl, spörum ekki skó; guð má ráða, hvar við dönsum önnur jól. Fagrar heyrði ég raddirnar við Niflungaheim. Ég gat ekki sofið fyrir söngunum þeim. Við getum heldur ekki rengt frásagnir, sem geymzt hafa af því, að margt hafi skeð á gleðunum, sem braut í bága við almennt siðgæði. Bóndi einn, sem skrifaði upp eftir ömmu sinni lýsingu á vikivaka fyrir Sigurð nrálara Guðmundsson, hnýtir því aftan í nokkuð ber- orða lýsingu, að ýmislegt fleira muni samt hafa gerzt, en gömlu konurnar hafi haft orð á, þegar þær með gleðibrosi minntust á slíkar ungdómsskemmtanir. Já, það hefur lengi verið sett út á það, hvernig ungt fólk fer að því að skemmta sér. En þó að vikivakarnir legðust af með öllu og gleymd- ust, þá kom aftur að því, að farið væri að dansa á ís- landi, og voru þá teknir upp samkvæmisdansar, sem ríkjandi voru hverju sinni í nágrannalöndum okkar. Nú er svo komið, að erfitt stundum er að sjá á danslaginu í hvaða heimsálfu maður er staddur, sé gengið inn á dansstaði. Dans á alltaf mikil ítök í mannfólkinu og þykir góð skemmtun, þó menn hafi mismikla fimi til að bera og æfi hann mismikið. A4argur piltur og stúlka hafa kynnzt á dansgólfi, þar hefur margt ástarævintýr- ið hafizt — og kannski líka endað. En dvölin á dans- gólfinu getur líka haft sínar skuggahliðar og þeim lýsir brezk skáldkona mjög vel í grein, sem hún kallar: SKUGGAHLIÐAR DANSSKEMMTANA eftir Ba Mason. Það tekur sannarlega á taugarnar, að stíga í fyrsta skipti út á dansgólfið, ef sjálfstraustið er í minna lagi. í fyrsta lagi er maður í fötum, sem maður er óvanur — ég var t. d. í mörgum metrum af ljósbleiku blúndustoffi. Mamma marg sagði mér, að ekki einasta væri þetta gull, skínandi fallegur kjóll, heldur líka sérlega vel við- eigandi. En mig minnir nú, að síddin væri eitthvað hjá- kátleg, því þó kjóllinn væri síðari en nokkur önnur flík, sem ég hafði átt, fannst mér hann samt ekki nógu síð- ur — það sá nefniiega á skóna mína. Þeir voru litaðir til samræmis við kjólinn, en það bætti lítið úr skak. Ég komst ekki hjá því, að sjá þessa líka smáræðis bleiku báta, sem lufsuðust áfram undir bleika biúndustoffs- tjaldi mínu! Allt á mér var óvenju stórt þetta kvöld — ekki bara fæturnir. Hendurnar á mér voru að minnsta kosti helmingi stærri en venjulega, þar sem þær dingl- uðu neðst á apalöngum handleggjaspírunum. Svo byrjaði dansinn. Það var allt öðruvísi en þegar . stóru stelpurnar í dansskólanum létust vera herrar. Þessir ungu menn og meyjar, sem sveifluðust um dans- gólfið, sýndust hafa allt aðra aðferð en þessa venjulegu einn—tveir snú, einn tveir snú, og enginn taldi í hálf- um hljóðum. Þau sveifluðu sér heldur ekki, eins og mér hafði verið kennt. Þetta var allt ósköp truflandi, nán- ast hræðilegt. Áður en kvöldið leið, var ég búin að velja mér ævistarf sem trúboði eða dýralæknir, nánar tiltekið: velja mér eitthvert starf, þar sem samvizku- semi, ósérhlífni og dugnaður hlaut að vera virt. Ég af- salaði mér hinu fáfengilega skemmtanalífi, sem ég hafði kynnzt þetta kvöld, — nánast sem áhorfandi. Og samt hélt ég áfram að fara á böll og ekkert þeirra var eins hryllilegt og það fyrsta. Ég lauk skólagöngu minni í París og þar hélt ég áfram að dansa, en við fórum alltaf út fjögur saman. Dans- herrann rninn hét Gerard, og þegar ég minnist þessara daga, finnst mér alveg óskiljanlegt hvaða þjáningar við tókum á okkur. Honum virtist ekki geðjast að mér og ég hafði andstyggð á honum, en bezti vinur hans og bezta vinkona mín voru ákaflega hrifin hvort af öðru og þess vegna fórum við fjögur út að dansa saman. Einu sinni fékk ég annan dansherra á þessu tímabili. Fjölskyldan, sem ég bjó hjá, hafði boð og endurminn- ingin um herrann þann máist eklti úr huga mínum. Við vorum þarna tvær enskar vinkonur og okkur var sagt, að meðal gestanna yrði „Capitain“ — ég man ekki hvað — og að hann væri stórkostlegur dansmaður. Færi svo, að hann tæki eftir okkur, þessum unglingum, þá mátt- um við prísa okkur sælar — að maður nú ekki nefni, ef hann skyldi dansa við okkur, því myndum við sannar- lega ekki gleyma. Við vorum auðvitað allar á lofti og flissuðum eins og fáráðir við tilhugsunina. „Capitaininn“ reyndist svo sem enginn Fred Astair, ónei, hann var fremur lágur vexti og þrekinn, en maður ætti aldrei að dæma eftir útlitinu. Þið getið ykkur líklega til um til- Heima er bezt 159

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.