Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 30
Framhaldssaga eftir Kristján Jóhannsson BROTSJOIR FJÓRÐI HLUTI „Ó, nei, Þórir.“ Hún þreif í handlegg hans — vildi fá hann til að horfast í augu við sig, en hann starði á hell- urnar þögull og fölur. „Jú,“ sagði hann aftur. „Hvers vegna, Þórir? Hvers vegna trúir þú mér ekki? Ég myndi þola allt. Mörg hjón------.“ „Elín, þú ert ekki nema nítján ára. Þú mátt ekki af- neita öllu mín vegna. — Elín,“ sagði hann blíðlega, er hann sá, að augu hennar voru orðin full af tárum. Hann greip um hendur hennar, en hún hélt þeim fast að sér — með stífum handleggjum. Hún sat samankreppt, eins og af sárum sting. Sólargeislarnir dönsuðu í svörtu, bylgjuðu hárinu yfir mjúkum línum andlitsins. Loks tókst Elínu að ná valdi yfir sér að nýju. „Ég ek þér upp eftir,“ sagði hún hljómlaust. Hann fann, hve skref hennar voru lífvana og þung — þau sungu ekki við gangstéttarnar. Ský rann fyrir sólu og kul bærði trjágreinarnar. Hún hringdi dyrabjöllunni og beið þess ekki, að hjúkrunarkonan kæmi til dyra. Hún laut niður að Þóri og vafði hann örmum, kyssti varir hans, snöggt og fast, og hljóp frá honum — ofurlítið álút, eins og hún vildi ekki, að fólk sæi framan í hana. Hún hraðaði sér eftir veginum, sem lá í átt til hæðarinnar — hljóp öðru hvoru við fót. Henni var mjög þungt fyrir brjósti, og henni fannst, að eitthvað myndi bresta, ef hún gæti ekki fljót- lega kastað sér niður og grátið - grátið. Einhvers stað- ar á milli klettanna uppi í hæðinni væri skjól fyrir hana. Hún var orðin móð og varð að hætta að hlaupa. Hun gekk eins og í draumi og tók ekki eftir sólskininu og lífinu umhverfis sig. Kveldið var kyrrt og fagurt. Sólin sló eldi yfir fló- ann, og borgin logaði af endurkasti frá ótal gluggum. Ferskur blær fór austan af heiðum og bærði lim trjánna. Það var mikill þys í miðbænum og fólk vildi ekki fara 162 Heima er bezt heim, þótt nótt færi að. Allir þráðu einhvers konar æv- intýri. Sjúklingarnir á stofu Þóris voru flestir vel hressir þetta kvöld og þeir héldu uppi glensi og gamni lengi fram eftir — sögðu sögur — ræddu pólitík — og fram- tíðarhorfur. Einn ætlaði á síld, annar þráði sveitina. Ungur, hraustur sjómaður gat helzt ekki um annað tal- að en eina hjúkrunarkonuna. Hann hafði strengt þess heit að krækja í hana. Loks tók þögnin völdin. Sjúklingarnir horfðu opn- um, bernskum augum út um gluggann — á blátt heið- ið, hlustuðu á hljómlist lífsins að utan — hlátra, fótatak, óm af samtali. Brátt slæða þeir aftur í miðjum straumn- um. Lífið kallaði þá aftur til sín. Einn var sá á sjúkrastofunni, sem hvorki hló né glett- ist, né sagði sögur þetta kvöld. Hann sneri sér til veggj- ar og þóttist sofa. Þetta var Þórir. Hann var að hugsa um atburði liðins dags. Ein mynd þrengdi sér aftur og aftur fram fyrir allar aðrar. Hann blundaði, er leið að miðnætti, þegar húmið hafði slökkt eld dagsins á hafinu. Draumarnir vitjuðu hans og brugðu upp sýningartjaldi sínu. Undarlegar myndir liðu utan úr dimmunni. Loks skýrðist draumur- inn. Hann var á gangi eftir berum hæðum. Hvarvetna í kringum hann var haustlegt, en kyrrt. Undarlegur bjarmi var yfir fjöllum þeim, er hann stefndi til. Hann tók á rás eftir hæðunum, og kom fljótlega að djúpu gljúfri. Án þess að hika stökk hann yfir það, sveif lengi í loftinu og kom niður í gljúpan mosa hinum megin. Hann beið dáhtla stund á barminum, skimaði niður otr / . . . . Ö sa, að gljúfrið var mjög dimmt og skuggalegt. Hann lagði við hlustir og bjóst við að heyra nið frá fossi. En ekkert hljóð heyrðist. Þögnin var mjög óhugnanleg. Allt í einu kvað við angistaróp niðri í djúpinu. Gljúfra- veggirnir köstuðu því á milli sín á undarlegan, hroll-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.