Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 26
ÞATTUR ÆSKUNNAR NAMSTJ RITSTJORI HVAÐ UNGUR NEMUR SIGRÍÐUR THORLACIUS: Gengiá í d ans Naumast mun þeldctur svo frumstæður þjóðflokkur, að hann hafi ekki um hönd einhvers konar dans, ýmist í sambandi við trúarathafnir, orrustur eða gleðskapar- hátíðir. Dans nota menn einnig til að tjá margs konar skapbrigði, til að flytja „frásögn“ af atburðum, eins og gert er í leikdönsum, eða þeir nota hann blátt áfram til skemmtunar fyrir hvern einstakan þátttakanda. En auðvitað breytast dansar eins og annað, ekld sízt samkvæmisdansar. Víða um heim eru þjóðdansar vin- sæl og almenn skemmtun og upp úr þeim hafa einnig verið samdir leikdansar. Hérlendis er hin síðari ár farið að iðka þjóðdansa, sem margir hverjir eru mjög skemmtilegir, en vafasamt er, að réttnefni sé að kalla þá íslenzka þjóðdansa. Fyrr á öldum voru til íslenzkir þjóðdansar, vikivakarnir, sem dansaðir voru við sungin danskvæði. Af kvæðunum hef- ur dálítið geymzt, en dansarnir lögðust alveg niður, að ég held á átjándu öld, og veit ég ekki til, að geymzt hafi svo nákvæmar lýsingar af þeim, að hægt hafi verið að endurvekja dansana með sínu forna sniði. Þeir dansar, sem nú eru iðkaðir hér undir nafninu þjóðdansar, munu vera sniðnir eftir erlendum dönsum, séu þeir þá ekki fluttir með öllu óbreyttir frá uppruna sínum. Fyrr á öldum komu menn saman á sveitabæjum til dansleikja og kölluðu samkomurnar gleðir eða vikivaka. Þótti mörgum siðferðinu hætta búin af þessum sam- komum og unnu að því, að þær yrðu bannaðar með lögum og tókst það að lokum. Einn harðskeyttasti and- stöðumaður vikivakadansanna var séra Þorsteinn Pét- ursson, prófastur á Staðarbakka. Hann skrifaði heilt rit gegn þeim árið 1757 og segir þar m. a. þetta: „Þyki nokkrum, sem ég tali þetta út í tóman heim- inn og enginn eigi hér hlut að máli, þá vil ég láta öll- um skynsömum mönnum sjálfum eftir að dæma, hvort fyrrgreindir, svokallaðir dansleikir í klaustrinu (þ. e. Þingeyraldaustri) um jólatímann forþéna ekki slíka critique (þ. e. aðfinnslu), nær þeir eru með sinni réttu mynd og líkingu fyrir sjónir settir, svo sem hér segist frá. Þessi leikur skal vera framinn með glensi og gamni af karlmönnum og kvenfólki til samans, með mörgum snúningum allt um kring, með stappi aftur á bak og áfram, með hoppi upp og niður, með hlaupum til og frá. Svo herðir hver sig að dansa eftir útblæstri eða andardrætti leikstjórans og þegar suma svimar, svo þeir tumba um koll, þá verða ýmsir undir, fara þá föt og for- klæði, sem verða má. Þá er og földum kvenna flug og forráð búið. Þessu skal vera hrósað og hlegið að, eftir vonum af yfirvaldinu. Brennivín er þá og við hendina, til þess að hressa hinn gamla Adam, svo hann þreytist ei né uppgefist, fyrr en mælir syndanna er uppfylltur.“ Þetta skrifaði nú séra Þorsteinn. En Eggert Olafsson var ekki sama sinnis. Hann harmaði það, að gleðir og æ fs* f IHI: • ■.>< *Jh

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.